Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 799 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig varð sólin til?

Svonefnd geimþokukenning útskýrir hvernig sólkerfið okkar varð til. Samkvæmt henni myndaðist sólkerfið í geimþoku fyrir um það bil 4,6 milljörðum ára. Mynd eftir William K. Hartmann sem á að sýna uppruna sólkerfisins. Höggbylgjur frá sprengistjörnum í geimþokunni mynduðu hvirfla í þokunni sem byrjuðu að falla...

category-iconLandafræði

Hversu margir búa í Norður-Kóreu og hvaða aðilar veita upplýsingar um fólksfjölda þar?

Norður-Kórea er eitt lokaðasta ríki jarðar og erfitt er að nálgast traustar upplýsingar um land og þjóð. Það á jafnt við um lýðfræði (svo sem fólksfjöldi, fæðingartíðni, dánartíðni, fólksflutningar og svo framvegis) sem og önnur svið. Upplýsingar um fólksfjölda eru því ekki byggðar á opinberum tölum frá Norður-Kór...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins „þorpari“?

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:1187), sem nú er aðgengileg á málið.is á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er sagt um orðið þorpari: þorpari k. ‘⊙þorpsbúi; þrjótur, illmenni’; sbr. fær. torpari ‘fátækur sveitabúi’. Vísast (ummyndað) to. úr mlþ. dorper ‘...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið kúkur inn í íslenskt mál?

Sögnin að kúka þekkist í málinu frá 17. öld í merkingunni ‘ganga örna sinna, skíta’. Af henni er leitt nafnorðið kúkur ‘manna- eða dýrasaur, drit’ sem dæmi eru um í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans frá fyrri hluta 18. aldar. Sögnin að kukka ‘drita, skíta’ og nafnorðið kukkur ‘saur’ eru af sömu rót og eru oftast te...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er harðbakki þegar í harðbakkann slær?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er bókstaflega merking harðbakkans sem stundum slær í? (Þegar í harðbakkann slær). Nafnorðið harðbakki er notað um dimman skýjabakka sem bendir til að illviðri sé í nánd. Orðið virðist þó fyrst og fremst notað í sambandinu þegar (eða ef) í harðbakkann slær ‘þegar ...

category-iconHugvísindi

Get ég fengið að sjá gríska stafrófið?

Hér fyrir neðan birtum við gríska stafrófið. Á eftir stöfunum koma nöfn þeirra og innan sviga þeir stafir rómverska stafrófsins sem næstir þeim fara að íslenskum framburði: Α, α alfa (a) Ν, ν ny (n) Β, β beta (b) Ξ, ξ xí (x...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hættulegt að taka of mikið af vítamínum?

Til þess að líkaminn geti starfað eðlilega þurfum við að fá 13 mismunandi vítamín út fæðunni sem við neytum. Þessi vítamín gegna margvíslegum hlutverkum í líkamanum og skorti eitthvert þeirra er hætta á hörgulsjúkdómi. Vítamín skiptast í vatnsleysanleg vítamín annars vegar og fituleysanleg hins vegar. Til vat...

category-iconHugvísindi

Börðust indjánar í Þrælastríðinu?

Já, þótt merkilegt megi teljast þá gerðu þeir það. Margar orsakir lágu þar að baki. Sumir þjóðflokkar, svo sem frumbyggjar á indjánasvæðunum í Oklahoma (e. the Indian territories), lentu bókstaflega á milli tveggja elda þegar Norður- og Suðurríkin vígbjuggust í kringum þá. Margir töldu að „stríð hvítu mannanna”...

category-iconEfnafræði

Úr hverju er rjómi og hvernig er hann búinn til?

Einfalda svarið er að rjómi er búinn til úr mjólk, með því að skilja mjólkurfitu frá mjólkinni. Uppistaðan í mjólk er vatnsfasi (um 87% af mjólkinni) sem inniheldur aðallega prótín, fituefni/lípíð og kolvetni á formi mjólkursykurs/laktósa. Mjólkin inniheldur einnig vítamín og steinefni. Þegar mjólkin kemur bein...

category-iconHeimspeki

Hvað er líknardauði og hver er munurinn á líknardrápi og líknar- eða líknandi meðferð?

Gríska hugtakið evþanasia þýðir einfaldlega góður dauðdagi. Ég tengi þessa hugmynd einna helst við það þegar gamalt fólk fær hæglátan dauða í svefni í heimahúsi. Það er svo heppið að deyja Drottni sínum þjáningalaust og án afskipta heilbrigðisstétta, ef svo má segja. Tilvik af þessu tagi eru aftur á móti sjald...

category-iconHeimspeki

Hvað er frelsi, hve frjáls getur maður verið?

Við segjum ýmist að athafnir séu frjálsar eða ófrjálsar, og tölum þá um athafnafrelsi eða að fólk sé frjálst eða ófrjálst, og tölum þá um persónufrelsi. Þetta tvennt þarf ekki að fara saman. Ófrjálsum manni, til dæmis þræli, getur verið frjálst að gera ýmislegt og frjálsum manni, til dæmis venjulegum íslenskum rík...

category-iconHugvísindi

Hvernig var daglegt líf almúgafólks á miðöldum?

Svarið við þessari spurningu gæti fyllt margar bækur og yrði þó aldrei tæmandi. Því er líklega best að umorða spurninguna dálítið og spyrja hvað var ólíkast með lífi almúgafólks á miðöldum og lífi fólks hér og nú. Og þá er best að hugsa um lífið eins og það var nær hvar sem var í Evrópu, að Íslandi meðtöldu. Me...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Charles-Augustin de Coulomb og hvert var hans framlag til vísindanna?

Charles-Augustin de Coulomb var einn þekktasti vísindamaður Frakka á síðari hluta 18. aldar. Framlag hans á ýmsum sviðum eðlis- og efnisvísinda er með ólíkindum mikið og fjölbreytt. Coulomb var fæddur í bænum Angoulême í Suðvestur-Frakklandi 1736, af ættum embættis- og auðmanna. Að loknu verkfræðinámi í París s...

category-iconLögfræði

Hvað eru meginreglur laga?

Meginreglur laga eru „þær hugmyndir, rök eða meginsjónarmið, sem liggja til grundvallar einstökum réttarreglum, lagabálkum, réttarsviðum eða réttinum í heild, og hægt er að setja fram sem almenn viðmið.“ Einnig er hægt að skilgreina meginreglur laga sem „óskráðar reglur sem ályktað verður um á grundvelli einstakra...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers konar planta er íslenskur einir?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Get ég fengið helstu upplýsingar um íslenskan eini (plöntuna)? Einir (Juniperus communis) er eina upprunalega, innlenda barrtréð. Hann er af sýprusætt, einnig kölluð grátviðarætt (Cupressaceae). Talið að um 50-60 einitegundir séu í heiminum öllum sem skiptast svo niður...

Fleiri niðurstöður