Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er einkirningasótt?

Doktor.is

Einkirningasótt eða eitlasótt (einnig nefnd kossasótt, mononucleosis infectiosa) er veirusýking af völdum Epstein-Barr-veirunnar. Íslenska orðið kirningur er dregið af orðinu kjarni (e. nucleus) og heitið á sýkingunni er því bein þýðing á latneska hugtakinu, þar sem mono stendur fyrir 'ein'. Sýkingin leggst einkum á börn og ungt fólk en getur komið fram hjá fólki á öllum aldri. Hjá ungum börnum er hún oft einkennalaus en veruleg einkenni geta komið fram í einstaklingum á aldrinum 10-25 ára og verið sýnileg í allt að 1-3 mánuði.

Ebstein-Barr veiran finnst í munnvatni og getur því smitast milli einstaklinga með kossum. Veiran getur einnig borist með andrúmsloftinu. Frá smiti líða venjulega 30-50 dagar þar til einkennin koma fram.

Epstein-Barr-veira.

Áður en hin raunverulegu sjúkdómseinkenni koma fram geta liðið 1-2 vikur þar sem sjúklingurinn er aðeins með flensueinkenni. Einkenni einkirningasóttar eru bólgnir hálskirtlar þaktir hvítri þykkri skán, hiti, mikil þreyta og slappleiki, verkir í vöðvum, höfuðverkur og svitaköst. Einnig magaverkir sem þá geta stafað af miltisstækkun og bólgnir og aumir eitlar í hálsi, handarkrikum og í nára. Lifrin getur bólgnað og blóðprufur geta sýnt truflun í starfsemi hennar. Fólk getur jafnvel fengið gulu. Útbrot geta komið fram en þau geta einnig stafað af ofnæmi fyrir sýklalyfjum. Sjúklingum eru stundum gefin sýklalyf því fyrstu einkenni benda til þess að um bakteríusýkingu sé að ræða.

Greiningin á sjúkdómnum byggist á sjúkdómseinkennum og blóðsýni. Hægt er að segja til um hvort ákveðin mótefni gegn veirunni séu til staðar sem þá myndi benda til þess að sýking hefði átt sér stað nýlega.

Það er ekki til nein lyfjameðferð sem hefur áhrif á sýkingar af völdum Epstein-Barr-veirunnar. Hins vegar er hægt að beita nokkrum ráðum til að draga úr óþægindum, særindi í hálsi er hægt að lina með volgum drykkjum, fyrir þá sem eru með hita er mjög gott að drekka mikinn vökva og fólk ætti að fara vel með sig á meðan að slappleikinn er sem mestur og forðast líkamlegt erfiði.

Fræðilega séð getur mikið líkamlegt erfiði, eins og íþróttir, skaðað miltað. Þess vegna er mælt með því að sjúklingur stundi ekki íþróttir fyrr en fjórum vikum eftir að hann ert orðinn frískur. Vegna mikillar þreytu líða oft margir mánuðir áður en sjúklingurinn nær fyrri kröftum.

Einkirningasótt stendur yfirleitt yfir í 2-4 vikur og er hættulaus ef ráðleggingum er fylgt. Mótefni sem myndast gegn veirunni endast ævilangt. Þess vegna er ekki hægt að fá einkirningasótt nema einu sinni. Í 3% tilfella hefur sjúkdómurinn fylgikvilla. Sjaldgæfir fylgikvillar eru öndunarerfiðleikar, lungnabólga, rifið milta, en það er afar sjaldgæft (0,1-0.2%), sjúkdómar í miðtaugakerfi til dæmis heilahimnubólga og heilabólga, blóðleysi og fækkun á blóðflögum. Í mjög fáum tilfellum verður sjúkdómurinn langvinnur.

Meira lesefni:

Mynd: Wikimedia Commons. (Sótt 20.6.2018).


Þetta svar er lítillega aðlagaður pistill af Doktor.is og birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Útgáfudagur

5.1.2009

Síðast uppfært

15.1.2019

Spyrjandi

Bjarnveig

Tilvísun

Doktor.is. „Hvað er einkirningasótt?“ Vísindavefurinn, 5. janúar 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=49654.

