taka sér búsetu á Íslandi.
Austurströnd Grænlands næst Íslandi er afar eyðileg og lítt byggileg, undirlendi lítið og jökullinn gengur nánast í sjó fram. Ef öndvegissúlurnar hefðu þrátt fyrir allt endað þar og einhver fundið þær, þá hefði það ekki verið góð vísbending um heppilega búsetu! Byggðirnar tvær, Eystribygð og Vestribyggð, þar sem norrænir menn settust að rúmum 100 árum síðar, eru báðar á vesturströnd Grænlands, það er að segja á þeirri hlið þess sem snýr frá Íslandi. Ingólfur hefur ekki látið kasta öndvegissúlunum fyrir borð fyrr en skipin voru farin að nálgast landið talsvert. Straumar við Ísland eru þannig að engar líkur eru á því að súlurnar hefðu endað á Grænlandi. Ef við sleppum svona súlum fyrir vestan landið er líklegast að hafstraumarnir beri þær til suðurs og þær endi til dæmis einhvers staðar á meginlandi Norður-Ameríku. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvað hét byggð Eiríks rauða á Grænlandi og hvaða heimildir eru til um hana og endalok hennar? eftir Sverri Jakobsson
- Hvenær og hvers vegna lagðist byggð norrænna manna á Grænlandi niður? eftir Sverri Jakobsson
- Wikipedia.is. Sótt 12.8.2010.