Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða stórgos varð á jörðinni árið 536 og er vitað hvaða afleiðingar það hafði?

Sigurður Steinþórsson

Upprunalega var m.a. spurt:
Gæti stórgos árið 536 verið uppruni sagna um Ragnarök og Fimbulveturinn sem sagt er frá í Heimskringlu?

Gosmóðuveturinn 536 var upphaf harðasta kuldaskeiðs á norðurhveli jarðar í 2000 ár.[1] Kólnuninni olli eldgos, sennilega tvö, sem enn hefur ekki tekist að staðsetja með vissu. Samtímaheimildir um þessa atburði voru víða skráðar, í Istanbúl (Miklagarði) segir í handritum að sól hafi sortnað, hitastig fallið í mars 536 og kuldaskeið hafist sem ekki linnti í tvo áratugi. Frásagnir af „þurri móðu“, óáran, hungursneyð, þurrkum og kulda má finna frá Róm, Bretlandseyjum, Kína og Perú.

Þessar fornu lýsingar, sem um margt minna á Móðuharðindin 1783-84, túlka eldjallafræðingar – með aðstoð nýrra rannsókna – þannig, að árið 536 hafi eldgos þeytt upp í andrúmsloftið gríðarlegu magni af brennisteini. Með hvörfum við raka andrúmsloftsins varð til móða af brennisteinssýru–ördropum (e. aerosols) sem hindraði geislun sólar til jarðar og olli þannig kólnun. Síðan bætti annað eldgos við brennisteinsryki fjórum árum síðar – talað er um þennan tíma sem „litlu ísöld á síð-fornöld“ (e. Late Antique Little Ice Age, LALIA). Önnur „lítil ísöld“ varð sem kunnugt er á norðurhveli frá 12. til 18. aldar. Talið er að árið 536 hafi sumarhiti í Evrópu fallið meira en 1,5°C niður fyrir meðallag og fjórum árum síðar (540), eftir að heldur hafði rofað til, bætti enn í og hitinn fór 2,0°C undir meðallag.[2]

Niðurstaða líkanútreikninga um áhrif gosgufunnar á sumarhita í Evrópu 536–560 e.Kr. (Toohey o.fl. 2016). ΔT(°C) = Frávik hitastigs frá meðalhita.

Rannsóknir á árhringjum (e. dendrochronology) í fornum eikum á Írlandi[3] sýna óeðlilega rýran vöxt trjánna árin 536 og 540 sem staðfestir kuldakast á þessu tímabili og rennir stoðum undir þá hugmynd að um tvö eldgos hafi verið að ræða. Sama sýna þunnir árhringir víðar í Norður-Evrópu, Mongólíu og á vesturströnd Norður-Ameríku.

Rafleiðnimælingar á ískjörnum úr Grænlandsjökli,[4][5] gefa háan styrk brennisteins í úrkomu ársins 536 og aftur 540,[6] en í ískjörnum frá Suðurskautslandinu[7] kemur einungis 540-lagið fram. Af þessu má draga þrjár ályktanir:
  • Öll lögin eru brennisteinssúr úrkoma úr eldfjallagufum, ekki ryk frá t.d. árekstri við loftstein.
  • Eldgosið 540 varð í hitabeltinu, en gosið 536 á norðurhveli jarðar.
  • Gosið 540 var talsvert öflugra en gosið 1815 í eldfjallinu Tambora í Sunda-eyjaklasanum, sem á sínum tíma olli „árinu án sumars“.

Sem fyrr segir hefur ekki tekist enn (2023/24), svo allir séu sáttir, að staðsetja eldgosin sem „litla ísöld fornaldar“ er rakin til. Sú staðreynd að öflugt sýrulag frá um 540 finnst í jökulskjöldum beggja heimskauta bendir til eldstöðvar í hitabeltinu. Nefnd hafa verið með rökum eldfjöllin Rabaul í Papúa-Nýjugíneu og Krakatá milli Jövu og Súmötru, en um hið síðarnefnda eru skráðar heimildir um gos árið 416 sem „alls eins gæti átt við 539“, (eða 431, sjá síðar).

