Gæti stórgos árið 536 verið uppruni sagna um Ragnarök og Fimbulveturinn sem sagt er frá í Heimskringlu?Gosmóðuveturinn 536 var upphaf harðasta kuldaskeiðs á norðurhveli jarðar í 2000 ár.[1] Kólnuninni olli eldgos, sennilega tvö, sem enn hefur ekki tekist að staðsetja með vissu. Samtímaheimildir um þessa atburði voru víða skráðar, í Istanbúl (Miklagarði) segir í handritum að sól hafi sortnað, hitastig fallið í mars 536 og kuldaskeið hafist sem ekki linnti í tvo áratugi. Frásagnir af „þurri móðu“, óáran, hungursneyð, þurrkum og kulda má finna frá Róm, Bretlandseyjum, Kína og Perú. Þessar fornu lýsingar, sem um margt minna á Móðuharðindin 1783-84, túlka eldjallafræðingar – með aðstoð nýrra rannsókna – þannig, að árið 536 hafi eldgos þeytt upp í andrúmsloftið gríðarlegu magni af brennisteini. Með hvörfum við raka andrúmsloftsins varð til móða af brennisteinssýru–ördropum (e. aerosols) sem hindraði geislun sólar til jarðar og olli þannig kólnun. Síðan bætti annað eldgos við brennisteinsryki fjórum árum síðar – talað er um þennan tíma sem „litlu ísöld á síð-fornöld“ (e. Late Antique Little Ice Age, LALIA). Önnur „lítil ísöld“ varð sem kunnugt er á norðurhveli frá 12. til 18. aldar. Talið er að árið 536 hafi sumarhiti í Evrópu fallið meira en 1,5°C niður fyrir meðallag og fjórum árum síðar (540), eftir að heldur hafði rofað til, bætti enn í og hitinn fór 2,0°C undir meðallag.[2]
- Öll lögin eru brennisteinssúr úrkoma úr eldfjallagufum, ekki ryk frá t.d. árekstri við loftstein.
- Eldgosið 540 varð í hitabeltinu, en gosið 536 á norðurhveli jarðar.
- Gosið 540 var talsvert öflugra en gosið 1815 í eldfjallinu Tambora í Sunda-eyjaklasanum, sem á sínum tíma olli „árinu án sumars“.
- ^ Sjá Wikipedia: Volcanic winter of 536 þar sem einnig er að finna 39 tilvísanir.
- ^ M Toohey, K Krüger, M Sigi, F Stordal, H Svensen 2016. Climatic and societal impacts of a volcanic double event at the dawn of the Middle Ages. Climatic Change 136: 401-412. doi:10.1007/s10584-016-1648-7
- ^ MGL Ballie 1994. Dendrochronology raises questions about the nature of the AD 536 dust-veil event. The Holocene 4: 113-120.
- ^ LB Larsen o.fl. 2008. New ice core evidence for a volcanic cause of the A.D. 536 dust veil. Geophys. Res. Lett. 35 (4). doi:10.1029/2007GL032450.
- ^ M. Sigl o.fl. 2015. Timing and climate forcing of volcanic eruptions for the last 2.500 yeaars. Nature, 523: 543-549.
- ^ Hér eru ártölin 536 og 540 notuð fremur en „535 eða 536“ og „539 eða 540“.
- ^ DG Ferris o.fl. 2011. South Pole ice core record of explosive volcanic eruptions in the first and second millennia A.D. and evidence of a large eruption in the tropics around 535 A.D. J. Geophys. Res.: Atmosphere, 116, D17. doi:10.1029/2011JD015916
- ^ R Dull o.fl. 2010. Did the TBJ Ilopango eruption cause the AD 536 event? AGU Fall Meeting Abstracts 13: V13C-2370. Bibcode: 2010AGUFM.V13C2370D
- ^ VEI (Volcanic Explosivity Index — Skali frá 0 til 8 um sprengikraft eldgoss)
- ^ RA Dull o.fl. 2019. Radiocarbon and geologic evidence reveal Ilopango volcano as source of the colossal ‘mystery’ eruption of 539/40 CE. Quaternary Science Reviews, 222: 105855. doi.org/10.1016/j.quascirev.2019.07.03
- ^ VC Smith o.fl. 2020. The magnitude and impact of the 431 CE Tierra Blanca Joven eruption of Ilopango, El Salvador. PNAS (Proc. Natl. Acad. Sci. USA) 117(42): 26061-26068. doi.org/10.1073/pnas.2003008117
- ^ R Dull o.fl. 2010 og RA Dull o.fl. 2019
- ^ Swiss Federal Research Institute. 2016. New ‘Little Ice Age’ coincides with fall of Eastern Roman Empire and growth of Arab Empire. Phys.org.
- M Toohey, K Krüger, M Sigi, F Stordal, H Svensen 2016. Climatic and societal impacts of a volcanic double event at the dawn of the Middle Ages. Climatic Change 136: 401-412. doi:10.1007/s10584-016-1648-7
- Rawpixel.com. (Sótt 9.2.2023).
Upprunalega spurningin var í löngu máli og er svona í heild sinni:
Í marstímariti sínu 2017 segir National Geographic svo frá á bls. 39 "Eruption of at least one large volcano darkened the sun [in Scandinavia] beginning A.D. 536 for the next 8 years" Höfundurinn telur þetta gos hafa verið uppruni sagna um Ragnarök og Fimbulveturinn sem sagt er frá í Heimskringlu. Hann telur þennan atburð hafa verið uppruna Víkingaaldarinnar þegar fólk á.þessum svæðum börðust sín á milli um nauðsynjar lífsins, og fóru síðar sem hópar í langferðir sem Víkingar. Ef þetta er rétt, tel ég trúlegt að gosið hafi verið á Íslandi. Og ef það er rétt, byrjaði Víkingaöldin í raun og veru á Íslandi áður en þar var land numið. Er eitthvað vitað um uppruna þessa goss, t.d. með könnunum á ískjörnum frá Grænlandi? Er eitthvað kennt um þetta í íslenskum skólum í dag?Svar við spurningunni birtist fyrst á Vísindavefnum 6.3.2023. Eftir ábendingu frá Eyþóri Elvari Pálssyni í nóvember sama ár, var svarið endurskoðað og til hliðsjónar hafðar nýjar rannsóknir. Ritstjórn Vísindavefsins þakkar Eyþóri Elvari kærlega fyrir ábendinguna.