Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 491 svör fundust
Er megalodon ekki hættulegur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Er megalodon ekki hættulegur? Útaf því hann er ekki á hættulega listanum. Höfundur þessa svars veit ekki til hvaða hættulega lista fyrirspyrjandi er að vísa til en við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af þessum stórvaxna hákarli nú á dögum þar sem tegundin dó út fyrir um...
Hvernig líta íslenskir draugar út?
Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Getið þið sagt mér hvernig draugar líta eða litu út á Íslandi, ekki Hollywood-útgáfan? Er eitthvað fjallað um það í Íslendingasögu og þjóðsögum? Ég er að gera leirskúlptúr við ljóðið Móðir mín i kví kví og mig vantar góða mynd í kollinn minn hvernig barnið (draugurinn) á að...
Hvers vegna gerir tannkrem tennurnar hvítar og sykur þær svartar?
Tannkrem eru hönnuð til að halda tönnunum hreinum og hvítum og í þeim eru ýmis efni sem gegna þeim tilgangi. Kannski er ofmælt að sykurinn geri tennurnar svartar en hann veldur tannskemmdum og þær verða oftast dökkar á litinn af fæðu eða öðru sem í munninn fer. Sykurinn er mikilvæg næring fyrir sýklana sem valda t...
Þekkja íslenskir blaðamenn þjóðfélagið nógu vel til þess að geta tekið þátt í uppbyggilegri gagnrýni á stjórnarfar landsins?
Til að geta svarað þessari spurningu er nauðsynlegt að velta fyrir sér merkingu hennar: Hvers konar þekking og hve mikið af henni er nauðsynleg til að geta verið gagnrýninn? Hvers konar gagnrýni er uppbyggileg og hverjir stunda hana? Sérfræðingar eru ekki þeir sem best eru til að gagnrýna það sem þeir eru sérfr...
Hvað getið þið sagt mér um þróun fiska?
Tilkoma fiska markar einnig upphaf hryggdýra á jörðinni. Í svonefndum Burgess-steingervingalögum fannst lítið dýr frá kambríumtímabilinu sem hlotið hefur nafnið Pikaia. Þetta dýr var smávaxinn hryggleysingi og að öllum líkindum forfaðir hryggdýra nútímans. Pikaia hafði svonefnda seil sem er baklægur styrktarstreng...
Hvað getið þið sagt mér um vefi dýra?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað er þekjuvefur? Dýravefir eru yfirleitt flokkaðir í stoðvefi, þekjuvefi, blóð, taugavefi og vöðvavefi. Í þessu svari er athyglinni fyrst og fremst beint að stoðvefjum og þekjuvefjum en þegar hefur verið fjallað um vöðvavefi í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið...
Hvernig útskýra kirkjunnar menn Adam og Evu út frá þróunarkenningunni?
Vísindi og kristin trú eru án efa þær stofnanir vestrænnar menningar sem mest áhrif hafa haft á þróun hennar undanfarnar aldir. Því hefur hins vegar löngum verið haldið fram að grundvallarágreiningur hafi ríkt milli þessara stofnana síðan katólska kirkjan dæmdi Galíleó (1564-1642) í stofufangelsi fyrir að aðhyllas...
Hvernig var tískan á millistríðsárunum?
Á þriðja áratug 20. aldar skrapp heimurinn óðfluga saman með bættum samgöngum. Farþegaflugið var þegar orðið að veruleika árið 1925, og áður voru það skemmtisiglingar á lúxusskipum sem heldra fólkið stundaði. Eftir að Henry Ford fór að fjöldaframleiða fólksbíla gátu sumir leyft sér að eignast fjölskyldubíl, og fyr...
Hverjir voru krómagnon-menn?
Hugtakið krómagnonmenn á rætur sínar að rekja til fornleifafundar í Cro-Magnon hellisskútanum við bæinn Les Eyzies í Dordogne-héraði í suðvesturhluta Frakklands árið 1868. Verkamenn sem unnu við lagningu járnbrautar komu niður á mannabein og að lokinni rannsókn á staðnum höfðu bein úr fimm til átta einstaklingum v...
Hvað er einkirningasótt?
Einkirningasótt eða eitlasótt (einnig nefnd kossasótt, mononucleosis infectiosa) er veirusýking af völdum Epstein-Barr-veirunnar. Íslenska orðið kirningur er dregið af orðinu kjarni (e. nucleus) og heitið á sýkingunni er því bein þýðing á latneska hugtakinu, þar sem mono stendur fyrir 'ein'. Sýkingin leggst einkum...
Tengdist svartidauði Skaftáreldum eitthvað?
Nei, við vitum ekki til þess að svartidauði og Skaftáreldar tengist á nokkurn hátt. Í báðum tilfellum var reyndar stórt skarð höggvið í íslensku þjóðina en það er engin bein tenging á milli þessara hamfara enda tæplega 300 ár frá því að svartadauða var síðast vart á Íslandi og þar til Lakagígar tóku að gjósa. F...
Getur verið að neanderdalsmaðurinn hafi ekki dáið út heldur blandast nútímamanninum?
Hinn vitiborni maður (Homo sapiens) er eina núlifandi manntegundin á jörðinni. Steingervingasagan sýnir að við erum komin af stórri fjölskyldu manntegunda, sem flestar bjuggu í Afríku en dreifðust einnig um gamla heiminn. Á hverjum tíma voru líklega uppi nokkrar misjafnlega skyldar manntegundir. Því er eðlilegt að...
Var Ingólfur Arnarson með skegg og var hann skipaður amtmaður?
Hér er spurt um tvennt: Annars vegar skeggvöxt Ingólfs Arnarsonar og hins vegar hvort hann hafi gegnt embætti amtmanns. Það er auðvelt að afgreiða seinni hluta spurningarinnar fyrst, enda er svarið býsna afdráttarlaust: Landnámsmenn Íslands voru ekki amtmenn og ástæðan fyrir því er einföld: Embætti amtmanns kom ek...
Hvers vegna komst á þjóðkirkja á Íslandi?
Í kjölfar siðaskipti á 16. öld komst hér á lúthersk kristni í stað kaþólsku miðaldakristninnar. Um svipað leyti hófst þróun miðstýrðs ríkisvalds í Danaveldi sem á 17. öld varð að háþróuðu einvaldsríki. Lútherskan þar í landi varð opinber ríkisátrúnaður og kirkjan dæmigerð ríkiskirkja að svo miklu leyti sem hún var...
Hvað getur þú sagt mér um miðlífsöld?
Hefð er fyrir því að skipta jarðsögunni í upphafsöld, frumlífsöld, fornlífsöld, miðlífsöld og nýlífsöld. Öldum er svo skipt niður í tímabil, sem dæmi skiptist miðlífsöld í trías, júra og krít. Miðlífsöld tók við af fornlífsöld fyrir um 250 milljón árum eftir mesta hrun lífríkis jarðar, þegar meira en 98% tegund...