Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju kallast Istanbúl einnig Mikligarður?

Sverrir Jakobsson

Borgin sem nú nefnist Istanbúl og er í Tyrklandi var stofnuð af Grikkjum frá borginni Megara árið 667 fyrir Krist. Hún var verslunarborg og vel staðsett við sjóleiðina um Sæviðarsund (Bosporos) á milli Eyjahafs og Svartahafs.

Í upphafi nefndist borgin Byzantion. Nafnið er ekki grískt og er talið af þrakverskum eða illyrískum uppruna. Minjar eru um byggð á þessum slóðum löngu fyrir daga hinnar grísku nýlendu en hún er nefnd í fjölmörgum klassískum heimildum, til dæmis Rannsóknum Heródótosar.

Fornaldarborgin Byzantion var auðug en ekki pólitísk miðstöð. Hún kom við sögu pólitískra átaka í Rómaveldi og sat keisarinn Septimius Severus um borgina árið 196 þegar hann var að berjast til valda í ríkinu. Var hún endurreist og byggð upp í kjölfarið.

Norrænir menn nefndu Konstantínópel Miklagarð, enda var hún stærsta borg Evrópu og hins kristna heims á miðöldum. Myndin sýnir kort af borginni frá 1422.

Konstantínus mikli, sem varð keisari yfir öllu Rómaveldi árið 324, ákvað að flytja höfuðborg ríkisins til Byzantion, þar sem staðsetning borgarinnar var hernaðarlega mikilvæg og hún var mun nær hinni efnahagslegu og lýðfræðilegu miðju heimsveldisins heldur en Róm. Var hún þá nefnd upp á nýtt „borg Konstantínusar (Κωνσταντινούπολις, Konstantínópel).

Undir því nafni varð hún stærsta og mikilvægasta borg Rómaveldis og höfuðborg þess allt fram til 1453. Eftir fall Rómaveldis í vestri á 5. öld og uppgang kalífaríkisins í austri á 7. öld dróst Rómaveldi saman en Konstantínópel var þó áfram stærsta borg Evrópu og hins kristna heims á miðöldum. Þá heimsóttu norrænir menn borgina og kölluðu hana „Miklagarð“ en þeir þekktu hana einnig undir hinu alþjóðlega nafni. Töluvert er fjallað um norræna málaliða Miklagarðskeisara í heimildum frá 12., 13. og 14. öld og eru þeir þá iðulega kallaður væringjar. Eflaust hefur norrænum mönnum þótt nafnið Mikligarður hæfa þessari stærstu borg Evrópu.

Istanbúl.

Árið 1453 hertóku herir hins tyrkneska Ósmanaríkis borgina og varð hún þá höfuðborg veldis þeirra sem spannaði víðamiklar lendur á 16. og 17. öld, allt frá Búdapest til Bagdad. Formlegt heiti borgarinnar var þá Konstantiniyye. Heitið Istanbúl var hins vegar byggt á gælunafni borgarinnar á miðöldum þegar talað var um að fara „í borgina“ (στην Πόλη, Stimbuli) og vissu allir um hvaða borg var rætt. Í tyrknesku bætist oftast sérhljóð fyrir framan samhljóðaklasa í upphafi orða og má finna dæmi um það í fjölmörgum örnefnum sem Tyrkir tóku að láni úr grísku. Því varð tyrkneskt heiti Stimbuli Istanbúl.

Tyrkland nútímans varð til úr leifum Ósmanaríkisins árið 1923. Stjórnvöld þar vildu stofna nútímalegt þjóðríki og byggja sem minnst á arfleifð hins forna heimsveldis. Var höfuðborg ríkisins því flutt frá Konstantiniyye til Ankara og árið 1930 var nafni borgarinnar formlega breytt yfir í hið alþýðlega heiti hennar, Istanbúl. Hefur hún heitið svo síðan.

Nánari heimildir:

  • Bettany Hughes, Istanbul. A Tale of Three Cities (London: W & N, 2017).

Myndir:

Upprunalega spurningin var:
Af hverju ber Istanbúl einnig nafnið Mikligarður?

Höfundur

Sverrir Jakobsson

prófessor í miðaldasögu við HÍ

Útgáfudagur

23.11.2017

Spyrjandi

Þorsteinn Magnússon

Tilvísun

Sverrir Jakobsson. „Af hverju kallast Istanbúl einnig Mikligarður?“ Vísindavefurinn, 23. nóvember 2017, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74731.

