Talkúm er malað talk, sem er afar lin (með hörku 1) hvít eða grænleit steintegund. Talkúm er meðal annars notað í andlits- og húðpúður og krít. Efnaformúla þess er Mg3Si4O10(OH)2 (vatnað magnesíumsílíkat). Talk er notað í ýmiss konar iðnaði, við framleiðslu á flísum, borðbúnaði og öðrum keramikhlutum, málningu og pappír, svo dæmi séu tekin. Steintegundin er bæði hita-og sýruþolin og harðnar nokkuð þegar hún kemst í snertingu við andrúmsloft. Talk finnst um allan heim en helstu framleiðslulönd eru Japan, Bandaríkin, Rússland, Suður-Kórea og Frakkland.
- Grein um talk og talkúm hjá Britannicu.
- Íslensk orðabók, 3. útgáfa, ritstj. Mörður Árnason, Edda, Reykjavík 2002.
- Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
- Myndin er fengin hjá Jayminerals.com