Árið 2010 — áður en kunnugt var um brennisteinslag frá eldgosi 540 á Suðurskautslandinu — bentu RA Dull o.fl.[8] á þriðja möguleikann, Tierra Blanca Joven (TBJ – ung hvít jörð) -eldgosið í öskjunni Ilopango nærri vesturströnd El Salvador, sem talið var hafa orðið á 5. – 6. öld. Gos þetta var hið stærsta í El Salvador í 10.000 ár og meðal stærstu eldgosa á jörðinni (áætlað, út frá gjóskulagi á landgrunni Mið-Ameríku, um 84 km3 sem svarar til VEI 6–7[9]). C-14 greiningar á tré sem lent hafði í gjóskuflóði frá eldstöðinni gáfu dánarárið 535. Samkvæmt þessu beindust böndin að TBJ-gosinu, bæði stærð þess og aldur. Níu árum síðar birtu sömu höfundar (Dull o.fl. 2019[10]) nýja og ítarlegri grein um TBJ-gosið með 100 nýjum geislakolsmælingum á þremur trjábolum sem nú gefa gosárið 539/40 og fellur þannig að síðara kuldakastinu í Evrópu og víðar 540.

Eldgos geta haft mikil áhrif á veðurfar til skemmri tíma, en til þess að svo megi verða þurfa þau að vera mjög stór eða „vel“ staðsett og helst hvoru tveggja.

En Adam var ekki lengi í Paradís: Árið 2020 birtu V. Smith o.fl.[11] niðurstöður enn þá ítarlegri rannsóknar á TBJ-eldgosinu ásamt nýjum C-14 aldursgreiningum á magnólíulurk sem sviðnað hafði í gjóskuhlaupi – niðurstaða: árið 431± 2. Þau benda á það að árið 540 stangist á við niðurstöður fornleifafræðinga sem telji TBJ-gosið hafa orðið tiltölulega snemma á „klassísku skeiði Mayamenningar“ sem stóð 250 – 900 CE. Auk þess séu C-14 aldursgreiningar ótryggar fyrir árabilið 440 til 530 því kúrfan milli almanaksára og C-14 ára er flöt (líkt og sama kúrfa fyrir 9. öld sem torveldar C-14 ákvarðanir varðandi landnám Íslands); þannig sé aldursgreiningum Dull o.fl.[12] lítt að treysta.

Í jökulhvelum beggja skauta kemur fram brennisteinslag kringum árið 431 – og á Grænlandi finnst að auki glersalli sömu samsetningar og í TBJ-gjóskunni. Sé þessi niðurstaða rétt, átti TBJ-gosið engan þátt í þeim veðurfarslegu hörmungunum sem hófust 536.

En hvað með það gos sem aðeins finnst á norðurhveli? Þar þykir eitthvert eldfjall í N-Ameríku koma sterkt til greina en einnig hefur verið bent á Ísland. Heldur er sá möguleiki þó ólíklegur í ljósi þess hve þekkt eldfjallasaga landsins er og gjóskulagafræðin þróuð.

Sem von er hafa fræðimenn reynt að tengja þætti í mannkynssögunni við þessar 6.-aldar náttúruhamfarir, hungur og harðindi í 20 ár, líkt og breski loftslagsfræðingurinn Hubert H. Lamb gerði þegar hann rakti upphaf frönsku byltingarinnar 1789 að hluta til Skaftárelda, harðindavetrar í Evrópu 1783-4. Meðal atburða sem tengdir hafa verið hörmungunum upp úr 535 er plága, skyld svartadauða, sem geisaði kringum Miðjarðarhaf 541-549 og upphaf þjóðflutninganna miklu með sókn germanskra (Langbarða) og slavneskra þjóðflokka inn í lönd Rómaveldis á Ítalíu og Balkanskaga á árunum 568 – 774. Enn fremur hafa svissneskir fræðimenn lýst því að kólnunin hafi aukið mjög frjósemi Arabíuskaga og velmegun íbúanna og þannig ýtt undir sókn íslam vestur suðurströnd Miðjarðarhafs og norður til Austurlanda nær.[13] Sömuleiðis datt einhverjum í hug að hugmyndir í fornum ritum Íslendinga um Fimbulvetur og Ragnarök byggist á minni kynslóðanna frá hörmungunum hálfri þúsöld fyrr.

