Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna tölum við?

EDS

Í grundvallaratriðum tölum við til þess að eiga samskipti við annað fólk. Tungumálið er leið okkar til þess að hafa tjáskipti við aðra, koma hugsunum okkar og skilaboðum á framfæri og eitt af því sem skilur okkur frá öðrum skepnum hér á jörðinni. Hæfileikinn til að tjá sig á þennan hátt er því afar mikilvægur og sést til dæmis vel á því að ef einstaklingur á erfitt með að tala, til dæmis vegna fötlunar, er mikið lagt upp úr því að finna aðra leið fyrir viðkomandi til þess að geta átt samskipti við annað fólk.

Ekki er vitað um neitt samfélag manna þar sem talmál er ekkert notað. Reyndar eru til trúarreglur, til dæmis klausturreglur, þar sem tali er haldið í algjöru lágmarki en slíkt er undantekning. Það er því hægt að komast af án þess að tala, alla vega tala mikið, en slík samfélög hljóta óneitanlega að vera einfaldari en gengur og gerist.



En það er eitt að hafa hæfileika til þess að tjá sig með talmáli og annað hvernig við förum með þann hæfileika. Á meðan flestir nota talmálið á skynsaman hátt eru alltaf einstaklingar sem virðast algjörlega óstöðvandi þegar kemur að tali, bunan stendur út úr þeim daginn út og daginn inn og oft er það ekki ýkja merkilegt sem sagt er. Svo eru aðrir sem viðast tala algjörlega án þess að hugsa um hvað þeir eru að segja eða hvaða afleiðingar orð þeirra geta haft. Svo er enn aðrir sem nota talmálið mjög sparlega, varla hægt að draga upp úr þeim orð, hvað þá heila setningu. En í þessu, eins og svo mörgu öðru, er hinn gullni meðalvegur sjálfsagt bestur.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör sem lesendur ættu að kynna sér um orð, tungumál og tal, til dæmis:

Mynd: me2u marketing

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

10.5.2006

Spyrjandi

Júlía Óttarsdóttir, f. 1991

Tilvísun

EDS. „Hvers vegna tölum við?“ Vísindavefurinn, 10. maí 2006, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5900.

EDS. (2006, 10. maí). Hvers vegna tölum við? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5900

EDS. „Hvers vegna tölum við?“ Vísindavefurinn. 10. maí. 2006. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5900>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna tölum við?
Í grundvallaratriðum tölum við til þess að eiga samskipti við annað fólk. Tungumálið er leið okkar til þess að hafa tjáskipti við aðra, koma hugsunum okkar og skilaboðum á framfæri og eitt af því sem skilur okkur frá öðrum skepnum hér á jörðinni. Hæfileikinn til að tjá sig á þennan hátt er því afar mikilvægur og sést til dæmis vel á því að ef einstaklingur á erfitt með að tala, til dæmis vegna fötlunar, er mikið lagt upp úr því að finna aðra leið fyrir viðkomandi til þess að geta átt samskipti við annað fólk.

Ekki er vitað um neitt samfélag manna þar sem talmál er ekkert notað. Reyndar eru til trúarreglur, til dæmis klausturreglur, þar sem tali er haldið í algjöru lágmarki en slíkt er undantekning. Það er því hægt að komast af án þess að tala, alla vega tala mikið, en slík samfélög hljóta óneitanlega að vera einfaldari en gengur og gerist.



En það er eitt að hafa hæfileika til þess að tjá sig með talmáli og annað hvernig við förum með þann hæfileika. Á meðan flestir nota talmálið á skynsaman hátt eru alltaf einstaklingar sem virðast algjörlega óstöðvandi þegar kemur að tali, bunan stendur út úr þeim daginn út og daginn inn og oft er það ekki ýkja merkilegt sem sagt er. Svo eru aðrir sem viðast tala algjörlega án þess að hugsa um hvað þeir eru að segja eða hvaða afleiðingar orð þeirra geta haft. Svo er enn aðrir sem nota talmálið mjög sparlega, varla hægt að draga upp úr þeim orð, hvað þá heila setningu. En í þessu, eins og svo mörgu öðru, er hinn gullni meðalvegur sjálfsagt bestur.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör sem lesendur ættu að kynna sér um orð, tungumál og tal, til dæmis:

Mynd: me2u marketing...