Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Í hvaða löndum eru engar moskítóflugur?

Jón Már Halldórsson

Þekktar eru um 3.500 tegundir fluga sem í daglegu tali nefnast moskítóflugur en eru tegundir innan ættarinnar Culicidae. Þær eru flokkaðar niður í rúmlega 40 ættkvíslir. Flestar eru ættkvíslirnar í hitabeltinu en tegundir af ættkvíslinni Aedes finnast á tempruðu svæðum jarðar, svo sem í Evrópu. Þess má geta að heitið aedes er komið úr grísku og þýðir eitthvað sem er óþægilegt.

Í Norður-Evrópu, til dæmis í Noregi og á Bretlandseyjum, finnast 28 tegundir moskítófluga (Culicidae) og á strandsvæðum Grænlands finnast tvær tegundir, meðal annars tegundin Aedes nigripes. Þessi tegund finnst sömuleiðis í Noregi og meira að segja á Svalbarða og hefur einnig fundist á Jan Mayen. Það þykir því mjög merkilegt að tegundin Aedes nigripes skuli ekki enn hafa fest rætur í íslenskri skordýrafánu. Tegundin hefur, að því er undirritaður veit best, ekki heldur fundist í Færeyjum né nokkur önnur tegund ættarinnar. Færeyjar eru því einnig moskítólaust svæði líkt og Ísland.


Moskítófluga af ættkvíslinni Aedes aegypti.

Moskítóflugur hafa fundist á mjög afskekktum eyjum. Á eyjunni St. Helena í Suður-Atlantshafi hafa fundist tvær tegundir af tveimur ættkvíslum, Aedes aegypti og Culex quinquefasciatus, þó er óvíst að fyrrgreinda tegundin hafi fest þar rætur. Aftur á móti er nágrannaeyjan Tristan da Cunha og eyjur sem eru mun sunnar og nokkurn veginn milli Suður-Afríku og meginlands Suður-Ameríku lausar við moskítóflugur. Fleiri afskekktar eyjur í suðurhöfum eru lausar við flugurnar, til dæmis Falklandseyjar. Aukinheldur mætti nefna Suðurskautslandið en þar finnast engar moskítóflugur.

Einungis fáein lönd í heiminum hafa ekki tegundir af ættinni Culicidae í fánu sinni, meðal annars Ísland eins og áður segir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:
  • Invasive mosquitoes in the European associate continental and overseas territories. 31 Jan 2010. J.M. Medlock, Medical Entomology group, Health Protection Agency, UK.
  • Wikipedia.com - mynd af Aedes aegypti. Sótt 7.7.2010.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

22.7.2010

Spyrjandi

Sandra Björk Gestsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Í hvaða löndum eru engar moskítóflugur?“ Vísindavefurinn, 22. júlí 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56656.

Jón Már Halldórsson. (2010, 22. júlí). Í hvaða löndum eru engar moskítóflugur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56656

Jón Már Halldórsson. „Í hvaða löndum eru engar moskítóflugur?“ Vísindavefurinn. 22. júl. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56656>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Í hvaða löndum eru engar moskítóflugur?
Þekktar eru um 3.500 tegundir fluga sem í daglegu tali nefnast moskítóflugur en eru tegundir innan ættarinnar Culicidae. Þær eru flokkaðar niður í rúmlega 40 ættkvíslir. Flestar eru ættkvíslirnar í hitabeltinu en tegundir af ættkvíslinni Aedes finnast á tempruðu svæðum jarðar, svo sem í Evrópu. Þess má geta að heitið aedes er komið úr grísku og þýðir eitthvað sem er óþægilegt.

Í Norður-Evrópu, til dæmis í Noregi og á Bretlandseyjum, finnast 28 tegundir moskítófluga (Culicidae) og á strandsvæðum Grænlands finnast tvær tegundir, meðal annars tegundin Aedes nigripes. Þessi tegund finnst sömuleiðis í Noregi og meira að segja á Svalbarða og hefur einnig fundist á Jan Mayen. Það þykir því mjög merkilegt að tegundin Aedes nigripes skuli ekki enn hafa fest rætur í íslenskri skordýrafánu. Tegundin hefur, að því er undirritaður veit best, ekki heldur fundist í Færeyjum né nokkur önnur tegund ættarinnar. Færeyjar eru því einnig moskítólaust svæði líkt og Ísland.


Moskítófluga af ættkvíslinni Aedes aegypti.

Moskítóflugur hafa fundist á mjög afskekktum eyjum. Á eyjunni St. Helena í Suður-Atlantshafi hafa fundist tvær tegundir af tveimur ættkvíslum, Aedes aegypti og Culex quinquefasciatus, þó er óvíst að fyrrgreinda tegundin hafi fest þar rætur. Aftur á móti er nágrannaeyjan Tristan da Cunha og eyjur sem eru mun sunnar og nokkurn veginn milli Suður-Afríku og meginlands Suður-Ameríku lausar við moskítóflugur. Fleiri afskekktar eyjur í suðurhöfum eru lausar við flugurnar, til dæmis Falklandseyjar. Aukinheldur mætti nefna Suðurskautslandið en þar finnast engar moskítóflugur.

Einungis fáein lönd í heiminum hafa ekki tegundir af ættinni Culicidae í fánu sinni, meðal annars Ísland eins og áður segir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:
  • Invasive mosquitoes in the European associate continental and overseas territories. 31 Jan 2010. J.M. Medlock, Medical Entomology group, Health Protection Agency, UK.
  • Wikipedia.com - mynd af Aedes aegypti. Sótt 7.7.2010.
...