Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2415 svör fundust
Getið þið sagt mér frá þróun úlfa?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hver var forfaðir timburúlfsins? Líklegast kom gráúlfurinn (Canis lupus) fram á sjónarsviðið í Asíu fyrir um milljón árum síðan. Hann er talinn hafa farið vestur yfir landbrúna sem lá yfir Beringssund og tengdi saman Asíu og Norður-Ameríku fyrir um 700 þúsund árum síðan. Það er...
Hver voru áhrif hvalveiða á íslenskt samfélag á 19. öld?
Hvalveiðar voru stundaðar frá Íslandi frá því á miðöldum, og á 17. öld sóttu útlendingar mikið til veiða hér, einkum Baskar frá Spáni og Frakkar. Eftir það dró smám saman úr þessum veiðum, og fram eftir 19. öld var sáralítið um hvalveiði, aðeins nýttir hvalir sem rak stundum á land. En á síðustu áratugum aldarinna...
Hvenær var Viktoríutímabilið og hvað gerðist þá?
Hugtakið Viktoríutímabil er notað um þann tíma í breskri sögu þegar Viktoría drottning réði ríkjum, frá 1837 til 1901. Viktoría eða Alexandra Viktoría fæddist þann 24. maí 1819, dóttir Játvarðar Ágústs hertoga af Kent og konu hans Viktoríu prinsessu af Saxe-Coburg-Saalfeld. Árið 1837, þegar Viktoría var 18 ára ...
Hvað búa margir unglingar á Íslandi?
Hjá Hagstofu Íslands má finna ýmislegt talnaefni, meðal annars aldursdreifingu þeirra sem búa á Íslandi. En áður en við getum svarað spurningunni verðum við að skilgreina hvaða ár teljast til unglingsára. Á Snöru má finna eftirfarandi skilgreiningu á orðinu unglingur: ungur maður á aldrinum frá um 13 til 17-18...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Reynir Gíslason rannsakað?
Sigurður Reynir Gíslason er vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans. Undanfarin ár hefur Sigurður, ásamt rannsóknahóp sínum, rannsakað efnaskipti vatns, bergs, lofttegunda og lífvera í náttúrunni og á tilraunastofum, með sérstaka áherslu á hringrás kolefnis á jörðinni, bindingu kolefnis í bergi og áhrif eld...
Hvað hefur vísindamaðurinn Jóna Freysdóttir rannsakað?
Jóna Freysdóttir er prófessor í ónæmisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands (HÍ) og sérfræðingur við Ónæmisfræðideild Landspítala. Rannsóknir Jónu hafa einkum snúist um bólgu og bólguhjöðnun. Bólga er mikilvægt svar líkamans við áreiti, svo sem sýkingum og ýmsum frumuskemmdum. Það er hins vegar ekki síður mikilvægt...
Eftir hvern er jólasálmurinn „Nóttin var sú ágæt ein“ og hvenær varð hann svona þekktur?
Jólasálmurinn „Nóttin var sú ágæt ein“ er eftir séra Einar Sigurðsson sem var prestur í Eydölum um og eftir aldamótin 1600. Einar fæddist að Hrauni í Aðalreykjadal í Þingeyjarsýslu 1539. Foreldrar hans voru séra Sigurður Þorsteinsson og Guðrún Finnbogadóttir. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum en var vart komin...
Fjölgar regnbogasilungur sér í náttúrunni?
Regnbogasilungur (Oncorhynchus mykiss) (laxfiskaættin Salmonidae) fjölgar sér úti í náttúrinni í náttúrulegum heimkynnum sínum á vesturströnd Norður-Ameríku, en hérlendis hrygnir hann ekki nema í eldi. Hann er af sömu ættkvísl og Kyrrahafslaxar. Til eru bæði staðbundnir stofnar í ám á vesturströnd Norð...
Hvað eru miklar líkur á því að Snæfellsjökull gjósi?
Svarið við þessari spurningu er einfalt ef miðað er við orðanna hljóðan: Það eru næstum 100% líkur á því að Snæfellsjökull gjósi. Megineldstöðin Snæfellsjökull ber öll merki þess að vera virk. Hún hefur gosið nokkrum sinnum á síðustu 10.000 árum og er ein af um það bil 30 virkum megineldstöðvum á Íslandi. ...
Hvað er stærsta kirkja í heimi stór og hvar er hún?
Lengi vel var kirkjan Ægisif (Hagia Sophia) í Istanbúl (Konstanínópel, Miklagarði) stærsta kirkja heims. Keisari Rómaveldis, Konstantínus, lét byggja hana árið 325 og í 916 ár var hún notuð sem kirkja en sem moska í 481 ár eftir það. Kirkjan var gerð að safni árið 1934. Á sínum tíma var Ægisif ein stærsta bygging ...
Hvað eru til mörg eldfjöll?
Það þarf að taka tillit til ýmissa þátta þegar telja á hversu mörg eldfjöll eru í heiminum. Til að mynda þarf að ákveða hvort aðeins er átt við eldfjöll sem gosið hafa á sögulegum tíma, öll eldfjöll sem talin eru virk (það er hafa gosið á nútíma - síðustu 10.000 ár) eða öll fjöll sem hafa gosið einhvern tímann í j...
Hvers vegna eru fílar í útrýmingarhættu?
Afríska gresjufílnum (Loxodonta Africana) hefur fækkað gríðarlega á undanförnum áratugum eins og sjá má í meðfylgjandi töflu. Breytingar á stofnstærð afríska gresjufílsins. ÁrHeildarstofnstærð >180060.000.000 193010.000.000 19791.300.000 1989600.000 2005500.000 Meginástæða hruns fílastofnsins er miki...
Er hugsanlegt að ný blendingstegund brúnbjarna og hvítabjarna verði til í framtíðinni?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hvað er pizzly? Gæti stofn af pizzly-björnum orðið til? Heitið „pizzly“ er viðurkennt alþýðuheiti yfir blending brúnbjarnar (Ursus arctos) og hvítabjarnar (Ursus maritimus). Formlegt vísindaheiti hefur ekki náð alþjóðlegri útbreiðslu. Það eru vísbendingar um að í kjölfar...
Hvað hefur vísindamaðurinn Anton Karl Ingason rannsakað?
Anton Karl Ingason hefur gegnt stöðu lektors í íslenskri málfræði og máltækni við Háskóla Íslands frá árinu 2017 og er hann jafnframt sá fyrsti sem gegnir slíkri stöðu við íslenskan háskóla. Rannsóknarsvið hans spannar yfir setningafræði, orðhlutafræði, félagsmálfræði og máltækni. Undanafarinn áratug hefur Anton u...
Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Gottfreðsdóttir rannsakað?
Helga Gottfreðsdóttir er prófessor í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs í ljósmóðurfræði við Kvenna- og barnasviðs á Landspítala. Helga er fyrsti prófessor í ljósmóðurfræði hér á landi. Í rannsóknum sínum hefur hún einkum fengist við efni sem tengjast meðgönguvernd. ...