Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er svona erfitt að lesa rauða stafi á bláum grunni?

Jóhannes Kári Kristinsson og Þorsteinn Vilhjálmsson

Þetta stafar af því að mikill munur er á bylgjulengd í rauðu og bláu ljósi. Þess vegna brotnar ljós af þessum litum líka mismikið í auganu eða í sjónglerjum. Rautt ljós frá tilteknum punkti kemur ekki saman í sama punkti inni í auganu eða handan sjónglersins eins og blátt ljós frá sama upphafspunkti. Augað getur ekki stillt sig inn á að fá skýra mynd af báðum litunum í senn.

Litir ljóss tengjast mismunandi bylgjulengd þess. Fjólublátt hefur stysta bylgjulengd af sýnilegu ljósi, síðan blátt, grænt, gult og rautt. Þannig er einmitt einna mestur munur á bláu og rauðu.

Þegar ljós brotnar í gleri, vatni eða öðrum efnum, fer brothornið eftir bylgjulengd. Fjólublátt og blátt brotnar mest en rautt minnst. Þetta er ástæðan til þess að litirnir í regnboganum eru alltaf í þeirri röð sem áður var nefnd, en sólarljósið hefur þá einmitt klofnað upp eftir bylgjulengd við að að brotna í vatnsdropum í loftinu. Þegar litróf myndast í glerstrendingi (e. prisma) byggist það líka á því að ljósið brotnar mismikið í glerinu eftir bylgjulengd.

Í einföldu sjóngleri eða linsu kemur þetta fram í því sem áður var lýst, að blátt og rautt frá sama punkti kemur ekki saman í sama punkti handan linsunnar. Þar sem rauða ljósið brotnar minnst í linsunni kemur það saman í punkti sem er fjær henni en punkturinn sem bláa ljósið beinist að, samanber mynd hér fyrir neðan:



Þetta nefnist litskekkja (e. chromatic aberration) og var til dæmis lengi vel talsvert vandamál í ljósmyndun. Þegar fjarlægð er stillt á myndavél er ætlunin að ljós frá punktum í ákveðinni fjarlægð komi saman á filmunni. Ef ljósið er mislitt og sjóngler vélarinnar með litskekkju er þetta ógerningur og það kemur sérlega skýrt fram í bláu og rauðu. Nú á dögum er reynt að mæta litskekkju í myndavélum með því að hafa nokkrar linsur úr mismunandi glertegundum í sjónglerjakerfinu þannig að kerfið í heild brjóti alla liti því sem næst eins. Slík kerfi eru kölluð litvís (e. achromatic), samanber mynd hér fyrir neðan:



Augasteinninn í okkur hefur nokkra litskekkju eins og aðrar linsur en mannsaugað vinnur gegn henni með sérstökum búnaði í augnbotninum. Engu að síður skiptir litskekkjan nokkru máli og því er spurningin til komin. Meðal annars getur þetta getur magnast upp hjá fólki með sumar tegundir gleraugna, sérstaklega ef litið er til hliðar í nærsýnisgleraugum.

Sem dæmi um það sem fjallað er um í svarinu birtum við þennan texta hér með rauðum stöfum á bláum grunni. Lesandinn getur þá áttað sig betur á þessu í reynd. Við höfum prófað að birta allt svarið með þessum litum en með því hefðum við lagt of mikið á lesandann!

Myndir:

Höfundar

Jóhannes Kári Kristinsson

sérfræðingur í augnlækningum

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

27.4.2000

Spyrjandi

Guðni Þorvaldur Björnsson

Tilvísun

Jóhannes Kári Kristinsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvers vegna er svona erfitt að lesa rauða stafi á bláum grunni?“ Vísindavefurinn, 27. apríl 2000, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=378.

Jóhannes Kári Kristinsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 27. apríl). Hvers vegna er svona erfitt að lesa rauða stafi á bláum grunni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=378

Jóhannes Kári Kristinsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvers vegna er svona erfitt að lesa rauða stafi á bláum grunni?“ Vísindavefurinn. 27. apr. 2000. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=378>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er svona erfitt að lesa rauða stafi á bláum grunni?
Þetta stafar af því að mikill munur er á bylgjulengd í rauðu og bláu ljósi. Þess vegna brotnar ljós af þessum litum líka mismikið í auganu eða í sjónglerjum. Rautt ljós frá tilteknum punkti kemur ekki saman í sama punkti inni í auganu eða handan sjónglersins eins og blátt ljós frá sama upphafspunkti. Augað getur ekki stillt sig inn á að fá skýra mynd af báðum litunum í senn.

Litir ljóss tengjast mismunandi bylgjulengd þess. Fjólublátt hefur stysta bylgjulengd af sýnilegu ljósi, síðan blátt, grænt, gult og rautt. Þannig er einmitt einna mestur munur á bláu og rauðu.

Þegar ljós brotnar í gleri, vatni eða öðrum efnum, fer brothornið eftir bylgjulengd. Fjólublátt og blátt brotnar mest en rautt minnst. Þetta er ástæðan til þess að litirnir í regnboganum eru alltaf í þeirri röð sem áður var nefnd, en sólarljósið hefur þá einmitt klofnað upp eftir bylgjulengd við að að brotna í vatnsdropum í loftinu. Þegar litróf myndast í glerstrendingi (e. prisma) byggist það líka á því að ljósið brotnar mismikið í glerinu eftir bylgjulengd.

Í einföldu sjóngleri eða linsu kemur þetta fram í því sem áður var lýst, að blátt og rautt frá sama punkti kemur ekki saman í sama punkti handan linsunnar. Þar sem rauða ljósið brotnar minnst í linsunni kemur það saman í punkti sem er fjær henni en punkturinn sem bláa ljósið beinist að, samanber mynd hér fyrir neðan:



Þetta nefnist litskekkja (e. chromatic aberration) og var til dæmis lengi vel talsvert vandamál í ljósmyndun. Þegar fjarlægð er stillt á myndavél er ætlunin að ljós frá punktum í ákveðinni fjarlægð komi saman á filmunni. Ef ljósið er mislitt og sjóngler vélarinnar með litskekkju er þetta ógerningur og það kemur sérlega skýrt fram í bláu og rauðu. Nú á dögum er reynt að mæta litskekkju í myndavélum með því að hafa nokkrar linsur úr mismunandi glertegundum í sjónglerjakerfinu þannig að kerfið í heild brjóti alla liti því sem næst eins. Slík kerfi eru kölluð litvís (e. achromatic), samanber mynd hér fyrir neðan:



Augasteinninn í okkur hefur nokkra litskekkju eins og aðrar linsur en mannsaugað vinnur gegn henni með sérstökum búnaði í augnbotninum. Engu að síður skiptir litskekkjan nokkru máli og því er spurningin til komin. Meðal annars getur þetta getur magnast upp hjá fólki með sumar tegundir gleraugna, sérstaklega ef litið er til hliðar í nærsýnisgleraugum.

Sem dæmi um það sem fjallað er um í svarinu birtum við þennan texta hér með rauðum stöfum á bláum grunni. Lesandinn getur þá áttað sig betur á þessu í reynd. Við höfum prófað að birta allt svarið með þessum litum en með því hefðum við lagt of mikið á lesandann!

Myndir: