Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Við vitum ekki nákvæmlega hvenær Vatnajökull hverfur en jöklafræðingar spá því að ef loftslag haldist næstu 50 ár eins og það var að meðaltali á 20. öld gæti Vatnajökull rýrnað um 10% eða 300 km3 á næstu hálfri öld. Það er jafnmikil rýrnun og varð alla 20. öldina.
Ef sú rýrnun helst stöðug gætum við þess vegna reiknað út að það taki Vatnajökul um 500 ár að hverfa alveg - en rétt er að taka fram að margar breytur gætu haft áhrif á þessa tölu. Loftslag gæti til dæmis haldið áfram að hlýna og jökullinn þess vegna bráðnað hraðar.
Hægt er að lesa meira um ástand jökla í svari við spurningunni Hver verður líkleg staða jökla hérlendis eftir 50 ár miðað við óbreytta þróun? og þar er hægt að skoða myndir af Vatnajökli.