Tilvísanir:
  1. ^ Sjá Wikipedia: Volcanic winter of 536 þar sem einnig er að finna 39 tilvísanir.
  2. ^ M Toohey, K Krüger, M Sigi, F Stordal, H Svensen 2016. Climatic and societal impacts of a volcanic double event at the dawn of the Middle Ages. Climatic Change 136: 401-412. doi:10.1007/s10584-016-1648-7
  3. ^ MGL Ballie 1994. Dendrochronology raises questions about the nature of the AD 536 dust-veil event. The Holocene 4: 113-120.
  4. ^ LB Larsen o.fl. 2008. New ice core evidence for a volcanic cause of the A.D. 536 dust veil. Geophys. Res. Lett. 35 (4). doi:10.1029/2007GL032450.
  5. ^ M. Sigl o.fl. 2015. Timing and climate forcing of volcanic eruptions for the last 2.500 yeaars. Nature, 523: 543-549.
  6. ^ Hér eru ártölin 536 og 540 notuð fremur en „535 eða 536“ og „539 eða 540“.
  7. ^ DG Ferris o.fl. 2011. South Pole ice core record of explosive volcanic eruptions in the first and second millennia A.D. and evidence of a large eruption in the tropics around 535 A.D. J. Geophys. Res.: Atmosphere, 116, D17. doi:10.1029/2011JD015916
  8. ^ R Dull o.fl. 2010. Did the TBJ Ilopango eruption cause the AD 536 event? AGU Fall Meeting Abstracts 13: V13C-2370. Bibcode: 2010AGUFM.V13C2370D
  9. ^ VEI (Volcanic Explosivity Index — Skali frá 0 til 8 um sprengikraft eldgoss)
  10. ^ RA Dull o.fl. 2019. Radiocarbon and geologic evidence reveal Ilopango volcano as source of the colossal ‘mystery’ eruption of 539/40 CE. Quaternary Science Reviews, 222: 105855. doi.org/10.1016/j.quascirev.2019.07.03
  11. ^ VC Smith o.fl. 2020. The magnitude and impact of the 431 CE Tierra Blanca Joven eruption of Ilopango, El Salvador. PNAS (Proc. Natl. Acad. Sci. USA) 117(42): 26061-26068. doi.org/10.1073/pnas.2003008117
  12. ^ R Dull o.fl. 2010 og RA Dull o.fl. 2019
  13. ^ Swiss Federal Research Institute. 2016. New ‘Little Ice Age’ coincides with fall of Eastern Roman Empire and growth of Arab Empire. Phys.org.

Myndir:
  • M Toohey, K Krüger, M Sigi, F Stordal, H Svensen 2016. Climatic and societal impacts of a volcanic double event at the dawn of the Middle Ages. Climatic Change 136: 401-412. doi:10.1007/s10584-016-1648-7
  • Rawpixel.com. (Sótt 9.2.2023).


Upprunalega spurningin var í löngu máli og er svona í heild sinni:
Í marstímariti sínu 2017 segir National Geographic svo frá á bls. 39 "Eruption of at least one large volcano darkened the sun [in Scandinavia] beginning A.D. 536 for the next 8 years" Höfundurinn telur þetta gos hafa verið uppruni sagna um Ragnarök og Fimbulveturinn sem sagt er frá í Heimskringlu. Hann telur þennan atburð hafa verið uppruna Víkingaaldarinnar þegar fólk á.þessum svæðum börðust sín á milli um nauðsynjar lífsins, og fóru síðar sem hópar í langferðir sem Víkingar. Ef þetta er rétt, tel ég trúlegt að gosið hafi verið á Íslandi. Og ef það er rétt, byrjaði Víkingaöldin í raun og veru á Íslandi áður en þar var land numið. Er eitthvað vitað um uppruna þessa goss, t.d. með könnunum á ískjörnum frá Grænlandi? Er eitthvað kennt um þetta í íslenskum skólum í dag?

Svar við spurningunni birtist fyrst á Vísindavefnum 6.3.2023. Eftir ábendingu frá Eyþóri Elvari Pálssyni í nóvember sama ár, var svarið endurskoðað og til hliðsjónar hafðar nýjar rannsóknir. Ritstjórn Vísindavefsins þakkar Eyþóri Elvari kærlega fyrir ábendinguna.

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

22.1.2024

Síðast uppfært

2.9.2024

Spyrjandi

Sverrir Sigurðsson, Eyþór Elvar Pálsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvaða stórgos varð á jörðinni árið 536 og er vitað hvaða afleiðingar það hafði?“ Vísindavefurinn, 22. janúar 2024, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=83660.

