Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1535 svör fundust

category-iconMálvísindi: almennt

Hver er uppruni og bygging pólsku?

Pólska er slavneskt mál, nánar tiltekið vesturslavneskt mál. Slavnesk mál tilheyra indóevrópsku málaættinni og eru því skyld germönskum, rómönskum, keltneskum og mörgum fleiri málum. Þau greinast í austur-, vestur- og suðurslavnesk mál. Austurslavnesk eru: rússneska, úkraínska og hvítrússneska. Vesturslav...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaðan kom orðið hetja, hver var fyrsta hetja Íslands og eru til kvenhetjur?

Orðið hetja ‛kappi, hraustmenni, hugrakkur maður’ þekkist þegar í fornu máli. Í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu er kafli um það hvernig nefna skuli menn í kveðskap. Þar stendur til dæmis: „Þeir menn eru, er svá eru kallaðir: kappar, kempur, garpar, snillingar, hreystimenn, harðmenni, afarmenni, hetjur.“ Í 11. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða líkur eru á að menn geti flust til annarra reikistjarna, og hvernig færum við þá að því?

Þetta er erfið spurning og umdeild eins og gengur því að vísindamenn eru ekki allir eins, frekar en annað fólk. Sumir eru eldhugar og bjartsýnismenn og halda að við getum flutt til Mars; það sé „ekkert mál“ eins og nú tíðkast að segja. Aðrir eru „jarð“bundnari og telja öll tormerki á að við getum komist til annarr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er svona erfitt að lesa rauða stafi á bláum grunni?

Þetta stafar af því að mikill munur er á bylgjulengd í rauðu og bláu ljósi. Þess vegna brotnar ljós af þessum litum líka mismikið í auganu eða í sjónglerjum. Rautt ljós frá tilteknum punkti kemur ekki saman í sama punkti inni í auganu eða handan sjónglersins eins og blátt ljós frá sama upphafspunkti. Augað getur e...

category-iconHeimspeki

Hvað eru hrúgurök?

Rökin sem þekkjast undir nafninu hrúgan (sorites, dregið af gríska orðinu um hrúgu) eru náskyld svokölluðum fótfesturökum og eru reyndar oft talin til þeirra. Meira má lesa um fótfesturök í svari höfundar við spurningunni Hvað eru sleipurök? Hrúgurökin voru vel þekkt meðal fornmanna. Sagnaritarinn Díogeneas Laertí...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig eru þorskur og ýsa flokkuð niður í ríki, fylkingu, flokk, ættbálk og ætt?

Þorskur (Gadus morhua) og ýsa (Melanogrammus aeglefinus) eru náskyldar tegundir og tilheyra báðar þorskfiskaætt (Gadidae). Flokkunarfræði þeirra er því eins niður á ættkvíslarstigið, en þar greinir í sundur þar sem þorskurinn og ýsan tilheyra ólíkum ættkvíslum. Flokkun þeirra má sjá í eftirfarandi töflu: RíkiDý...

category-iconLögfræði

Mega þroskaheftir kjósa?

Ekki er að sjá að í lögum séu settar slíkar takmarkanir á kosningarétt manna. Í 1. gr. laga nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis, eru eingöngu gerðar kröfur um íslenskan ríkisborgararétt og ákveðin búsetuskilyrði: 1. gr. Kosningarrétt við kosningar til Alþingis á hver íslenskur ríkisborgari sem náð hefur 18 ár...

category-iconTrúarbrögð

Hvað getið þið sagt mér um grísku gyðjuna Selenu?

Selena var mánagyðja Grikkja til forna og nafnið þýðir einfaldlega tungl á grísku. Samkvæmt goðsögum Grikkja átti hún tvö systkini, bróðurinn Helíos sem var sólguðinn og systurina Eos, gyðju morgunroðans. Foreldrar þeirra voru Þeia og Hýpeiron en Selena hefur þó einnig verið eignuð öðrum, til að mynda hinum ástlei...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er Harðskafi?

Nýjasta bók Arnaldar Indriðasonar ber þetta nafn og sagt er í fréttum af útkomu hennar að hún heiti eftir fjalli fyrir austan. Örnefnið er að minnsta kosti til á fimm stöðum sem hér skulu nefndir: Fjall upp af Eskifirði (Múlasýslur, bls. 370; Eskja I, bls. 74; Árbók 2005:42, 119). Bratt og hátt hamrafjall með...

category-iconJarðvísindi

Mæla jarðskjálftamælar eitthvað annað en jarðskjálfta?

Ef titringur í jörðu er mældur samfellt í langan tíma með næmum mælitækjum, kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Í fyrsta lagi má sjá, að lágtíðnibylgjuhreyfingar (tíðni minni en eitt Hertz (rið)) eru meiri á haustin og yfir vetrarmánuðina heldur en að vori og sumri. Þetta skýrist af því að veðurlag er kröftugra og sjó...

category-iconHugvísindi

Hvað hefur þjóðkirkjan að segja um framhaldslífið?

Orðið framhaldslíf gefur til kynna að um sé að ræða áframhald á því lífi sem við lifum hér á jörðu. Oftast er þá vísað til þess að dauðinn feli aðeins í sér tilfærslu frá einu tilverustigi yfir á annað. Hér að baki liggur sú hugmynd að dauðinn sé ekki raunverulegur dauði, eða endalok, heldur aðeins einhvers konar ...

category-iconVísindavefur

Hvaða rannsóknir hafa farið fram á orsökum þess að sokkar hverfa stundum í þvottavélum?

Vísindavefurinn hefur ótal sinnum fengið fyrirspurnir um dularfull sokkahvörf. Í meginatriðum er gott samræmi í frásögnum vitna af atburðarásinni: Alltaf hverfur annar sokkur úr pari og stakur sokkur stendur eftir. Með tímanum safnast stöku sokkarnir upp og verða oft að myndarlegri hrúgu; sumir spyrjendur segjast ...

category-iconHugvísindi

Hvaða maður talar inn á flestar stiklur fyrir bandarískar kvikmyndir?

Umræddur maður heitir Donald Leroy „Don“ LaFontaine og fæddist 26. ágúst árið 1940. Hann er hvað þekktastur fyrir að tala inn á myndbrot úr væntanlegum kvikmyndum. Fyrir utan yfir 5000 stiklur (e. trailers) hefur hann ljáð fjölda auglýsinga og tölvuleikja rödd sína. Don LaFontaine fór snemma í mútur en að hans...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvernig var samfélag Mayanna, við hvað unnu þeir og hver var heimsmynd þeirra?

Öll samfélög Mayanna byggðu á akuryrkju þar sem maísræktun var undirstaðan og maís meginfæða íbúanna. En þeir ræktuðu ótrúlegan fjölda nytjajurta, svo sem fjölda afbrigða af sílípipar og baunum, sætar kartöflur, tómata, lárperur, grasker, kakó, vanillu, tóbak, baðmull og henekvín (e. henequin). Reyndar ræktuðu May...

category-iconStærðfræði

Af hverju eru 4x4+4x4+4-4x4 = 20 en ekki 320?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Margir segja að svarið við reikningsdæminu 4x4+4x4+4-4x4 sé 320 þegar það er 20. Getið þið skýrt ástæðuna og leyst þennan ágreining? Hverju sinni sem verkefni í stærðfræði er sett fram með táknmáli hennar gilda ákveðnar reglur um hvernig beri að lesa úr því. Í verke...

Fleiri niðurstöður