Þessari sögu er hægt að líkja við söguna um Evu og eplið. Konu er kennt um að hafa fært illsku í heiminn í grísku sögninni og konu er kennt um syndafallið í Biblíunni. Hægt er að lesa meira um viðhorf Grikkja til kvenmanna í svari Sigríðar Þorgeirsdóttur við spurningunni Hverjar eru hugmyndir Platons um eðli og hlutverk karla og kvenna? Í svari Vísindavefsins um tungl Satúrnusar kemur fram að nokkur tungla reikistjörnunnar heita eftir persónunum í ofangreindri goðsögu: eitt heitir Pandóra, annað Epimeþeifur og þriðja Prómeþeifur. Heimildir og mynd:
Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.