Sigurður Steinþórsson. (2024, 22. janúar). Hvaða stórgos varð á jörðinni árið 536 og er vitað hvaða afleiðingar það hafði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83660

Sigurður Steinþórsson. „Hvaða stórgos varð á jörðinni árið 536 og er vitað hvaða afleiðingar það hafði?“ Vísindavefurinn. 22. jan. 2024. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83660>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða stórgos varð á jörðinni árið 536 og er vitað hvaða afleiðingar það hafði?
Upprunalega var m.a. spurt:

Gæti stórgos árið 536 verið uppruni sagna um Ragnarök og Fimbulveturinn sem sagt er frá í Heimskringlu?

Gosmóðuveturinn 536 var upphaf harðasta kuldaskeiðs á norðurhveli jarðar í 2000 ár.[1] Kólnuninni olli eldgos, sennilega tvö, sem enn hefur ekki tekist að staðsetja með vissu. Samtímaheimildir um þessa atburði voru víða skráðar, í Istanbúl (Miklagarði) segir í handritum að sól hafi sortnað, hitastig fallið í mars 536 og kuldaskeið hafist sem ekki linnti í tvo áratugi. Frásagnir af „þurri móðu“, óáran, hungursneyð, þurrkum og kulda má finna frá Róm, Bretlandseyjum, Kína og Perú.

Þessar fornu lýsingar, sem um margt minna á Móðuharðindin 1783-84, túlka eldjallafræðingar – með aðstoð nýrra rannsókna – þannig, að árið 536 hafi eldgos þeytt upp í andrúmsloftið gríðarlegu magni af brennisteini. Með hvörfum við raka andrúmsloftsins varð til móða af brennisteinssýru–ördropum (e. aerosols) sem hindraði geislun sólar til jarðar og olli þannig kólnun. Síðan bætti annað eldgos við brennisteinsryki fjórum árum síðar – talað er um þennan tíma sem „litlu ísöld á síð-fornöld“ (e. Late Antique Little Ice Age, LALIA). Önnur „lítil ísöld“ varð sem kunnugt er á norðurhveli frá 12. til 18. aldar. Talið er að árið 536 hafi sumarhiti í Evrópu fallið meira en 1,5°C niður fyrir meðallag og fjórum árum síðar (540), eftir að heldur hafði rofað til, bætti enn í og hitinn fór 2,0°C undir meðallag.[2]

Niðurstaða líkanútreikninga um áhrif gosgufunnar á sumarhita í Evrópu 536–560 e.Kr. (Toohey o.fl. 2016). ΔT(°C) = Frávik hitastigs frá meðalhita.

Rannsóknir á árhringjum (e. dendrochronology) í fornum eikum á Írlandi[3] sýna óeðlilega rýran vöxt trjánna árin 536 og 540 sem staðfestir kuldakast á þessu tímabili og rennir stoðum undir þá hugmynd að um tvö eldgos hafi verið að ræða. Sama sýna þunnir árhringir víðar í Norður-Evrópu, Mongólíu og á vesturströnd Norður-Ameríku.

Rafleiðnimælingar á ískjörnum úr Grænlandsjökli,[4][5] gefa háan styrk brennisteins í úrkomu ársins 536 og aftur 540,[6] en í ískjörnum frá Suðurskautslandinu[7] kemur einungis 540-lagið fram. Af þessu má draga þrjár ályktanir:
  • Öll lögin eru brennisteinssúr úrkoma úr eldfjallagufum, ekki ryk frá t.d. árekstri við loftstein.
  • Eldgosið 540 varð í hitabeltinu, en gosið 536 á norðurhveli jarðar.
  • Gosið 540 var talsvert öflugra en gosið 1815 í eldfjallinu Tambora í Sunda-eyjaklasanum, sem á sínum tíma olli „árinu án sumars“.

Sem fyrr segir hefur ekki tekist enn (2023/24), svo allir séu sáttir, að staðsetja eldgosin sem „litla ísöld fornaldar“ er rakin til. Sú staðreynd að öflugt sýrulag frá um 540 finnst í jökulskjöldum beggja heimskauta bendir til eldstöðvar í hitabeltinu. Nefnd hafa verið með rökum eldfjöllin Rabaul í Papúa-Nýjugíneu og Krakatá milli Jövu og Súmötru, en um hið síðarnefnda eru skráðar heimildir um gos árið 416 sem „alls eins gæti átt við 539“, (eða 431, sjá síðar).

