Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 695 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig kom það til að fyrsta Keflavíkurgangan var haldin?

Í október 1957 var samþykkt tillaga hjá Rithöfundafélagi Íslands þess efnis að félagið beitti sér fyrir almennum borgarafundi í Reykjavík til að herða á kröfunni um brottför Bandaríkjahers frá Íslandi. Fundurinn var haldinn í Gamla bíói 8. desember. Þessu var fylgt eftir með stofnun samtakanna „Friðlýst land“ 20. ...

category-iconSálfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Heiða María Sigurðardóttir rannsakað?

Við þurfum augu til þess að sjá. Þetta virðist augljóst(!) en er þó í raun aðeins fyrsta skrefið í ótrúlega flóknu ferli. Á augum okkar dynja ótalmörg áreiti á hverju sekúndubroti. Ítarleg úrvinnsla á þeim öllum er ómöguleg enda tímafrek, orkufrek og krefst gífurlegrar reiknigetu. Við verðum því að velja og hafna ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju er stál sem hefur litla varmaleiðni notað í potta og pönnur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Af hverju leiðir stál hita hægar heldur en t.d. ál og brass? En er samt talið betri hitaleiðari? Varmaorka er til staðar í málmum á formi sveifluhátta þeirra efna sem málmarnir eru gerðir úr. Sem dæmi má nefna titring atóma, rafeinda og kristals og einnig hljóðbylgjur. ...

category-iconHagfræði

Voru Íslendingar rík þjóð árið 1918?

Íslendingar voru fátæk þjóð þegar heimsstyrjöldin fyrri hófst og enn fátækari þegar henni lauk. Hagur þeirra hafði reyndar farið batnandi allt frá lokum 19. aldar en samt voru þeir meðal fátækustu þjóða Vestur-Evrópu. Það var ekki fyrr en í heimsstyrjöldinni síðari að Ísland komst í hóp ríkustu landa heims. Sa...

category-iconLífvísindi: almennt

Er óhætt að borða blómið jólastjörnu og hvað getur þú sagt mér um það?

Jólastjarnan (Euphorbia pulcherrima) er planta sem vex villt í skóglendi Mexíkó og víðar í Mið-Ameríku, auk annarra staða. Hér er hún hins vegar ræktuð í gróðurhúsum í um 5 mánuði áður en hún fer að sjást í verslunum seint á haustin. Plönturnar eru ræktaðar af litlum græðlingum sem settir eru í potta í byrjun júlí...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er ég fáfróður að þekkja ekki muninn á slöngum og snákum eða eru þetta sömu fyrirbærin?

Öll spurningin hljóðaði svona: Ég var að koma úr heimsókn þar sem upp kom umræðan um muninn á snákum og slöngum... Mér leið eins og fávita þegar ég hélt að þetta væri sami flokkur dýra og munurinn enginn, einungis orðið "slanga" óformlegara heiti á því sem er réttnefnt "snákur". Er ég fáfróður að þekkja ekki m...

category-iconTölvunarfræði

Hvað er bandvídd og hvernig hefur hún aukist á Íslandi undanfarin ár?

Hugtakið bandvídd (e. bandwidth) segir til um hversu miklar upplýsingar er hægt að flytja á tímaeiningu. Hugtakið bandbreidd er einnig notað um það sama. Frá Íslandi liggja sæstrengir sem sjá um að miðla rafrænum upplýsingum til og frá landinu. Fyrirtækið Farice, sem er í eigu ríkisins, á og sér um rekstur tveg...

category-iconJarðvísindi

Verður næsta eldgos í Grímsvötnum stærra en eldgosið 2011?

Ekki er hægt að segja með neinni vissu hversu stórt næsta eldgos í eldstöðvakerfinu Grímsvötnum verður. Gossagan getur þó gefið ýmsar vísbendingar og staðsetning gosanna hefur sitt að segja um stærðina. Mestu máli skiptir hvar í eldstöðvakerfinu gosin verða: í megineldstöðinni innan Grímsvatnaöskjunnar eða utan he...

category-iconTölvunarfræði

Hefur vindur áhrif á þráðlaust net?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Ef ég er að stelast inn á nettengingu nágrannans, geta þá hlutir eins og vindátt verið áhrifavaldar í því hversu sterka tengingu ég fæ hverju sinni? Það er mikill dagamunur á þessu! Þráðlaust net er rafsegulbylgja á útvarpsbylgjutíðni (2,4 GHz eða 5 GHs) sem kemur f...

category-iconTölvunarfræði

Hvað er vélrænt nám og mun það leysa lækna af hólmi í framtíðinni?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er vélrænt nám (e. machine learning) og er það rétt hjá syni mínum að það muni leysa lækna af hólmi? Á öðrum áratugi þessarar aldar var þróuð aðferðafræði, svokallað djúptauganet (e. deep neural network) sem hentar vel til sjálfvirkrar greiningar og flokkunar á fl...

category-iconLandafræði

Hvar er landið Katar?

Katar (e. Qatar) er ríki á Katarskaga við suðvestanverðan Persaflóa en skagi þessi gengur norður úr austurströnd Arabíuskaga. Katarskagi er um 160 km að lengd frá norðri til suðurs og um 80 km að breidd frá austri til vesturs. Flatarmál Katar eru tæplega 11.500 ferkílómetrar eða um 1/9 af flatarmáli Íslands. Kat...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um bavíana og félagskerfi þeirra?

Einnig er svarað spurningunum: Hvað vitið þið um fjallabavíana (e. chacma baboon)? Getið þið sýnt mér myndir af bavíönum? Til eru fimm tegundir bavíana. Fjórar tilheyra ættkvíslinni Papio: Gulbavíani (Papio cynocephalus), fjallabavíani (Papio ursinus), ólífubavíani (Papio anubis) og hamadrýasbavíani (Papio hama...

category-iconÍþróttafræði

Geta vísindin sagt okkur hver sé besta leiðin til að byrja að hreyfa sig og viðhalda hreyfingu?

Spurningin í heild hljóðaði svona: Hver er besta leiðin til að byrja hreyfa sig og viðhalda hreyfingu? Núna dynja á okkur ýmiss konar gylliboð um einkaþjálfun og ótrúlegan árangur hjá millistjórnendum sem byrjuðu á einhverju hreyfingar- og/eða mataræðiprógrammi. En hvað segja vísindin, er einhver leið betri enn ö...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er átt við með sveigðu tímarúmi og hvernig tengist það aðdráttarafli?

Hið sveigða tímarúm Einsteins er tímarúmið sem við og ljósgeislar og allt efni ferðast um. Í almennu afstæðiskenningunni er ekkert þyngdarsvið. Þess í stað er tímarúmið sveigt. Það merkir til dæmis að hornasumman í þríhyrningi er ekki endilega 180° nákvæmlega, og ljósgeislar fara ekki alltaf eftir beinum línum. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hugsanlegt að nota HIV-veiruna sem genaferju til að breyta erfðaefni sjúklinga með arfgenga sjúkdóma?

Rannsóknir hafa verið í gangi og tilraunir gerðar með að nota veirur, þar á meðal HIV-veiruna, sem 'genaferjur' -- það er láta þær smita gallaðar frumur með erfðaefni sem bætir þær. Vænta má verulegs læknisfræðilegs árangurs af þessum rannsóknum fyrr eða síðar, en langt er í land að aðferðum sem þessum verði almen...

Fleiri niðurstöður