Þegar þér farið að sjá kvikmynd, ímyndið þér yður sjálfa í sporum kvenhetjunnar, glæsilegrar kvikmyndastjörnu.Þarna er verið að lýsa konu í aðalhlutverki í kvikmynd og höfðað til glæsileikans en ekki hreystinnar. Annað er uppi á teningnum í þessu dæmi:
Hann ímyndaði sér nokkuð samfellda þróun frá epísk-dramatískum kvæðum sem fjölluðu um karlhetjur, heiður þeirra og æðruleysi gagnvart dauðanum.Konur og karlar eru oftast hetjur í dag ef unnt er að vísa til einhvers afreks sem unnið hefur verið. Talað er um þjóðhetju ef viðkomandi hefur unnið afrek fyrir ættland sitt og söguhetja er aðalpersóna í skáldsögu. Heimildir:
- Edda Snorra Sturlusonar. Guðni Jónsson bjó til prentunar. Bls. 240. Íslendingasafnaútgáfan. Reykjavík 1954.
- ÍF = Laxdæla saga. Íslensk fornrit V. Hið Íslenzka fornritafélag . Reykjavík 1934.
- Vísindavefurinn: Hver var röksemdafærsla Jóns Sigurðssonar fyrir aukinni sjálfstjórn Íslendinga? (Sótt 11.2.2013).
Mig langar að vita hver var fyrsta hetja Íslands? Hvaðan kom orðið hetja? Er til kvennmannshetja? Hvað þurfti fólk að gera og sýna til þess að vera hetja?