Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar eldgos lagði Pompei í rúst?

Ármann Höskuldsson

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvað getið þið sagt mér um gjóskuhlaup, eins og í gosinu þegar Vesúvíus rústaði Pompei?

Gjóskuhlaup eru hættulegustu fyrirbrigði sem myndast geta í eldgosum en í þeim þeytist brennheit gjóskan á miklum hraða niður hlíðar eldfjallsins í stað þess að fara upp í loftið.



Gjóskuhlaup í eldfjallinu Mayon á Filippseyjum árið 1984.

Gjóskuhlaup eiga uppruna sinn að rekja til sundrunar kvikunnar sem upp kemur í eldgosum. Tveir meginþættir stjórna sundrun hennar, en það eru gös í kvikunni sjálfri og svo kæling af völdum utanaðkomandi vatns. Sé mikil sprengivirkni í kvikunni myndast mikil gjóska sem byrjar á því að stíga upp í andrúmsloftið og mynda gosmökk yfir eldstöðinni. Ef gosmökkurinn reynist þyngri en andrúmsloftið getur hann ekki stigið til himins heldur fellur saman og myndar gjóskuhlaup. Þegar þetta gerist ferðast gjóskan eftir yfirborði jarðar eins og vatn og er algengur skriðhraði gjóskuhlaupa á bilinu 100-150 km/klst. Til samanburðar má benda á að heimsmetshafar í eitt hundrað metra hlaupi ná allt að 38 km/klst. Það er því ekki á færi nokkurs manns að koma sér undan slíkum hlaupum.

Í meginatriðum eru til tvenns konar gjóskuhlaup. Annars vegar eru hlaupin mjög rík af gjósku en rýr af gasi. Þessi hlaup ferðast eftir landinu eins og vatn og renna eftir lægðum niður eldfjallið. Hins vegar eru gjóskuhlaup sem eru rýr af gjósku en rík af gasi. Slík gjóskuhlaup hafa verið nefnd gusthlaup og þau eru ólík fyrri tegundinni á þann hátt að þau geta farið yfir holt og hæðir. Rennsli gusthlaupanna stjórnast því síður af landslagi.



Afsteypur fólks sem fórst í borginni Pompei þegar Vesúvíus gaus árið 79.

Í Pompei voru það gusthlaup sem lögðu borgina í rúst ásamt miklu gjóskufalli sem gróf hana í vikur. Gjóskuhlaup hafa verið miklir áhrifavaldar í fleiri eldgosum og hafa reyndar valdið einhverju mesta manntjóni sem þekkt er samfara eldgosum. Frægasta dæmið er frá árinu 1902 þegar eldfjallið Mt. Pelee á eyjunni Martiník gaus og lagði borgina St. Pierre í eyði. Allir íbúar borgarinnar, um 28.000 manns, létust í þessu gjóskuhlaupi. Hamfarirnar í Nevado del Ruiz í Kólumbíu árið 1985 má einnig rekja til gjóskuhlaups. Í því gosi fórust um 22.000 manns.

Myndir:

Höfundur

Ármann Höskuldsson

eldfjallafræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans

Útgáfudagur

20.10.2005

Spyrjandi

Jóhann Óli Eiðsson, f. 1993

Tilvísun

Ármann Höskuldsson. „Hvers konar eldgos lagði Pompei í rúst?“ Vísindavefurinn, 20. október 2005, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5344.

Ármann Höskuldsson. (2005, 20. október). Hvers konar eldgos lagði Pompei í rúst? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5344

Ármann Höskuldsson. „Hvers konar eldgos lagði Pompei í rúst?“ Vísindavefurinn. 20. okt. 2005. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5344>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar eldgos lagði Pompei í rúst?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hvað getið þið sagt mér um gjóskuhlaup, eins og í gosinu þegar Vesúvíus rústaði Pompei?

Gjóskuhlaup eru hættulegustu fyrirbrigði sem myndast geta í eldgosum en í þeim þeytist brennheit gjóskan á miklum hraða niður hlíðar eldfjallsins í stað þess að fara upp í loftið.



Gjóskuhlaup í eldfjallinu Mayon á Filippseyjum árið 1984.

Gjóskuhlaup eiga uppruna sinn að rekja til sundrunar kvikunnar sem upp kemur í eldgosum. Tveir meginþættir stjórna sundrun hennar, en það eru gös í kvikunni sjálfri og svo kæling af völdum utanaðkomandi vatns. Sé mikil sprengivirkni í kvikunni myndast mikil gjóska sem byrjar á því að stíga upp í andrúmsloftið og mynda gosmökk yfir eldstöðinni. Ef gosmökkurinn reynist þyngri en andrúmsloftið getur hann ekki stigið til himins heldur fellur saman og myndar gjóskuhlaup. Þegar þetta gerist ferðast gjóskan eftir yfirborði jarðar eins og vatn og er algengur skriðhraði gjóskuhlaupa á bilinu 100-150 km/klst. Til samanburðar má benda á að heimsmetshafar í eitt hundrað metra hlaupi ná allt að 38 km/klst. Það er því ekki á færi nokkurs manns að koma sér undan slíkum hlaupum.

Í meginatriðum eru til tvenns konar gjóskuhlaup. Annars vegar eru hlaupin mjög rík af gjósku en rýr af gasi. Þessi hlaup ferðast eftir landinu eins og vatn og renna eftir lægðum niður eldfjallið. Hins vegar eru gjóskuhlaup sem eru rýr af gjósku en rík af gasi. Slík gjóskuhlaup hafa verið nefnd gusthlaup og þau eru ólík fyrri tegundinni á þann hátt að þau geta farið yfir holt og hæðir. Rennsli gusthlaupanna stjórnast því síður af landslagi.



Afsteypur fólks sem fórst í borginni Pompei þegar Vesúvíus gaus árið 79.

Í Pompei voru það gusthlaup sem lögðu borgina í rúst ásamt miklu gjóskufalli sem gróf hana í vikur. Gjóskuhlaup hafa verið miklir áhrifavaldar í fleiri eldgosum og hafa reyndar valdið einhverju mesta manntjóni sem þekkt er samfara eldgosum. Frægasta dæmið er frá árinu 1902 þegar eldfjallið Mt. Pelee á eyjunni Martiník gaus og lagði borgina St. Pierre í eyði. Allir íbúar borgarinnar, um 28.000 manns, létust í þessu gjóskuhlaupi. Hamfarirnar í Nevado del Ruiz í Kólumbíu árið 1985 má einnig rekja til gjóskuhlaups. Í því gosi fórust um 22.000 manns.

Myndir:...