Moskítóflugur hafa fundist á mjög afskekktum eyjum. Á eyjunni St. Helena í Suður-Atlantshafi hafa fundist tvær tegundir af tveimur ættkvíslum, Aedes aegypti og Culex quinquefasciatus, þó er óvíst að fyrrgreinda tegundin hafi fest þar rætur. Aftur á móti er nágrannaeyjan Tristan da Cunha og eyjur sem eru mun sunnar og nokkurn veginn milli Suður-Afríku og meginlands Suður-Ameríku lausar við moskítóflugur. Fleiri afskekktar eyjur í suðurhöfum eru lausar við flugurnar, til dæmis Falklandseyjar. Aukinheldur mætti nefna Suðurskautslandið en þar finnast engar moskítóflugur. Einungis fáein lönd í heiminum hafa ekki tegundir af ættinni Culicidae í fánu sinni, meðal annars Ísland eins og áður segir. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Af hverju lifa ekki moskítóflugur á Íslandi, fyrst þær geta lifað báðum megin á Grænlandi? eftir Gísla Má Gíslason
- Hvað lifa moskítóflugur lengi og af hverju klæjar mann af bitum þeirra? eftir Gunnar Þór Magnússon
- Invasive mosquitoes in the European associate continental and overseas territories. 31 Jan 2010. J.M. Medlock, Medical Entomology group, Health Protection Agency, UK.
- Wikipedia.com - mynd af Aedes aegypti. Sótt 7.7.2010.