Sverrir Jakobsson. (2017, 23. nóvember). Af hverju kallast Istanbúl einnig Mikligarður? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74731

Sverrir Jakobsson. „Af hverju kallast Istanbúl einnig Mikligarður?“ Vísindavefurinn. 23. nóv. 2017. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74731>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju kallast Istanbúl einnig Mikligarður?
Borgin sem nú nefnist Istanbúl og er í Tyrklandi var stofnuð af Grikkjum frá borginni Megara árið 667 fyrir Krist. Hún var verslunarborg og vel staðsett við sjóleiðina um Sæviðarsund (Bosporos) á milli Eyjahafs og Svartahafs.

Í upphafi nefndist borgin Byzantion. Nafnið er ekki grískt og er talið af þrakverskum eða illyrískum uppruna. Minjar eru um byggð á þessum slóðum löngu fyrir daga hinnar grísku nýlendu en hún er nefnd í fjölmörgum klassískum heimildum, til dæmis Rannsóknum Heródótosar.

Fornaldarborgin Byzantion var auðug en ekki pólitísk miðstöð. Hún kom við sögu pólitískra átaka í Rómaveldi og sat keisarinn Septimius Severus um borgina árið 196 þegar hann var að berjast til valda í ríkinu. Var hún endurreist og byggð upp í kjölfarið.

Norrænir menn nefndu Konstantínópel Miklagarð, enda var hún stærsta borg Evrópu og hins kristna heims á miðöldum. Myndin sýnir kort af borginni frá 1422.

Konstantínus mikli, sem varð keisari yfir öllu Rómaveldi árið 324, ákvað að flytja höfuðborg ríkisins til Byzantion, þar sem staðsetning borgarinnar var hernaðarlega mikilvæg og hún var mun nær hinni efnahagslegu og lýðfræðilegu miðju heimsveldisins heldur en Róm. Var hún þá nefnd upp á nýtt „borg Konstantínusar (Κωνσταντινούπολις, Konstantínópel).

Undir því nafni varð hún stærsta og mikilvægasta borg Rómaveldis og höfuðborg þess allt fram til 1453. Eftir fall Rómaveldis í vestri á 5. öld og uppgang kalífaríkisins í austri á 7. öld dróst Rómaveldi saman en Konstantínópel var þó áfram stærsta borg Evrópu og hins kristna heims á miðöldum. Þá heimsóttu norrænir menn borgina og kölluðu hana „Miklagarð“ en þeir þekktu hana einnig undir hinu alþjóðlega nafni. Töluvert er fjallað um norræna málaliða Miklagarðskeisara í heimildum frá 12., 13. og 14. öld og eru þeir þá iðulega kallaður væringjar. Eflaust hefur norrænum mönnum þótt nafnið Mikligarður hæfa þessari stærstu borg Evrópu.

Istanbúl.

Árið 1453 hertóku herir hins tyrkneska Ósmanaríkis borgina og varð hún þá höfuðborg veldis þeirra sem spannaði víðamiklar lendur á 16. og 17. öld, allt frá Búdapest til Bagdad. Formlegt heiti borgarinnar var þá Konstantiniyye. Heitið Istanbúl var hins vegar byggt á gælunafni borgarinnar á miðöldum þegar talað var um að fara „í borgina“ (στην Πόλη, Stimbuli) og vissu allir um hvaða borg var rætt. Í tyrknesku bætist oftast sérhljóð fyrir framan samhljóðaklasa í upphafi orða og má finna dæmi um það í fjölmörgum örnefnum sem Tyrkir tóku að láni úr grísku. Því varð tyrkneskt heiti Stimbuli Istanbúl.

Tyrkland nútímans varð til úr leifum Ósmanaríkisins árið 1923. Stjórnvöld þar vildu stofna nútímalegt þjóðríki og byggja sem minnst á arfleifð hins forna heimsveldis. Var höfuðborg ríkisins því flutt frá Konstantiniyye til Ankara og árið 1930 var nafni borgarinnar formlega breytt yfir í hið alþýðlega heiti hennar, Istanbúl. Hefur hún heitið svo síðan.

Nánari heimildir:

  • Bettany Hughes, Istanbul. A Tale of Three Cities (London: W & N, 2017).

Myndir:

Upprunalega spurningin var:
Af hverju ber Istanbúl einnig nafnið Mikligarður?

...