Hver er besta leiðin til að byrja hreyfa sig og viðhalda hreyfingu? Núna dynja á okkur ýmiss konar gylliboð um einkaþjálfun og ótrúlegan árangur hjá millistjórnendum sem byrjuðu á einhverju hreyfingar- og/eða mataræðiprógrammi. En hvað segja vísindin, er einhver leið betri enn önnur. Á maður að safna áheitum, setja sér stórtæk markmið, hreyfa sig til styrktar einhverju, hreyfa sig nálægt heimili, taka lítil skref, taka þátt í raunveruleikasjónvarpsþætti o.s.frv. Virðist einhver leið vera skilvirkari en önnur eða er þetta eins og dómur Dúdú fuglsins, allar leiðir geta skilað árangri.Hegðunarbreytingar eins og að byrja að hreyfa sig og viðhalda reglulegri líkamlegri hreyfingu hafa verið rannsakaðar í áraraðir. Niðurstöður flestra rannsókna sýna að efnið þurfi almennt að rannsaka betur, fylgja lengur eftir og að mismunandi aðferðir henti mismunandi einstaklingum og/eða hópum.[1] Í mörgum kenningum sem snúa að hegðunarbreytingum tengdum lífstíl og heilsu má finna samnefnara meðal áhersluþátta, sem eru skilningur einstaklingsins á mikilvægi þess að breyta hegðun (ég skil að hreyfing eflir heilsu), trú á eigin getu til þess, vilji til breytinga, ásetningur/markmið og sjálfstjórn. [2]

Rannsóknir hafa sýnt að almenningur er almennt vel upplýstur um ávinning hreyfingar.

Niðurstöður rannsókna benda til að þjálfun í hópi, undir handleiðslu eða með félaga sé góður hvati til þess að innleiða reglulega hreyfingu.
- ^ Forberger, S., o.fl., Nudging to move: a scoping review of the use of choice architecture interventions to promote physical activity in the general population. Int J Behav Nutr Phys Act, 2019. 16(1): 77.
- ^ Barley, E. and V. Lawson, Using health psychology to help patients: theories of behaviour change. Br J Nurs, 2016. 25(16): 924-7.
- ^ World Health Organization. WHO guidelines on physical activity and sedentary behaviour. Geneva, 2020.
- ^ Iso-Ahola, S.E., Exercise: Why It is a Challenge for Both the Nonconscious and Conscious Mind. Review of General Psychology, 2013. 17(1): 93-110.
- ^ Garber, C.E., o.fl., Quantity and quality of exercise for developing and maintaining cardiorespiratory, musculoskeletal, and neuromotor fitness in apparently healthy adults: guidance for prescribing exercise. Med Sci Sports Exerc, 2011. 43(7): 1334-59.
- ^ Klein, D.A., L. Burr, og W.J. Stone, Making Physical Activity Stick: What Can We Learn from Regular Exercisers? ACSM's Health & Fitness Journal, 2005. 9(4): 19-25.
- ^ Iso-Ahola, S.E., Exercise: Why It is a Challenge for Both the Nonconscious and Conscious Mind. Review of General Psychology, 2013. 17(1): 93-110.
- ^ Wood, W., A. Mazar, and D.T. Neal, Habits and Goals in Human Behavior: Separate but Interacting Systems. Perspectives on Psychological Science, 2022. 17(2): 590-605.
- ^ Wood, W. and D. Rünger, Psychology of Habit. Annual Review of Psychology, 2016. 67(1): 289-314.
- ^ Iso-Ahola, S.E., Toward a Theory of Conscious-Nonconscious Processing and Getting Hard (and Easy) Things Done in Everyday Life. Psychology of Consciousness: Theory, Research, and Practice, 2022. 9(1): 40-63.
- ^ Ekkekakis, P., G. Parfitt, og S.J. Petruzzello, The pleasure and displeasure people feel when they exercise at different intensities: decennial update and progress towards a tripartite rationale for exercise intensity prescription. Sports Med, 2011. 41(8): 641-71.
- ^ Hughes, D.C., S. Ellefsen, and K. Baar, Adaptations to Endurance and Strength Training. Cold Spring Harb Perspect Med, 2018. 8(6).
- ^ Iso-Ahola, S.E., Exercise: Why It is a Challenge for Both the Nonconscious and Conscious Mind. Review of General Psychology, 2013. 17(1): 93-110.
- Rawpixel. (Sótt 13.2.2024).
- Project Yoga Richmond 1.jpg - Wikimedia Commons. Höfundur myndar Eli Christman. Birt undir CC BY 2.0 DEED leyfi. (Sótt 13.2.2024).