Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var gyðingurinn gangandi?

Símon Jón Jóhannsson

Sagan um gyðinginn gangandi er gömul flökkusögn af ætt helgisagna. Hana má finna víða í þjóðsagnasöfnum, einkum í Evrópu.

Sagan segir frá gyðingi sem nefndur er Assverus eða Buttadaeus og uppi á var á dögum Krists. Hlutverk hans og samskipti við frelsarann eru nokkuð misjöfn eftir gerðum sögunnar. Í íslenskri gerð er hann sagður hafa verið viðstaddur krossfestinguna og hrópað ásamt öðrum til Pílatusar: „Krossfestu hann, en gef Barabam lausan.“ Aðrar gerðir greina frá því að Assverus hafi húðstrýkt Krist og hætt hann fyrir að ganga hægt þegar hann bar krossinn í átt til Golgata eða að hann hafi verið einn æðstu prestanna en einnig er til að hann sé sagður skapmikill skósmiður.

Hvað sem því líður þá eru sagnirnar flestar sammála um að Assverus hafi ekki komist aftur til Jerúsalem eftir samskipti sín við Krist, ekki fundið aftur fjölskyldu sína en hlotið þá bölvun að ráfa, ódauðlegur um víða veröld til dómsdags í endalausri leit að friði. Í íslensku gerðinni er sagt að Kristur hafi sagt við hann á leiðinni til Golgata: „Ég vil hvílast, en þú skalt ganga,“ og lagt þannig á hann þessi ósköp. Sagan segir jafnframt að Assverus geti aldrei notið hvíldar nema á messudögum undir predikun prests og þess vegna sést hann oft við messu í kirkjum.



Gyðingurinn gangandi eftir Gustave Doré.

Gyðingurinn var sagður hafa sést víða um Evrópu á miðöldum, meðal annars hér á landi, genginn upp að hnjám og stundum dvalið nokkurn tíma á sama stað. Hann sagði gjarnan sögu sína fyrir fæði og húsnæði og í sumum gerðum sögunnar er hann prófaður af lærðum mönnum til sönnunar því að hann hafi verið samtímamaður Krists.

Sögnina um gyðinginn gangandi má meðal annars finna í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar, Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (II, 50-52).

Heimildir og mynd:

  • Jón Árnason (útg.) (1954–1961). Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri, I–VI. (Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útg.) Reykjavík: Þjóðsaga.
  • Sigfús Sigfússon (safnaði og skráði) (1984–1993). Íslenskar þjóðsögur og sagnir I–XI. Reykjavík: Þjóðsaga.
  • Wandering Jew á Encyclopedia Mythica.
  • Mynd: Wandering Jew á Wikipedia

Höfundur

Símon Jón Jóhannsson

þjóðfræðingur

Útgáfudagur

17.11.2010

Spyrjandi

Hlynur Þór Guðmundsson

Tilvísun

Símon Jón Jóhannsson. „Hver var gyðingurinn gangandi?“ Vísindavefurinn, 17. nóvember 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=30691.

Símon Jón Jóhannsson. (2010, 17. nóvember). Hver var gyðingurinn gangandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=30691

Símon Jón Jóhannsson. „Hver var gyðingurinn gangandi?“ Vísindavefurinn. 17. nóv. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=30691>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var gyðingurinn gangandi?
Sagan um gyðinginn gangandi er gömul flökkusögn af ætt helgisagna. Hana má finna víða í þjóðsagnasöfnum, einkum í Evrópu.

Sagan segir frá gyðingi sem nefndur er Assverus eða Buttadaeus og uppi á var á dögum Krists. Hlutverk hans og samskipti við frelsarann eru nokkuð misjöfn eftir gerðum sögunnar. Í íslenskri gerð er hann sagður hafa verið viðstaddur krossfestinguna og hrópað ásamt öðrum til Pílatusar: „Krossfestu hann, en gef Barabam lausan.“ Aðrar gerðir greina frá því að Assverus hafi húðstrýkt Krist og hætt hann fyrir að ganga hægt þegar hann bar krossinn í átt til Golgata eða að hann hafi verið einn æðstu prestanna en einnig er til að hann sé sagður skapmikill skósmiður.

Hvað sem því líður þá eru sagnirnar flestar sammála um að Assverus hafi ekki komist aftur til Jerúsalem eftir samskipti sín við Krist, ekki fundið aftur fjölskyldu sína en hlotið þá bölvun að ráfa, ódauðlegur um víða veröld til dómsdags í endalausri leit að friði. Í íslensku gerðinni er sagt að Kristur hafi sagt við hann á leiðinni til Golgata: „Ég vil hvílast, en þú skalt ganga,“ og lagt þannig á hann þessi ósköp. Sagan segir jafnframt að Assverus geti aldrei notið hvíldar nema á messudögum undir predikun prests og þess vegna sést hann oft við messu í kirkjum.



Gyðingurinn gangandi eftir Gustave Doré.

Gyðingurinn var sagður hafa sést víða um Evrópu á miðöldum, meðal annars hér á landi, genginn upp að hnjám og stundum dvalið nokkurn tíma á sama stað. Hann sagði gjarnan sögu sína fyrir fæði og húsnæði og í sumum gerðum sögunnar er hann prófaður af lærðum mönnum til sönnunar því að hann hafi verið samtímamaður Krists.

Sögnina um gyðinginn gangandi má meðal annars finna í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar, Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (II, 50-52).

Heimildir og mynd:

  • Jón Árnason (útg.) (1954–1961). Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri, I–VI. (Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útg.) Reykjavík: Þjóðsaga.
  • Sigfús Sigfússon (safnaði og skráði) (1984–1993). Íslenskar þjóðsögur og sagnir I–XI. Reykjavík: Þjóðsaga.
  • Wandering Jew á Encyclopedia Mythica.
  • Mynd: Wandering Jew á Wikipedia
...