Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef 18 ára einstaklingur hefur gist eina nótt í klefa, til dæmis fyrir ölvun eða minniháttar brot, fer það þá inn á sakaskrá ríkisins?

Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson

Önnur spurning um sama efni:
Er 15 ára barn komið á sakaskrá alla ævi ef það hnuplar sælgæti í verslun og eigandi kærir?
Samkvæmt 19. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 skal ríkissaksóknari halda sakaskrá fyrir allt landið þar sem skráð eru úrslit opinberra mála. Dómsmálaráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um gerð og varðveislu sakaskrár, aðgang að henni og sakavottorð. Í reglugerðinni er að sama skapi heimilt að ákveða hvað skuli skráð í sakaskrá. Í samræmi við þetta ákvæði er nú í gildi reglugerð um sakaskrá ríkisins nr. 569/1999.

Þar kemur þar fram í 3. gr. að í sakaskrá skuli færa upplýsingar um opinber mál á hendur einstaklingi eða lögaðila þegar máli er lokið með:
  1. dómi eða viðurlagaákvörðun í máli vegna brots á almennum hegningarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni,
  2. dómi eða viðurlagaákvörðun í máli vegna brots á öðrum lögum þegar ákveðin er fangelsisrefsing, ákvörðun refsingar er frestað eða ákveðin er réttinda- eða leyfissvipting eða dæmd sekt 50.000 krónur eða hærri,
  3. lögreglustjórasátt í máli vegna brots á almennum hegningarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni,
  4. lögreglustjórasátt eða sektargerð tollstjóra í máli vegna brots á öðrum lögum þegar sekt er 50.000 krónur eða hærri eða brot hefur leitt til réttinda- eða leyfissviptingar,
  5. ákærufrestun.
Einnig skal færa upplýsingar um mál í sakaskrá þegar niðurstaða þess hefur samkvæmt heimild í viðkomandi lögum ítrekunaráhrif á síðara brot. Sýknudómar eru almennt ekki færðir í sakaskrá.

Fimmtán ára einstaklingur telst sakhæfur samkvæmt 14. gr. almennra hegningarlaga, sem merkir að hægt er að dæma hann til refsingar fyrir framin afbrot, og ljóst er að búðarhnupl er brot á hegningarlögum. Það eitt að verslunareigandi kæri þjófnað til lögreglu gerir það þó ekki sjálfkrafa að verkum að viðkomandi lendi á sakarskrá, heldur þarf málinu að ljúka á einhvern þann veg sem að ofan er talinn. Sömu sögu er að segja um 18 ára einstakling sem fremur smávægilegt brot.

Hins vegar er ekki gert ráð fyrir því í reglugerð um sakaskrá ríkisins að upplýsingar séu afmáðar úr sakarskrá, hvorki í tilfelli ungmenna né annarra. Hins vegar gilda sérstakar reglur um útgáfu sakavottorða, til að mynda að alla jafna beri ekki að greina frá refsingu, þegar 10 ár eða meira eru liðin frá afplánun hennar.

Höfundur

nemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

19.10.2005

Spyrjandi

Halldóra Hjaltadóttir
Sólrún Valdimarsdóttir

Tilvísun

Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson. „Ef 18 ára einstaklingur hefur gist eina nótt í klefa, til dæmis fyrir ölvun eða minniháttar brot, fer það þá inn á sakaskrá ríkisins?“ Vísindavefurinn, 19. október 2005, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5340.

Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson. (2005, 19. október). Ef 18 ára einstaklingur hefur gist eina nótt í klefa, til dæmis fyrir ölvun eða minniháttar brot, fer það þá inn á sakaskrá ríkisins? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5340

Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson. „Ef 18 ára einstaklingur hefur gist eina nótt í klefa, til dæmis fyrir ölvun eða minniháttar brot, fer það þá inn á sakaskrá ríkisins?“ Vísindavefurinn. 19. okt. 2005. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5340>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef 18 ára einstaklingur hefur gist eina nótt í klefa, til dæmis fyrir ölvun eða minniháttar brot, fer það þá inn á sakaskrá ríkisins?
Önnur spurning um sama efni:

Er 15 ára barn komið á sakaskrá alla ævi ef það hnuplar sælgæti í verslun og eigandi kærir?
Samkvæmt 19. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 skal ríkissaksóknari halda sakaskrá fyrir allt landið þar sem skráð eru úrslit opinberra mála. Dómsmálaráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um gerð og varðveislu sakaskrár, aðgang að henni og sakavottorð. Í reglugerðinni er að sama skapi heimilt að ákveða hvað skuli skráð í sakaskrá. Í samræmi við þetta ákvæði er nú í gildi reglugerð um sakaskrá ríkisins nr. 569/1999.

Þar kemur þar fram í 3. gr. að í sakaskrá skuli færa upplýsingar um opinber mál á hendur einstaklingi eða lögaðila þegar máli er lokið með:
  1. dómi eða viðurlagaákvörðun í máli vegna brots á almennum hegningarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni,
  2. dómi eða viðurlagaákvörðun í máli vegna brots á öðrum lögum þegar ákveðin er fangelsisrefsing, ákvörðun refsingar er frestað eða ákveðin er réttinda- eða leyfissvipting eða dæmd sekt 50.000 krónur eða hærri,
  3. lögreglustjórasátt í máli vegna brots á almennum hegningarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni,
  4. lögreglustjórasátt eða sektargerð tollstjóra í máli vegna brots á öðrum lögum þegar sekt er 50.000 krónur eða hærri eða brot hefur leitt til réttinda- eða leyfissviptingar,
  5. ákærufrestun.
Einnig skal færa upplýsingar um mál í sakaskrá þegar niðurstaða þess hefur samkvæmt heimild í viðkomandi lögum ítrekunaráhrif á síðara brot. Sýknudómar eru almennt ekki færðir í sakaskrá.

Fimmtán ára einstaklingur telst sakhæfur samkvæmt 14. gr. almennra hegningarlaga, sem merkir að hægt er að dæma hann til refsingar fyrir framin afbrot, og ljóst er að búðarhnupl er brot á hegningarlögum. Það eitt að verslunareigandi kæri þjófnað til lögreglu gerir það þó ekki sjálfkrafa að verkum að viðkomandi lendi á sakarskrá, heldur þarf málinu að ljúka á einhvern þann veg sem að ofan er talinn. Sömu sögu er að segja um 18 ára einstakling sem fremur smávægilegt brot.

Hins vegar er ekki gert ráð fyrir því í reglugerð um sakaskrá ríkisins að upplýsingar séu afmáðar úr sakarskrá, hvorki í tilfelli ungmenna né annarra. Hins vegar gilda sérstakar reglur um útgáfu sakavottorða, til að mynda að alla jafna beri ekki að greina frá refsingu, þegar 10 ár eða meira eru liðin frá afplánun hennar....