Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig búum við til ný orð?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Hér er jafnframt svarað spurningum sama efnis frá Elsu Hlín Einarsdóttur og Önnu K. Jónasdóttur.

Ný orð eru sífellt að bætast í málið. Mestur hluti þeirra er af innlendum rótum runninn, en sum eru tökuorð, fengin að láni úr öðrum málum og löguð að íslensku málkerfi. Sum orðanna eru búin til meðvitað og í ákveðnum tilgangi, önnur verða til meira eða minna hugsunarlaust þegar málnotandi þarf að grípa til lýsingar og býr til orð á staðnum. Fyrri aðferðin hefur verið kölluð lærð orðmyndun en síðari aðferðin virk orðmyndun.

Lærðri orðmyndun er einkum beitt við nýyrðasmíð og gerð íðorða þar sem annars vegar er leitast við að búa til ný íslensk orð yfir erlend hugtök, en hins vegar að laga erlend orð að íslensku málkerfi. Nýyrði er víðara hugtak en íðorð og nær yfir ný orð sem búin eru til yfir hluti eða hugtök sem ekki höfðu íslenskt heiti áður. Íðorðin eru yfirleitt sérfræðiorð í einhverri fræðigrein eða á einhverju sérsviði í mannlegri starfsemi, svo sem í iðngreinum eða listum.

Ýmsar leiðir eru nýttar við nýyrðasmíð, bæði í skipulagðri íðorðasmíð í einhverri fræðigrein og við að búa meðvitað til einstök orð. Til helstu aðferða teljast:
  1. samsetning
  2. afleiðsla
  3. nýmerking
  4. tökuþýðing
  5. aðlögun

Með samsetningu er átt við að settir eru saman tveir eða fleiri stofnar og búið til samsett orð. Þannig voru til dæmis mynduð orðin sjónvarp, myndband, handsími, breiðband, geislaspilari, stýrikerfi, gagnagrunnur og tölvupóstur.

Fjölmörg orð eru mynduð með afleiðslu. Við nýyrðasmíð er oft gripið til viðskeyta, sem eru gömul í málinu og ekki lengur virk í orðmyndun hins almenna málnotanda, þar sem þau hafa glatað hlutverki sínu að hluta eða að öllu leyti. Viðskeyti af þessu tagi er til dæmis -ald sem kemur fyrir í almennum orðaforða til dæmis í kafald, rekald, gímald og kerald. Fæstum, sem þekkja þessi orð og hafa lært þau í ákveðinni merkingu, er meðvitað hvaða hlutverk -ald hefur og þeir nota viðskeytið ekki við myndun nýrra orða. -ald myndaði upprunalega verknaðar- og verkfærisorð af sögnum en síðar einnig af nafnorðum. Þannig var rekald myndað af sögninni að reka, kerald af nafnorðinu ker og hrúgald af nafnorðinu hrúga. Við nýyrðasmíð hefur það verið endurvakið til dæmis í orðunum mótald og pakkald sem bæði eru nýyrði á tölvusviði.

Með nýmerkingu er átt við að orð, sem þegar er til í málinu en er ekki lengur notað, fær nýja merkingu. Þekktasta dæmið um slíkt er orðið sími sem fyrst var notað í nútíma merkingu í lok 19. aldar. Það var til í fornu máli í hvorugkyni í merkingunni 'þráður' en karlkynsmyndin sími kemur einnig fyrir í orðinu varrsími sem merkir 'kjölrák'. Önnur dæmi, sem nefna mætti, eru skjár, sem í eldra máli var notað í merkingunni 'gegnsæ himna í glugga, notuð í stað rúðu' en hefur nú fengið merkinguna 'myndflötur' í sambandi við sjónvörp og tölvur, og sögnin að skruna í merkingunni 'hreyfa myndeiningar í tölvuglugga'. Hún var áður notuð um að 'renna sér'. Sú leið hefur einnig verið farin að gefa orðum, sem virk eru í málinu, viðbótarmerkingu. Þar mætti nefna fleirtölumyndina gögn í merkingunni 'heimildir, skjöl', til dæmis tölvugögn, gagnabanki, gagnagrunnur.

Með tökuþýðingu er átt við að búið sé til orð hliðstætt að gerð og merkingu og erlent orð. Fjölmörg dæmi eru um slíkt, til dæmis loftpúði í bíl (airbag), flugpóstur (airmail), heilaþvo (brainwash) og heilaþvottur (brainwashing), bakhönd (backhand) (t.d. í tennis), fegurðarblundur (beauty-sleep).

Með aðlögun orða er átt við að erlent orð sé lagað að íslensku málkerfi en ber þó keim af uppruna sínum. Sem dæmi mætti nefna skáti (scout), gír (gear) og skrifta (script-girl).

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

17.4.2001

Spyrjandi

Jónína H. Gunnlaugsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig búum við til ný orð?“ Vísindavefurinn, 17. apríl 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1508.

