Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða aðferðum beitum við til málverndar?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Í orðinu málvernd felst hérlendis sú hugsun að efla íslenska tungu og stuðla að varðveislu hennar bæði í rituðu og töluðu máli. Það er gert á ýmsan hátt en þetta mætti nefna sem dæmi:
  1. Íslensk málnefnd er lögum samkvæmt málverndar- og málræktarstofnun. Hlutverk hennar er að vera stjórnvöldum til ráðuneytis um íslenskt mál. Hún á einnig að leitast við að hafa góða samvinnu við þá sem mikil áhrif hafa á málfar almennings, svo sem fjölmiðla og skóla. Málnefndin vinnur að skipulagðri nýyrðastarfsemi í landinu. Hún hefur samvinnu við orðanefndir, sem félög eða stofnanir hafa komið á fót, og er þeim til aðstoðar. Um málnefndina má lesa á heimasíðu Íslenskrar málstöðvar
  2. Nýyrðasmíð er afar mikilvægur þáttur málverndar. Hún felst í því að annars vegar er leitast við að búa til ný íslensk orð yfir erlend hugtök, en hins vegar að laga erlend orð að íslensku málkerfi. Nýyrði er víðara hugtak en íðorð og nær yfir ný orð sem búin eru til yfir hluti eða hugtök sem ekki höfðu íslenskt heiti áður. Íðorðin eru yfirleitt sérfræðiorð í einhverri fræðigrein eða á öðrum sérhæfðum sviðum.
  3. Fræðsla og leiðbeiningar eru hluti málverndar. Í grunn- og framhaldsskólum er mikil rækt lögð við rétta beitingu málsins. Handbækur ýmiss konar, svo sem orðabækur, stafsetningarorðabók, samheitabók, orðtakabækur og nafnabækur, hjálpa til við að nota málið rétt og nefna má að Orðabók Háskólans og Íslensk málstöð svara fyrirspurnum almennings um málnotkun.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

17.4.2001

Spyrjandi

Martha Hermannsdóttir, f. 1983

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða aðferðum beitum við til málverndar?“ Vísindavefurinn, 17. apríl 2001, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1509.

Guðrún Kvaran. (2001, 17. apríl). Hvaða aðferðum beitum við til málverndar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1509

Guðrún Kvaran. „Hvaða aðferðum beitum við til málverndar?“ Vísindavefurinn. 17. apr. 2001. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1509>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða aðferðum beitum við til málverndar?
Í orðinu málvernd felst hérlendis sú hugsun að efla íslenska tungu og stuðla að varðveislu hennar bæði í rituðu og töluðu máli. Það er gert á ýmsan hátt en þetta mætti nefna sem dæmi:

  1. Íslensk málnefnd er lögum samkvæmt málverndar- og málræktarstofnun. Hlutverk hennar er að vera stjórnvöldum til ráðuneytis um íslenskt mál. Hún á einnig að leitast við að hafa góða samvinnu við þá sem mikil áhrif hafa á málfar almennings, svo sem fjölmiðla og skóla. Málnefndin vinnur að skipulagðri nýyrðastarfsemi í landinu. Hún hefur samvinnu við orðanefndir, sem félög eða stofnanir hafa komið á fót, og er þeim til aðstoðar. Um málnefndina má lesa á heimasíðu Íslenskrar málstöðvar
  2. Nýyrðasmíð er afar mikilvægur þáttur málverndar. Hún felst í því að annars vegar er leitast við að búa til ný íslensk orð yfir erlend hugtök, en hins vegar að laga erlend orð að íslensku málkerfi. Nýyrði er víðara hugtak en íðorð og nær yfir ný orð sem búin eru til yfir hluti eða hugtök sem ekki höfðu íslenskt heiti áður. Íðorðin eru yfirleitt sérfræðiorð í einhverri fræðigrein eða á öðrum sérhæfðum sviðum.
  3. Fræðsla og leiðbeiningar eru hluti málverndar. Í grunn- og framhaldsskólum er mikil rækt lögð við rétta beitingu málsins. Handbækur ýmiss konar, svo sem orðabækur, stafsetningarorðabók, samheitabók, orðtakabækur og nafnabækur, hjálpa til við að nota málið rétt og nefna má að Orðabók Háskólans og Íslensk málstöð svara fyrirspurnum almennings um málnotkun.

...