Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er stærsta kirkja í heimi stór og hvar er hún?

Margrét Einarsdóttir

Lengi vel var kirkjan Ægisif (Hagia Sophia) í Istanbúl (Konstanínópel, Miklagarði) stærsta kirkja heims. Keisari Rómaveldis, Konstantínus, lét byggja hana árið 325 og í 916 ár var hún notuð sem kirkja en sem moska í 481 ár eftir það. Kirkjan var gerð að safni árið 1934. Á sínum tíma var Ægisif ein stærsta bygging heims, aðeins Kínamúrinn og píramítarnir í Egyptalandi voru stærri.

Ægisif var stærsta kirkja í heimi þar til Péturskirkjan í Vatíkaninu var reist. Hún er höfuðkirkja rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Péturskirkjan er 213,4 m að lengd og 138 m á hæð. Júlíus 2. páfi lét brjóta niður hina eldri Péturskirkju frá 4. öld árið 1506, og hóf byggingu hinnar nýju Péturskirkju. Var hún tilbúin árið 1615 í tíð Páls 5. páfa. Upphaflega teikningar voru gerðar af D. Bramante og voru af miðjukirkju, í laginu eins og grískur kross. Seinna komu ýmsir arkitektar að hönnuninni, meðal annara G. da Sangallo, sem breytti lögun kirkjunnar úr grískum krossi í latneskan, Fra Giocondo og Rafael. Michelangelo hannaði hvolfþakið og á mestan heiður af endanlegu útliti kirkjunnar. Í Péturskirkju eru meðal annars grafir og minnisvarðar páfa, bronsstytta af Pétri postula og höggmynd Michelangelos, Pietá. Undir Péturskirkju hefur fundist stórt grafhýsi frá 2.- 4. öld en þar er talin vera gröf Péturs postula.

Allt þar til nýlega var St. Péturskirkjan stærst allra kirkna, eða þar til Frúarkirkjan í Yamoussoukro á Fílabeinsströndinni var reist. Hún er nú talin vera hæsta og stærsta kirkja heims. Frúarkirkjan var byggð á árunum 1986 til 1989 og vígð 10. september 1990, en hornsteinn hennar var blessaður af Jóhanni Páli 2. páfa 10. ágúst 1985. St. Péturskirkjan er lausleg fyrirmynd að byggingarlagi Frúarkirkjunnar í Yamoussoukro, sem er eins og latneskur kross, með hvolfþaki og súlnagöngum. Hæð kirkjunnar nær 149 metrum þegar hjálmhvelfingin ofan á hvolfþakinu er talin með, hvolfþakið sjálft er 60 m hátt og 90 m að þvermáli. Flatarmál kirkjunnar er 70.000 m2, allt lagt marmara, og alls getur hún hýst 18.000 sálir.



Að byggja glæsilegustu og stærstu kirkju í heimi var hugarsmíð þáverandi forseta Fílabeinsstrandarinnar, Felix Houphouet-Boigny, sem lét byggja hana í heimabæ sínum, Yamoussoukro. Þá borg hafði hann gert að höfuðborg Fílabeinsstrandarinnar í stað Abidjan. Byggingarstarfið gekk ekki án gagnrýni því þrátt fyrir að efnahagur Fílabeinsstrandarinnar teljist í góðu ástandi á afrískan mælikvarða, þótti tilkostnaður alltof mikill miðað við það að aðeins um 1/5 þjóðarinnar, sem telur 15 milljón manns, er kristinn og kaþólikkar líklega um helmingurinn af þeim. Hægt væri að koma öllum kaþólikkum Fílabeinsstrandarinnar (og fleiri til) fyrir á torginu innan við súlnagöngin sem umkringja kirkjuna!

Heimildir og myndir:



Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundur

grunnskólanemi í Digranesskóla

Útgáfudagur

3.12.2002

Spyrjandi

Rúna Friðriksdóttir, f. 1990

Tilvísun

Margrét Einarsdóttir. „Hvað er stærsta kirkja í heimi stór og hvar er hún?“ Vísindavefurinn, 3. desember 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2931.

