Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1664 svör fundust

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvaða íþróttir eru best til þess fallnar að efla og bæta hreyfiþroska barna?

Stutta svarið við spurningunni er að engin ein íþróttagrein gerir það. Mikilvægt er að ung börn fái tækifæri til fjölbreyttrar hreyfingar og endurtekinnar æfingar til að bæta hreyfiþroska sinn. Iðkun einnar íþróttagreinar krefst ákveðinnar samhæfingar sem er sérstök fyrir þá grein og gefur ekki þá fjölbreytni sem ...

category-iconTölvunarfræði

Hver er Donald Knuth og hvert er framlag hans til tölvunarfræðinnar?

Donald Knuth er líklega þekktasti núlifandi tölvunarfræðingurinn. Hann er fæddur í Bandaríkjunum árið 1938 og hefur verið prófessor við Stanford-háskóla frá 1968. Knuth er menntaður stærðfræðingur en fékk áhuga á tölvum þegar hann var við háskólanám. Fyrsta tölvan sem hann sá var IBM 650 en það var fyrsta fjöldafr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara mál að beita gagnrýnni hugsun eða gagnrýninni hugsun?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hvenær kom orðið gagnrýni inn í íslensku? Stundum er spurt hvort eigi að segja beita gagnrýnni hugsun eða gagnrýninni hugsun. Stutta svarið er að hvort tveggja er rétt, en það þarfnast nánari skýringar. Venjuleg mynd þessa lýsingarorðs í nefnifalli eintölu er gagnrý...

category-iconDagatal vísindamanna

Eru Thomas og Julian Huxley á vísindadagatalinu tengdir og sést Thomas á málverkinu í bakgrunni myndarinnar af Julian?

Enski líffræðingurinn Thomas H. Huxley (1825-1895) var föðurafi líffræðingsins Julians Huxley (1887-1975). Þeir eru báðir á vísindadagatali HÍ og Vísindavefsins fyrir árið 2011. Á myndinni af Julian sem birtist á vísindadagatalinu sést afi hans í bakgrunni á málverki. Á þessari síðu er hægt að skoða stórt eintak a...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað varð elsta kind á Íslandi gömul, hvað átti hún mörg lömb og hver er mesti lambafjöldi hjá einni kind á Íslandi?

Það þekkist að ær séu sexlembdar og vitað er um dæmi þar sem öll lömbin hafa lifað. Í þeim tilvikum ganga þau ekki öll undir ána enda geta kindur tæplega fætt fleiri en tvö lömb með góðu móti því þær hafa aðeins tvo spena. Þó eru til dæmi um að vel hafi gengið að láta þrjú lömb ganga undir. Þekkt eru dæmi um se...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Lásu 18. aldar Íslendingar engin fornrit?

Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson fóru um landið þvert og endilangt árin 1752–1757 á kostnað Danakonungs og í mikilfenglegri ferðabók, sem ekki kom út fyrr en árið 1772, lýstu þeir náttúru og dýralífi, en líka íslensku samfélagi og alþýðumenningu. Í frásögn um Kjósarsýslu segja þeir: „Því verður ekki móti mælt, að...

category-iconJarðvísindi

Hvaða stórgos varð á jörðinni árið 536 og er vitað hvaða afleiðingar það hafði?

Upprunalega var m.a. spurt:Gæti stórgos árið 536 verið uppruni sagna um Ragnarök og Fimbulveturinn sem sagt er frá í Heimskringlu? Gosmóðuveturinn 536 var upphaf harðasta kuldaskeiðs á norðurhveli jarðar í 2000 ár.[1] Kólnuninni olli eldgos, sennilega tvö, sem enn hefur ekki tekist að staðsetja með vissu. Samt...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var Pandóra, og hver er sagan á bak við öskjuna hennar?

Samkvæmt grískri goðafræði var Pandóra fyrsta konan á jörðinni. Guðirnir höfðu falið bræðrunum Epimeþeifi (nafnið þýðir eftirsjá) og Prómeþeifi (“forsjálni”) að fylla jörðina lífi. Epimeþeifur byrjaði á að skapa dýrin og gaf þeim ýmsa eiginleika, styrk, hraða og klókindi, og feld og fjaðrir til að verja sig með...

category-iconLögfræði

Hvers vegna fyrnast lögbrot og skuldakröfur?

Spyrjandi bætir síðan við:Hver fann þetta upp og hvenær? Á Íslandi eru í gildi lög um fyrningar, nr. 14 frá árinu 1905. Í þeim lögum er þó að mestu fjallað um fjárkröfur sem fyrnast annað hvort á 4, 10 eða 20 árum. Þessi lög taka almennt til slíkra krafna. Fyrning er ákveðið úrræði sem skuldarinn hefur gagnvar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig verka litínjónarafhlöður og hvernig er hægt að hlaða þær aftur?

Um virkni rafhlaðna er fjallað í svari við spurningunni Hvernig verka rafhlöður í farsímum? og bendum við lesendum á að lesa það fyrst. Við forskaut í litínjónarafhlöðu eru litínfrumeindir (Li) milli laga af kolefnisfjölliðum (Cn) (mynd 1a). Við bakskautið eru hins vegar litínjónir (Li+) í kristallsgrind sem g...

category-iconHugvísindi

Er orðið babbl komið af orðinu babel og tengist það þá sögunni um Babelsturninn?

Samkvæmt 1. Mósebók töluðu mennirnir einu sinni allir sömu tungu og notuðu sömu orð. Þeir vildu reisa borg og turn sem átti að ná til himins og sögðu: "Þar með verðum við frægir en tvístrumst ekki um alla jörðina." (1. Mósebók 11:4) Guð refsaði mönnunum fyrir hroka sinn og ruglaði tungumál þeirra þannig að þeir sk...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var faðir og móðir rokksins og hvenær komu þau fyrst fram?

Orðið rokk vísar til þeirrar tónlistarstefnu sem spratt upp í Bandaríkjunum á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar og gengur oft undir nafninu „rokk og ról“. Rokk og ról spratt upp sem blanda af ýmsum „svörtum“ tónlistarstílum (jass, blús, gospel og sálartónlist) sem og amerískri kántrítónlist. Núorðið hefur orði...

category-iconHugvísindi

Var Billi barnungi til? Er til einhver ljósmynd af honum?

Billi barnungi er líklega þekktastur hér á landi sem persóna í Lukku-Lákabókunum Billi barnungi og Heiðursvörður Billa barnunga. Eins og margar aðrar persónur í bókunum á Billi sér raunverulega fyrirmynd sem er „byssubófinn“ Billy the Kid. Til er ein mynd sem örugglega er af Billa og önnur er líklega af honum. ...

category-iconHugvísindi

Hvernig var tískan á stríðsárunum?

Í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig var tískan á millistríðsárunum? er fjallað um tískuna á 3. og 4. áratug 20. aldar og er það ágætis inngangur að þessu svari. Seinni heimsstyrjöldin braust út í byrjun september árið 1939. Máltækið segir að neyðin kenni naktri konu að spinna. Óhætt er að y...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hverjar eru helstu uppfinningar Kínverja til forna?

Vísindaleg nálgun í Kína til forna markaðist mjög af hagnýtum sjónarmiðum landbúnaðarsamfélagsins í óhjákvæmilegu samspili sínu við náttúruna. Heimsfræði Kínverja á síðustu öldum fyrir Krist mótaðist út frá hinu forna spádómskerfi breytinganna (Yijing eða I Ching 易經). Markmiðið var að miklu leyti það...

Fleiri niðurstöður