Árið 2010 — áður en kunnugt var um brennisteinslag frá eldgosi 540 á Suðurskautslandinu — bentu RA Dull o.fl.[8] á þriðja möguleikann, Tierra Blanca Joven (TBJ – ung hvít jörð) -eldgosið í öskjunni Ilopango nærri vesturströnd El Salvador, sem talið var hafa orðið á 5. – 6. öld. Gos þetta var hið stærsta í El Salvador í 10.000 ár og meðal stærstu eldgosa á jörðinni (áætlað, út frá gjóskulagi á landgrunni Mið-Ameríku, um 84 km3 sem svarar til VEI 6–7[9]). C-14 greiningar á tré sem lent hafði í gjóskuflóði frá eldstöðinni gáfu dánarárið 535. Samkvæmt þessu beindust böndin að TBJ-gosinu, bæði stærð þess og aldur. Níu árum síðar birtu sömu höfundar (Dull o.fl. 2019[10]) nýja og ítarlegri grein um TBJ-gosið með 100 nýjum geislakolsmælingum á þremur trjábolum sem nú gefa gosárið 539/40 og fellur þannig að síðara kuldakastinu í Evrópu og víðar 540.

Eldgos geta haft mikil áhrif á veðurfar til skemmri tíma, en til þess að svo megi verða þurfa þau að vera mjög stór eða „vel“ staðsett og helst hvoru tveggja.

En Adam var ekki lengi í Paradís: Árið 2020 birtu V. Smith o.fl.[11] niðurstöður enn þá ítarlegri rannsóknar á TBJ-eldgosinu ásamt nýjum C-14 aldursgreiningum á magnólíulurk sem sviðnað hafði í gjóskuhlaupi – niðurstaða: árið 431± 2. Þau benda á það að árið 540 stangist á við niðurstöður fornleifafræðinga sem telji TBJ-gosið hafa orðið tiltölulega snemma á „klassísku skeiði Mayamenningar“ sem stóð 250 – 900 CE. Auk þess séu C-14 aldursgreiningar ótryggar fyrir árabilið 440 til 530 því kúrfan milli almanaksára og C-14 ára er flöt (líkt og sama kúrfa fyrir 9. öld sem torveldar C-14 ákvarðanir varðandi landnám Íslands); þannig sé aldursgreiningum Dull o.fl.[12] lítt að treysta.

Í jökulhvelum beggja skauta kemur fram brennisteinslag kringum árið 431 – og á Grænlandi finnst að auki glersalli sömu samsetningar og í TBJ-gjóskunni. Sé þessi niðurstaða rétt, átti TBJ-gosið engan þátt í þeim veðurfarslegu hörmungunum sem hófust 536.

En hvað með það gos sem aðeins finnst á norðurhveli? Þar þykir eitthvert eldfjall í N-Ameríku koma sterkt til greina en einnig hefur verið bent á Ísland. Heldur er sá möguleiki þó ólíklegur í ljósi þess hve þekkt eldfjallasaga landsins er og gjóskulagafræðin þróuð.

Sem von er hafa fræðimenn reynt að tengja þætti í mannkynssögunni við þessar 6.-aldar náttúruhamfarir, hungur og harðindi í 20 ár, líkt og breski loftslagsfræðingurinn Hubert H. Lamb gerði þegar hann rakti upphaf frönsku byltingarinnar 1789 að hluta til Skaftárelda, harðindavetrar í Evrópu 1783-4. Meðal atburða sem tengdir hafa verið hörmungunum upp úr 535 er plága, skyld svartadauða, sem geisaði kringum Miðjarðarhaf 541-549 og upphaf þjóðflutninganna miklu með sókn germanskra (Langbarða) og slavneskra þjóðflokka inn í lönd Rómaveldis á Ítalíu og Balkanskaga á árunum 568 – 774. Enn fremur hafa svissneskir fræðimenn lýst því að kólnunin hafi aukið mjög frjósemi Arabíuskaga og velmegun íbúanna og þannig ýtt undir sókn íslam vestur suðurströnd Miðjarðarhafs og norður til Austurlanda nær.[13] Sömuleiðis datt einhverjum í hug að hugmyndir í fornum ritum Íslendinga um Fimbulvetur og Ragnarök byggist á minni kynslóðanna frá hörmungunum hálfri þúsöld fyrr.