Margrét Einarsdóttir. (2002, 3. desember). Hvað er stærsta kirkja í heimi stór og hvar er hún? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2931

Margrét Einarsdóttir. „Hvað er stærsta kirkja í heimi stór og hvar er hún?“ Vísindavefurinn. 3. des. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2931>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er stærsta kirkja í heimi stór og hvar er hún?
Lengi vel var kirkjan Ægisif (Hagia Sophia) í Istanbúl (Konstanínópel, Miklagarði) stærsta kirkja heims. Keisari Rómaveldis, Konstantínus, lét byggja hana árið 325 og í 916 ár var hún notuð sem kirkja en sem moska í 481 ár eftir það. Kirkjan var gerð að safni árið 1934. Á sínum tíma var Ægisif ein stærsta bygging heims, aðeins Kínamúrinn og píramítarnir í Egyptalandi voru stærri.

Ægisif var stærsta kirkja í heimi þar til Péturskirkjan í Vatíkaninu var reist. Hún er höfuðkirkja rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Péturskirkjan er 213,4 m að lengd og 138 m á hæð. Júlíus 2. páfi lét brjóta niður hina eldri Péturskirkju frá 4. öld árið 1506, og hóf byggingu hinnar nýju Péturskirkju. Var hún tilbúin árið 1615 í tíð Páls 5. páfa. Upphaflega teikningar voru gerðar af D. Bramante og voru af miðjukirkju, í laginu eins og grískur kross. Seinna komu ýmsir arkitektar að hönnuninni, meðal annara G. da Sangallo, sem breytti lögun kirkjunnar úr grískum krossi í latneskan, Fra Giocondo og Rafael. Michelangelo hannaði hvolfþakið og á mestan heiður af endanlegu útliti kirkjunnar. Í Péturskirkju eru meðal annars grafir og minnisvarðar páfa, bronsstytta af Pétri postula og höggmynd Michelangelos, Pietá. Undir Péturskirkju hefur fundist stórt grafhýsi frá 2.- 4. öld en þar er talin vera gröf Péturs postula.

Allt þar til nýlega var St. Péturskirkjan stærst allra kirkna, eða þar til Frúarkirkjan í Yamoussoukro á Fílabeinsströndinni var reist. Hún er nú talin vera hæsta og stærsta kirkja heims. Frúarkirkjan var byggð á árunum 1986 til 1989 og vígð 10. september 1990, en hornsteinn hennar var blessaður af Jóhanni Páli 2. páfa 10. ágúst 1985. St. Péturskirkjan er lausleg fyrirmynd að byggingarlagi Frúarkirkjunnar í Yamoussoukro, sem er eins og latneskur kross, með hvolfþaki og súlnagöngum. Hæð kirkjunnar nær 149 metrum þegar hjálmhvelfingin ofan á hvolfþakinu er talin með, hvolfþakið sjálft er 60 m hátt og 90 m að þvermáli. Flatarmál kirkjunnar er 70.000 m2, allt lagt marmara, og alls getur hún hýst 18.000 sálir.



Að byggja glæsilegustu og stærstu kirkju í heimi var hugarsmíð þáverandi forseta Fílabeinsstrandarinnar, Felix Houphouet-Boigny, sem lét byggja hana í heimabæ sínum, Yamoussoukro. Þá borg hafði hann gert að höfuðborg Fílabeinsstrandarinnar í stað Abidjan. Byggingarstarfið gekk ekki án gagnrýni því þrátt fyrir að efnahagur Fílabeinsstrandarinnar teljist í góðu ástandi á afrískan mælikvarða, þótti tilkostnaður alltof mikill miðað við það að aðeins um 1/5 þjóðarinnar, sem telur 15 milljón manns, er kristinn og kaþólikkar líklega um helmingurinn af þeim. Hægt væri að koma öllum kaþólikkum Fílabeinsstrandarinnar (og fleiri til) fyrir á torginu innan við súlnagöngin sem umkringja kirkjuna!

Heimildir og myndir:



Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

...