Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1118 svör fundust
Geta börn sem missa foreldri glatað arfshluta sínum vegna fyrningar?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Geta börn sem missa foreldri glatað arfshluta sínum vegna fyrningar? Geta svona mál bara fyrnst?Einfalda svarið hér er nei. Hins vegar geta erfðamál verið óhemju snúin og oft spinnast deilur vegna þeirra. Börn eru skylduerfingjar og ef maður á börn má hann ekki ráðstafa ...
Ef 18 ára einstaklingur hefur gist eina nótt í klefa, til dæmis fyrir ölvun eða minniháttar brot, fer það þá inn á sakaskrá ríkisins?
Önnur spurning um sama efni:Er 15 ára barn komið á sakaskrá alla ævi ef það hnuplar sælgæti í verslun og eigandi kærir?Samkvæmt 19. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 skal ríkissaksóknari halda sakaskrá fyrir allt landið þar sem skráð eru úrslit opinberra mála. Dómsmálaráðherra setur í reglugerð nánari...
Gáta: Hvernig geta glæponarnir bjargað sér úr steypunni?
Þegar lögreglan braust inn í falda vöruskemmu Als Capones í þriðja skiptið í sama mánuði varð hann sannfærður um að það væri uppljóstrari á hans snærum. Eftir að hafa gert ítarlega úttekt á sínu liði voru aðeins fjórir manna hans sem komu til greina, þeir Tony, Sunny, Donny og Jimmy. Ævareiður yfir þessum sviku...
Fyrir hvað stendur UFO og hvar hafa UFO sést?
Enska skammstöfunin UFO stendur fyrir 'Unidentified Flying Object', sem á íslensku hefur útlagst sem fljúgandi furðuhlutur eða FFH. Reglulega komast í fréttir sögur af því að fólk hafi séð ókennilega hluti á himninum sem það telur að ekki sé hægt að skýra á annan hátt en að um sé að ræða eitthvað utan úr geimnum....
Hvað hafa ljón stórar tennur?
Ljón (Panthera leo), líkt og önnur kattardýr, eru rándýr og veiða sér önnur dýr til matar. Tennur þeirra eru því sérhæfðar til kjötáts og veiða. Fullorðin ljón hafa 30 tennur: 12 framtennur (6 í hvorum gómi), 4 vígtennur og 14 jaxla, 8 í efri góm en 6 í þeim neðri. Í þessu svari er gert ráð fyrir að spyrjendur ...
Hvernig starfaði spænski rannsóknarrétturinn?
Spænski rannsóknarrétturinn var tilraun rómversk-kaþólsku kirkjunnar og spænsku krúnunnar til að stöðva útbreiðslu trúvillu. Á miðöldum voru margir mismunandi trúarhópar á Spáni, þá sérstaklega kaþólikkar, múslímar og gyðingar. Kirkjan hafði þó mestar áhyggjur af nýkristnum mönnum sem tekið höfðu kristna trú a...
Stífnar líkaminn upp eftir að maður deyr og ef svo er, hvers vegna?
Dauðastjarfi (e. rigor mortis) er eitt einkenni andláts. Við dauðsfall verða efnafræðilegar breytingar í vöðvum sem valda því að liðamót stífna eða læsast. Þetta kemur aðallega fram í stífum útlimum líksins og gerir það að verkum að erfitt er að hreyfa það. Hvenær dauðastjarfi hefst og hversu lengi hann varir...
Hvaða hlutverki gegna þéringar og eru þær til í öllum tungumálum?
Orðið þéring er leitt af sögninni að þéra. Skýringin á sögninni er í Íslenskri orðabók (2002: 1808) þessi:nota þér (og samsvarandi eignarfornafn) ásamt fleirtölu hlutaðeigandi sagnar við einn viðmælanda í stað þú vegna þess að menn þekkjast lítið, í viðurkenningarskyni, eða til viðurkenningar á mismun í aldri, sam...
Er virkilega haldinn árlegur tómataslagur á Spáni?
Eins undarlega og það hljómar er svarið já, árlega er haldinn risastór tómataslagur í smábæ á Spáni. Bærinn heitir Buñol og er um 40 kílómetra fyrir vestan Valencia. Þar búa að öllu jöfnu tæplega 10.000 manns, en síðasta miðvikudag í ágúst á hverju ári flykkjast þangað um 30.000 ferðamenn til þess eins að taka þát...
Eru norður- og suðurljós á hinum reikistjörnunum sem hafa segulhvolf, til dæmis Júpíter?
Þar sem norður- og suðurljós eru alltaf til staðar á sama tíma og eru því sem næst samhverf, verður aðeins talað um norðurljós hér eftir. Forsendur fyrir norðurljós á reikistjörnum eru nægilega sterkt segulsvið og nægilegur lofthjúpur. Í sólkerfinu okkar er staðfest að norðurljós hafa sést á jörðinni, Satúrnusi...
Hefðum við getað borðað risaeðlukjöt?
Mannfólkið hefur mikla aðlögunarhæfni og hefur lært að nýta sér þær tegundir sem lifa í umhverfinu sér til matar. Þannig þykir margt, sem við hér á Íslandi erum ekki vön að leggja okkur til munns, vera sjálfsagður matur í öðrum heimshlutum. Risaeðlurnar voru mjög fjölbreyttar bæði að stærð og líkamsgerð, búsvæ...
Hvernig eru orðin prófessor emeritus og emerita notuð?
Latneska orðið emeritus er notað um þann sem lokið hefur störfum. Orðið er í raun lýsingarháttur þátíðar af sögninni emereo sem þýðir að gegna einhverri þjónustu til enda, til að mynda herþjónustu eða embættissetu. Í nútímasamhengi er það oftast notað til að gefa til kynna að prófessor hafi lokið störfum við háskó...
Hvernig er aldursdreifing Íslendinga í dag?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvernig er aldursdreifing Íslendinga í dag? T.d. hversu margir teljast eldri borgarar? Á vef Hagstofu Íslands má nálgast upplýsingar um aldursdreifingu Íslendinga og byggir þetta svar á tölum þaðan. Í upphafi árs 2020 voru Íslendingar rétt rúmlega 364.000 talsins, 51,3% karlar...
Hvaða merkingu hefur frasinn „að öðru jöfnu“ í samningum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Túlkun í orðasamhengi: "vilji leigutaki selja eignir sínar á lóðinni, á leigusali forkaupsrétt að öðru jöfnu" Spurningin er: hvað þýðir í þessu tilfelli og eflaust öðrum: "að öðru jöfnu"? Orðasambandið „að öðru jöfnu“ er þýðing á latnesku orðunum 'ceteris paribus'. Orð...
Hvernig varð alheimurinn til?
Með þessu svari er einnig svarað eftirtöldum spurningum: Hvað var áður en heimurinn varð til? (þ.e. áður en svonefndur "Miklihvellur" varð?) Spyrjandi: Atli Týr Ægisson Hvenær varð heimurinn til? Guðfinnur Sveinsson Hvaða efni var það sem sprakk í byrjun alheimsins? Sveinbjörn GeirssonTil að svara þessum spu...