Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Mætti nota erlenda bókstafi eða tölustafi sem listabókstafi í íslenskum kosningum?

EÖÞ og ÞV

Í 38. grein laga um kosningar til Alþingis segir meðal annars:
Dómsmálaráðuneytið skal þegar tilkynna stjórnmálasamtökum, sem eru á skrá, um ný stjórnmálasamtök sem tilkynnt eru og um ósk þeirra um listabókstaf. Ákveður ráðuneytið bókstaf nýrra samtaka að fengnum óskum þeirra og með hliðsjón af listabókstöfum annarra stjórnmálasamtaka í undangengnum kosningum.
Fleiri orð eru ekki höfð um bókstafi þá sem úthluta má sem listabókstaf stjórnmálaflokka og því lítið hægt að segja um hvort stafir úr erlendum stafrófum yrðu teknir til greina sem listabókstafir.

Í lögunum er ávallt talað um listabókstafi og því má telja víst að tölustafir séu ekki leyfilegir sem listabókstafir stjórnmálaflokka.

Þess má geta til gamans að erlendi bókstafurinn C var notaður um miðja 20. öld sem listabókstafur Sósíalistaflokksins. En í þá daga var litið svo á að C og Q tilheyrðu íslenska stafrófinu, samanber til dæmis þekktar stafrófsvísur frá þessum tíma:
A, b, c, d, e, f, g,

eftir kemur h, i, j, k,

l, m, n, og einnig p,

ætla ég q þar standi hjá.

R, s, t, u, v eru þar næst,

x, y, z, þ, æ, ö.

Allt stafrófið er svo læst

í erindi þessi lítil tvö.
Samkvæmt Wikipediu er þessi vísa eftir Gunnar Pálsson í Hjarðarholti. Einnig er til nýrri vísa um íslensa stafrófið eftir Þórarinn Eldjárn en hana er hægt að lesa í svari við spurningunni Hvenær féllu c, q, z og w úr íslenska stafrófinu og hvers vegna?

Nýlega fengum við ábendingu frá Snorra Marteinssyni sem segir að í sveitarstjórnarkosningunum 1998 í Húnaþingi vestra hafi flokkur boðið sig fram undir listabókstafnum Q. Snorri lætur það fylgja með að sá flokkur hafi verið í meirihluta í sveitastjórn það kjörtímabil.

Höfundar

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

6.8.2003

Spyrjandi

Kjartan Bragi Valgeirsson, f. 1988

Tilvísun

EÖÞ og ÞV. „Mætti nota erlenda bókstafi eða tölustafi sem listabókstafi í íslenskum kosningum?“ Vísindavefurinn, 6. ágúst 2003, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3638.

EÖÞ og ÞV. (2003, 6. ágúst). Mætti nota erlenda bókstafi eða tölustafi sem listabókstafi í íslenskum kosningum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3638

EÖÞ og ÞV. „Mætti nota erlenda bókstafi eða tölustafi sem listabókstafi í íslenskum kosningum?“ Vísindavefurinn. 6. ágú. 2003. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3638>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Mætti nota erlenda bókstafi eða tölustafi sem listabókstafi í íslenskum kosningum?
Í 38. grein laga um kosningar til Alþingis segir meðal annars:

Dómsmálaráðuneytið skal þegar tilkynna stjórnmálasamtökum, sem eru á skrá, um ný stjórnmálasamtök sem tilkynnt eru og um ósk þeirra um listabókstaf. Ákveður ráðuneytið bókstaf nýrra samtaka að fengnum óskum þeirra og með hliðsjón af listabókstöfum annarra stjórnmálasamtaka í undangengnum kosningum.
Fleiri orð eru ekki höfð um bókstafi þá sem úthluta má sem listabókstaf stjórnmálaflokka og því lítið hægt að segja um hvort stafir úr erlendum stafrófum yrðu teknir til greina sem listabókstafir.

Í lögunum er ávallt talað um listabókstafi og því má telja víst að tölustafir séu ekki leyfilegir sem listabókstafir stjórnmálaflokka.

Þess má geta til gamans að erlendi bókstafurinn C var notaður um miðja 20. öld sem listabókstafur Sósíalistaflokksins. En í þá daga var litið svo á að C og Q tilheyrðu íslenska stafrófinu, samanber til dæmis þekktar stafrófsvísur frá þessum tíma:
A, b, c, d, e, f, g,

eftir kemur h, i, j, k,

l, m, n, og einnig p,

ætla ég q þar standi hjá.

R, s, t, u, v eru þar næst,

x, y, z, þ, æ, ö.

Allt stafrófið er svo læst

í erindi þessi lítil tvö.
Samkvæmt Wikipediu er þessi vísa eftir Gunnar Pálsson í Hjarðarholti. Einnig er til nýrri vísa um íslensa stafrófið eftir Þórarinn Eldjárn en hana er hægt að lesa í svari við spurningunni Hvenær féllu c, q, z og w úr íslenska stafrófinu og hvers vegna?

Nýlega fengum við ábendingu frá Snorra Marteinssyni sem segir að í sveitarstjórnarkosningunum 1998 í Húnaþingi vestra hafi flokkur boðið sig fram undir listabókstafnum Q. Snorri lætur það fylgja með að sá flokkur hafi verið í meirihluta í sveitastjórn það kjörtímabil....