Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5235 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað merkir það þegar köttur dillar rófunni?

Rófan er eitt mikilvægasta tjáningartæki katta og gegnir veigamiklu hlutverki í táknmáli þeirra. Með því að fylgjast með rófunni má fá miklar upplýsingar um líðan katta. Sem dæmi má nefna að þegar köttur dillar skottinu taktfast, til dæmis þegar hann liggur og einhver klappar honum, þá er það merki um pirring og ...

category-iconLögfræði

Hvernig er hægt að skilgreina hugtakið stofnun?

Upprunalega spurningin var: Er til skilgreining á hugtakinu stofnun, þá er til dæmis átt við kirkjuna eða sjúkrahús sem stofnun? Stofnun er meðal annars skilgreind sem „föst starfsemi með ákveðin verkefni í almanna þágu“, og einnig „eitthvað fyrirtæki eða annars konar skipulögð starfsemi, opinber eður ei, s...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Jón Ólafsson Indíafari og hvers konar ferðasögu skrifaði hann?

Talið er að Jón Ólafsson (1593-1679) sem varð svo frægur að komast alla leið til Indlands, hafi skrifað sögu sína um 1660. Þar eru óteljandi skemmtilegar og lifandi frásagnir af því sem fyrir augu hans og eyru bar. Jón var ævintýragjarn og yfirgaf heimaslóðir sínar á Vestfjörðum árið 1615 þegar hann tók sér far me...

category-iconHugvísindi

Hverjir ástunda vúdú og hvaða hlutir eru notaðir við trúarathafnir?

Vúdú (voodoo, vodou, voudou) er algengasta heitið á trúarbrögðum sem mikill meirihluti íbúa á Haítí aðhyllist að einhverju marki. Hlutfallið er 80-90% samkvæmt sumum heimildum. Haítímenn sem hafa sest að í Norður-Ameríku og afkomendur þeirra ástunda einnig vúdú. Sumir fræðimenn meta það svo að vúdú hafi hnignað á ...

category-iconHugvísindi

Hvað er saga?

Orðið saga er skylt sögninni segja og hefur upphaflega vísað til þess sem var sagt, óháð innihaldi þess. Leifar þeirrar merkingar höfum við í orðum eins og fiskisaga, sem er frekar frétt af fiskigöngu heldur en eiginleg saga. En strax í fornu máli norrænu var tekið að nota orðið sérstaklega í tveim merkingum sem s...

category-iconHeimspeki

Hvernig er vitað að hugmyndirnar sem Sókrates heldur fram í samræðum Platons tilheyri Platoni en ekki Sókratesi?

Að undanskilinni Málsvörn Sókratesar, sem er varnarræða Sókratesar fyrir réttinum, eru öll verk Platons í formi samræðna og oftast leikur Sókrates aðalhlutverkið. Flestir fræðimenn gera ráð fyrir að Platon hafi ekki byrjað að skrifa samræður fyrr en eftir 399 f.Kr. þegar Sókrates var tekinn af lífi. Að minnsta kos...

category-iconSálfræði

Af hverju er svona mikill munur á útliti og persónuleika fólks?

Hægt er að skilja þessa spurningu þannig að lesandi vilji vita hvers vegna tiltekið útlit og persónuleiki fari ekki saman. Hér verður aftur á móti gert ráð fyrir að spurt sé um hvers vegna munur sé á milli manna í útliti og persónueinkennum, það er af hverju það eru ekki allir eins. Spurningin um hvað ráði því ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvaða tungumál eru töluð í Afríku?

Fræðimenn greinir nokkuð á um það hversu mörg tungumál eru töluð í heiminum í dag. Sumar heimildir telja tungumálin vera í kringum 4000 en aðrar gefa upp næstum því helmingi stærri tölu. Mismunurinn felst meðal annars í því að notaðar eru ólíkar aðferðir eða viðmið við að ákvarða hvenær tvö (eða fleiri) mál teljas...

category-iconHeimspeki

Hver er Hélène Cixous og hvert er hennar framlag til fræðanna?

Franski rithöfundurinn og fræðikonan Hélène Cixous fæddist í Oran í Alsír árið 1937. Hún ólst upp í fjölþjóðlegu og fjöltyngdu umhverfi þar sem þýska og franska voru talaðar á heimilinu, en arabíska og spænska á götum úti. Fjölskylda hennar í báða leggi voru gyðingar. Móðir hennar flúði nasismann með því að flytja...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvers vegna var fallöxin fundin upp?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvers vegna var fallöxin fundin upp, af hverju var hætt að nota hana og hver var fyrstur drepinn með henni? Fallöxi er aftökutæki sem samanstendur af háum ramma og þungu axarblaði, sem hengt er upp á rammann. Við aftöku er sakamaður festur í rammann þannig að háls h...

category-iconFélagsvísindi

Væri hægt að lögsækja miðla fyrir að bjóða falsaða vöru?

Almennt er hægt að höfða mál gegn miðlum, eins og öðrum og það sama gildir um slíka málsókn og aðrar málsóknir, að ef sannanir eru fyrir hendi þá er líklegt að málsóknin beri árangur. Þó verður að gera greinarmun á tvennu varðandi starfsemi miðla. Annars vegar getur komið til að þær forsendur sem viðskiptavinur...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Alexander von Humboldt og hvert var hans framlag til vísindanna?

Alexander von Humboldt var fæddur af tignum ættum í Tegel-höll við Berlín 1769. Eldri bróðir hans, Wilhelm (1767-1835), varð mikils metinn málfræðingur og frumkvöðull í háskólamálum. Alexander nam náttúrufræði í Göttingen, verslunar- og hagfræði í Hamborg, og jarðvísindi í skóla A.G. Werners (1749-1817) í Freiberg...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver var Alfred Kinsey og hvert var hans framlag til fræðanna?

Alfred C. Kinsey (1894-1956) var líffræðingur sem er þekktastur fyrir áhrif rannsókna sinna á þróun kynfræða og á viðhorf almennings til kynlífs og kynhegðunar. Hann útskrifaðist með BS-próf frá Bowdoin College í Maine í Bandaríkjunum og tók síðan doktorspróf í líffræði frá Harvard-háskóla árið 1920. Hann var alla...

category-iconJarðvísindi

Hvernig rannsóknir stundar vísindamaðurinn Þóra Árnadóttir?

Þóra Árnadóttir er vísindamaður við Norræna eldfjallasetrið á Jarðvísindastofnun Háskólans. Hún vinnur við mælingar á færslum á yfirborði jarðar með gervitunglatækni (GPS og radarbylgjuvíxlmyndum, það er InSAR) og túlkun þeirra útfrá eðlisfræðilíkönum. Ísland er á mið-Atlantshafshryggnum og því tilvalinn staðu...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Jónas R. Viðarsson rannsakað?

Jónas R. Viðarsson er faglegur leiðtogi á sviði Rannsókna og nýsköpunar hjá Matís ohf. þar sem hann fer fyrir faghóp er kallast „örugg virðiskeðja matvæla“. Rannsóknir Jónasar eru af ýmsum toga og snúa meðal annars að fiskveiðistjórnun, sjálfbærni, úrbótum í virðiskeðjum sjávarafurða og rekjanleika, svo fátt eitt ...

Fleiri niðurstöður