Tilvísanir:
  1. ^ Sjá Wikipedia: Volcanic winter of 536 þar sem einnig er að finna 39 tilvísanir.
  2. ^ M Toohey, K Krüger, M Sigi, F Stordal, H Svensen 2016. Climatic and societal impacts of a volcanic double event at the dawn of the Middle Ages. Climatic Change 136: 401-412. doi:10.1007/s10584-016-1648-7
  3. ^ MGL Ballie 1994. Dendrochronology raises questions about the nature of the AD 536 dust-veil event. The Holocene 4: 113-120.
  4. ^ LB Larsen o.fl. 2008. New ice core evidence for a volcanic cause of the A.D. 536 dust veil. Geophys. Res. Lett. 35 (4). doi:10.1029/2007GL032450.
  5. ^ M. Sigl o.fl. 2015. Timing and climate forcing of volcanic eruptions for the last 2.500 yeaars. Nature, 523: 543-549.
  6. ^ Hér eru ártölin 536 og 540 notuð fremur en „535 eða 536“ og „539 eða 540“.
  7. ^ DG Ferris o.fl. 2011. South Pole ice core record of explosive volcanic eruptions in the first and second millennia A.D. and evidence of a large eruption in the tropics around 535 A.D. J. Geophys. Res.: Atmosphere, 116, D17. doi:10.1029/2011JD015916
  8. ^ R Dull o.fl. 2010. Did the TBJ Ilopango eruption cause the AD 536 event? AGU Fall Meeting Abstracts 13: V13C-2370. Bibcode: 2010AGUFM.V13C2370D
  9. ^ VEI (Volcanic Explosivity Index — Skali frá 0 til 8 um sprengikraft eldgoss)
  10. ^ RA Dull o.fl. 2019. Radiocarbon and geologic evidence reveal Ilopango volcano as source of the colossal ‘mystery’ eruption of 539/40 CE. Quaternary Science Reviews, 222: 105855. doi.org/10.1016/j.quascirev.2019.07.03
  11. ^ VC Smith o.fl. 2020. The magnitude and impact of the 431 CE Tierra Blanca Joven eruption of Ilopango, El Salvador. PNAS (Proc. Natl. Acad. Sci. USA) 117(42): 26061-26068. doi.org/10.1073/pnas.2003008117
  12. ^ R Dull o.fl. 2010 og RA Dull o.fl. 2019
  13. ^ Swiss Federal Research Institute. 2016. New ‘Little Ice Age’ coincides with fall of Eastern Roman Empire and growth of Arab Empire. Phys.org.

Myndir:
  • M Toohey, K Krüger, M Sigi, F Stordal, H Svensen 2016. Climatic and societal impacts of a volcanic double event at the dawn of the Middle Ages. Climatic Change 136: 401-412. doi:10.1007/s10584-016-1648-7
  • Rawpixel.com. (Sótt 9.2.2023).


Upprunalega spurningin var í löngu máli og er svona í heild sinni:
Í marstímariti sínu 2017 segir National Geographic svo frá á bls. 39 "Eruption of at least one large volcano darkened the sun [in Scandinavia] beginning A.D. 536 for the next 8 years" Höfundurinn telur þetta gos hafa verið uppruni sagna um Ragnarök og Fimbulveturinn sem sagt er frá í Heimskringlu. Hann telur þennan atburð hafa verið uppruna Víkingaaldarinnar þegar fólk á.þessum svæðum börðust sín á milli um nauðsynjar lífsins, og fóru síðar sem hópar í langferðir sem Víkingar. Ef þetta er rétt, tel ég trúlegt að gosið hafi verið á Íslandi. Og ef það er rétt, byrjaði Víkingaöldin í raun og veru á Íslandi áður en þar var land numið. Er eitthvað vitað um uppruna þessa goss, t.d. með könnunum á ískjörnum frá Grænlandi? Er eitthvað kennt um þetta í íslenskum skólum í dag?

Svar við spurningunni birtist fyrst á Vísindavefnum 6.3.2023. Eftir ábendingu frá Eyþóri Elvari Pálssyni í nóvember sama ár, var svarið endurskoðað og til hliðsjónar hafðar nýjar rannsóknir. Ritstjórn Vísindavefsins þakkar Eyþóri Elvari kærlega fyrir ábendinguna....