Doktor.is. (2009, 5. janúar). Hvað er einkirningasótt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=49654

Doktor.is. „Hvað er einkirningasótt?“ Vísindavefurinn. 5. jan. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=49654>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er einkirningasótt?
Einkirningasótt eða eitlasótt (einnig nefnd kossasótt, mononucleosis infectiosa) er veirusýking af völdum Epstein-Barr-veirunnar. Íslenska orðið kirningur er dregið af orðinu kjarni (e. nucleus) og heitið á sýkingunni er því bein þýðing á latneska hugtakinu, þar sem mono stendur fyrir 'ein'. Sýkingin leggst einkum á börn og ungt fólk en getur komið fram hjá fólki á öllum aldri. Hjá ungum börnum er hún oft einkennalaus en veruleg einkenni geta komið fram í einstaklingum á aldrinum 10-25 ára og verið sýnileg í allt að 1-3 mánuði.

Ebstein-Barr veiran finnst í munnvatni og getur því smitast milli einstaklinga með kossum. Veiran getur einnig borist með andrúmsloftinu. Frá smiti líða venjulega 30-50 dagar þar til einkennin koma fram.

Epstein-Barr-veira.

Áður en hin raunverulegu sjúkdómseinkenni koma fram geta liðið 1-2 vikur þar sem sjúklingurinn er aðeins með flensueinkenni. Einkenni einkirningasóttar eru bólgnir hálskirtlar þaktir hvítri þykkri skán, hiti, mikil þreyta og slappleiki, verkir í vöðvum, höfuðverkur og svitaköst. Einnig magaverkir sem þá geta stafað af miltisstækkun og bólgnir og aumir eitlar í hálsi, handarkrikum og í nára. Lifrin getur bólgnað og blóðprufur geta sýnt truflun í starfsemi hennar. Fólk getur jafnvel fengið gulu. Útbrot geta komið fram en þau geta einnig stafað af ofnæmi fyrir sýklalyfjum. Sjúklingum eru stundum gefin sýklalyf því fyrstu einkenni benda til þess að um bakteríusýkingu sé að ræða.

Greiningin á sjúkdómnum byggist á sjúkdómseinkennum og blóðsýni. Hægt er að segja til um hvort ákveðin mótefni gegn veirunni séu til staðar sem þá myndi benda til þess að sýking hefði átt sér stað nýlega.

Það er ekki til nein lyfjameðferð sem hefur áhrif á sýkingar af völdum Epstein-Barr-veirunnar. Hins vegar er hægt að beita nokkrum ráðum til að draga úr óþægindum, særindi í hálsi er hægt að lina með volgum drykkjum, fyrir þá sem eru með hita er mjög gott að drekka mikinn vökva og fólk ætti að fara vel með sig á meðan að slappleikinn er sem mestur og forðast líkamlegt erfiði.

Fræðilega séð getur mikið líkamlegt erfiði, eins og íþróttir, skaðað miltað. Þess vegna er mælt með því að sjúklingur stundi ekki íþróttir fyrr en fjórum vikum eftir að hann ert orðinn frískur. Vegna mikillar þreytu líða oft margir mánuðir áður en sjúklingurinn nær fyrri kröftum.

Einkirningasótt stendur yfirleitt yfir í 2-4 vikur og er hættulaus ef ráðleggingum er fylgt. Mótefni sem myndast gegn veirunni endast ævilangt. Þess vegna er ekki hægt að fá einkirningasótt nema einu sinni. Í 3% tilfella hefur sjúkdómurinn fylgikvilla. Sjaldgæfir fylgikvillar eru öndunarerfiðleikar, lungnabólga, rifið milta, en það er afar sjaldgæft (0,1-0.2%), sjúkdómar í miðtaugakerfi til dæmis heilahimnubólga og heilabólga, blóðleysi og fækkun á blóðflögum. Í mjög fáum tilfellum verður sjúkdómurinn langvinnur.

Meira lesefni:

Mynd: Wikimedia Commons. (Sótt 20.6.2018).


Þetta svar er lítillega aðlagaður pistill af Doktor.is og birt hér með góðfúslegu leyfi....