En það er eitt að hafa hæfileika til þess að tjá sig með talmáli og annað hvernig við förum með þann hæfileika. Á meðan flestir nota talmálið á skynsaman hátt eru alltaf einstaklingar sem virðast algjörlega óstöðvandi þegar kemur að tali, bunan stendur út úr þeim daginn út og daginn inn og oft er það ekki ýkja merkilegt sem sagt er. Svo eru aðrir sem viðast tala algjörlega án þess að hugsa um hvað þeir eru að segja eða hvaða afleiðingar orð þeirra geta haft. Svo er enn aðrir sem nota talmálið mjög sparlega, varla hægt að draga upp úr þeim orð, hvað þá heila setningu. En í þessu, eins og svo mörgu öðru, er hinn gullni meðalvegur sjálfsagt bestur. Á Vísindavefnum eru fleiri svör sem lesendur ættu að kynna sér um orð, tungumál og tal, til dæmis:
- Hvernig urðu orð til? eftir Guðrúnu Kvaran
- Hvernig verður tungumál til? eftir Diane Nelson
- Hvers vegna er ekki bara eitt tungumál í heiminum? eftir Guðrúnu Kvaran
- Fengju apar mannréttindi ef hægt væri að kenna þeim að tala? eftir Ólaf Pál Jónsson