Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Er einhver með heimsmet í að lesa?
Sett hafa verið nokkur heimsmet í lestri. Í bænum Tifton í Tift-sýslu í Bandaríkjunum voru til dæmis sett tvö met þann 15. nóvember árið 2000. Þar komu saman 7.500 manns og lásu fyrst í hljóði bók að eigin vali í eina mínútu. Seinna metið fólst í því að sami fjöldi las upphátt kafla úr bókinni Kötturinn með höttin...
Getur verið að orðið klósett sé komið af orðinu closed? Hér áður fyrr voru snerlar á hurðum með þessu orði.
Orðið klósett er talið tökuorð úr dönsku, kloset. Þangað er orðið komið úr ensku, sbr. water-closet í sömu merkingu. Að baki liggur fornfranskt orð clos með smækkunarendingu, þ.e. closet, sem aftur á rætur að rekja til latínu clausus 'lokaður'. Það er því rétt að klósett og enska closed eru skyld orð....
Hvernig læra börn tungumálið?
Hér er einnig svarað spurningunni Hvernig fer máltaka fram?Fólk gerir sér yfirleitt ekki grein fyrir hversu ótrúlegt afrek máltaka barna er. Mannlegt mál er mjög flókið kerfi tákna og reglna en samt ná ósjálfbjarga börn valdi á móðurmáli sínu á undraskömmum tíma. Flest börn eru orðin altalandi um 4-6 ára aldur og ...
Hvaða orð á að nota yfir kynfæri kvenna og er píka upprunalegasta orðið?
Spurningin frá Þebu hljóðaði svo:Nú eru uppi miklar pælingar um hvaða orð eigi að nota yfir kynfæri kvenna. Sumir segja að það eigi að nota orðið píka því það sé það „upprunalegra“ en aðrir benda á önnur orð, til dæmis budda, pjalla, pjása, klobbi, klof og fleira, og segja að þau eigi jafnmikinn rétt á sér. Þá...
Hvað hefði gerst ef öndvegissúlurnar hefðu skolast til Grænlands?
Fyrst og fremst hefðu þrælar Ingólfs alls ekki fundið súlurnar á gönguferð sinni meðfram strönd Íslands til vesturs frá Ingólfshöfða. Þeir hefðu nefnilega hvorki getað látið sér detta í hug að sigla áfram vestur á bóginn til Grænlands né heldur hefðu þeir ráðið við það í beinu framhaldi af erfiðri ferð til Íslands...
Hvar hafa konur verið forsetar í heiminum?
Konur hafa gegnt embætti forseta í 48 löndum í öllum heimsálfum. Of langt mál er að telja þessi lönd öll upp en áhugasömum er bent á eftirfarandi heimild: List of elected and appointed female heads of state and government. Upplýsingar þar virðast vera mjög reglulega uppfærðar. Þegar Vigdís Finnbogadóttir var kj...
Hvers vegna tölum við?
Í grundvallaratriðum tölum við til þess að eiga samskipti við annað fólk. Tungumálið er leið okkar til þess að hafa tjáskipti við aðra, koma hugsunum okkar og skilaboðum á framfæri og eitt af því sem skilur okkur frá öðrum skepnum hér á jörðinni. Hæfileikinn til að tjá sig á þennan hátt er því afar mikilvægur og s...
Ég missti mæli með kvikasilfri í gólfið og hann brotnaði, hvað á ég að gera?
Kvikasilfur er baneitrað og þess vegna forðast menn að nota það nema nauðsyn beri til. Kvikasilfursgufur eru hættulegar og ef menn brjóta mæli með kvikasilfri er mikilvægt að hreinsa allt kvikasilfrið upp sem fyrst. Við hreinsunina er ráðlegt að hafa góða loftræstingu, opna til dæmis glugga og dyr. Börn ættu ekki ...
Hvað eru til mörg og hvað er hægt að setja saman mörg orð sem innihalda þríhljóða í íslensku?
Yfirleitt er ekki talað um þríhljóða í íslensku. Í Hljóðfræði Árna Böðvarssonar (Reykjavík 1979:86) er þó þessi klausa: „Til eru einnig þríhljóð, en þau eru fágæt í íslenskum framburði, þótt þau séu talin koma fyrir í samböndum eins og bági, rógi.” Með þríhljóðum er átt við sérhljóða þar sem merkjanleg breytin...
Hvað þarf ég að læra til þess að verða eldfjallafræðingur?
Eins og margar vísindagreinar er eldfjallafræðin saman sett úr mörgum fögum raunvísinda sem eiga það sameiginlegt að fást við eldfjöll. Sérfræðingar sem fást við eldfjöll eru til dæmis sérhæfðir á sviði bergfræði storkubergs, setlagafræði gosösku, afmyndunar jarðskorpunnar, vökvafræði og varmafræði, jarðskjálftafr...
Finnst fuglinn stari á Kanaríeyjum?
Upprunalega var spurningin svona:Af hverju er ekki stari á Kanaríeyjum? Fuglalíf á Kanaríeyjum er nokkuð fjölskrúðugt. Alls hafa fundist þar rétt innan við 400 tegundir, þar af sex einlendar tegundir, það er að segja finnast ekki annars staðar. Starinn (Sturnus vulgaris) á sér líklega rúmlega 40 ára sögu ...
Hvað voru Ný félagsrit?
Tímaritið Ný félagsrit hóf göngu sína í Kaupmannahöfn árið 1841 og var gefið út af „nokkrum Íslendingum“. Í fyrstu forstöðunefnd félagsritanna voru Bjarni Sívertsen (1817-1844), Jón Hjaltalín (1807-1882), Jón Sigurðsson (1811-1879), Oddgeirr Stephensen (1812-1885) og Ólafur Pálsson (1814-1876), en í rauninni bar J...
Er atómljóð og prósaljóð sama fyrirbærið eða er einhver munur þar á?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver, ef einhver, er helsti munurinn á atómljóðum annars vegar og prósaljóðum hins vegar? Í stuttu máli er helsti munurinn sá að prósaljóð er alþjóðlegt hugtak en atómljóð séríslenskt. Hugtakið prósaljóð er alþjóðlegt hugtak um skáldlegan texta sem ekki er á bundnu ...
Hvaða aðferðum beitum við til málverndar?
Í orðinu málvernd felst hérlendis sú hugsun að efla íslenska tungu og stuðla að varðveislu hennar bæði í rituðu og töluðu máli. Það er gert á ýmsan hátt en þetta mætti nefna sem dæmi:Íslensk málnefnd er lögum samkvæmt málverndar- og málræktarstofnun. Hlutverk hennar er að vera stjórnvöldum til ráðuneytis um íslens...
Er þetta spurning?
Einfalt svar gæti verið: Ef þetta er spurning, þá er þetta svar. Flóknara svar: Það fer að sjálfsögðu eftir því, til hvers ábendingarfornafnið "þetta" vísar. En þar sem ekki er gefið í skyn hér að það vísi til neins annars en orðanna "er þetta spurning?", skulum við gera ráð fyrir að svo sé. Nú geta "orð" ve...