Guðrún Kvaran. (2001, 17. apríl). Hvernig búum við til ný orð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1508

Guðrún Kvaran. „Hvernig búum við til ný orð?“ Vísindavefurinn. 17. apr. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1508>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig búum við til ný orð?

Hér er jafnframt svarað spurningum sama efnis frá Elsu Hlín Einarsdóttur og Önnu K. Jónasdóttur.

Ný orð eru sífellt að bætast í málið. Mestur hluti þeirra er af innlendum rótum runninn, en sum eru tökuorð, fengin að láni úr öðrum málum og löguð að íslensku málkerfi. Sum orðanna eru búin til meðvitað og í ákveðnum tilgangi, önnur verða til meira eða minna hugsunarlaust þegar málnotandi þarf að grípa til lýsingar og býr til orð á staðnum. Fyrri aðferðin hefur verið kölluð lærð orðmyndun en síðari aðferðin virk orðmyndun.

Lærðri orðmyndun er einkum beitt við nýyrðasmíð og gerð íðorða þar sem annars vegar er leitast við að búa til ný íslensk orð yfir erlend hugtök, en hins vegar að laga erlend orð að íslensku málkerfi. Nýyrði er víðara hugtak en íðorð og nær yfir ný orð sem búin eru til yfir hluti eða hugtök sem ekki höfðu íslenskt heiti áður. Íðorðin eru yfirleitt sérfræðiorð í einhverri fræðigrein eða á einhverju sérsviði í mannlegri starfsemi, svo sem í iðngreinum eða listum.

Ýmsar leiðir eru nýttar við nýyrðasmíð, bæði í skipulagðri íðorðasmíð í einhverri fræðigrein og við að búa meðvitað til einstök orð. Til helstu aðferða teljast:
  1. samsetning
  2. afleiðsla
  3. nýmerking
  4. tökuþýðing
  5. aðlögun

Með samsetningu er átt við að settir eru saman tveir eða fleiri stofnar og búið til samsett orð. Þannig voru til dæmis mynduð orðin sjónvarp, myndband, handsími, breiðband, geislaspilari, stýrikerfi, gagnagrunnur og tölvupóstur.

Fjölmörg orð eru mynduð með afleiðslu. Við nýyrðasmíð er oft gripið til viðskeyta, sem eru gömul í málinu og ekki lengur virk í orðmyndun hins almenna málnotanda, þar sem þau hafa glatað hlutverki sínu að hluta eða að öllu leyti. Viðskeyti af þessu tagi er til dæmis -ald sem kemur fyrir í almennum orðaforða til dæmis í kafald, rekald, gímald og kerald. Fæstum, sem þekkja þessi orð og hafa lært þau í ákveðinni merkingu, er meðvitað hvaða hlutverk -ald hefur og þeir nota viðskeytið ekki við myndun nýrra orða. -ald myndaði upprunalega verknaðar- og verkfærisorð af sögnum en síðar einnig af nafnorðum. Þannig var rekald myndað af sögninni að reka, kerald af nafnorðinu ker og hrúgald af nafnorðinu hrúga. Við nýyrðasmíð hefur það verið endurvakið til dæmis í orðunum mótald og pakkald sem bæði eru nýyrði á tölvusviði.

Með nýmerkingu er átt við að orð, sem þegar er til í málinu en er ekki lengur notað, fær nýja merkingu. Þekktasta dæmið um slíkt er orðið sími sem fyrst var notað í nútíma merkingu í lok 19. aldar. Það var til í fornu máli í hvorugkyni í merkingunni 'þráður' en karlkynsmyndin sími kemur einnig fyrir í orðinu varrsími sem merkir 'kjölrák'. Önnur dæmi, sem nefna mætti, eru skjár, sem í eldra máli var notað í merkingunni 'gegnsæ himna í glugga, notuð í stað rúðu' en hefur nú fengið merkinguna 'myndflötur' í sambandi við sjónvörp og tölvur, og sögnin að skruna í merkingunni 'hreyfa myndeiningar í tölvuglugga'. Hún var áður notuð um að 'renna sér'. Sú leið hefur einnig verið farin að gefa orðum, sem virk eru í málinu, viðbótarmerkingu. Þar mætti nefna fleirtölumyndina gögn í merkingunni 'heimildir, skjöl', til dæmis tölvugögn, gagnabanki, gagnagrunnur.

Með tökuþýðingu er átt við að búið sé til orð hliðstætt að gerð og merkingu og erlent orð. Fjölmörg dæmi eru um slíkt, til dæmis loftpúði í bíl (airbag), flugpóstur (airmail), heilaþvo (brainwash) og heilaþvottur (brainwashing), bakhönd (backhand) (t.d. í tennis), fegurðarblundur (beauty-sleep).

Með aðlögun orða er átt við að erlent orð sé lagað að íslensku málkerfi en ber þó keim af uppruna sínum. Sem dæmi mætti nefna skáti (scout), gír (gear) og skrifta (script-girl).

...