Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær féllu c, q, z og w úr íslenska stafrófinu og hvers vegna?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Samkvæmt "Ritreglum" Íslenskrar málstöðvar sem gefnar voru út í Stafsetningarorðabókinni árið 2006 er stafrófið samsett úr 32 bókstöfum og þar er ekki að finna c, q, z eða w.

Í 3. útgáfu Íslenskrar orðabókar frá 2002 eru umræddir fjórir bókstafir sagðir tilheyra íslenska stafrófinu sem viðbótarstafir:

að viðbættum 4 algengum erlendum eða umfrömum bókstöfum (bls. 1449.)

Til er stafrófsvísa eftir Þórarinn Eldjárn um íslenska stafrófið:
A, á, b, d, ð, e, é,

f, g, h, i, í, j, k.

L, m, n, o, ó og p

eiga þar að standa hjá.

R, s, t, u, ú, v næst,

x, y, ý, svo þ, æ, ö.

Íslenskt stafróf er hér læst

í erindi þessi skrítin tvö.
Margir kannast líka við eldri stafrófsvísa eftir Gunnar Pálsson í Hjarðarholti en hana má lesa í svari við spurninguni Mætti nota erlenda bókstafi eða tölustafi sem listabókstafi í íslenskum kosningum?

Snemma á áttunda áratugi síðustu aldar var bókstafurinn z afnuminn er íslensku ritmáli til að einfalda stafsetningu en áfram var þó leyft að nota zetuna í mannanöfnum. Í auglýsingu um íslenska stafsetningu frá 1974 er fjallað um það hvenær má rita z:
  • Í sérnöfnum, erlendum að uppruna, má rita z, t.d. Zóphanías, Zakarías, Zimsen o.s.frv.
  • Í ættarnöfnum, sem gerð eru af mannanöfnum, sem hafa tannhljóð í enda stofns, má rita z, t.d. Haralz, Sigurz, Eggerz o.s.frv.

Þó að þessir fjórir bókstafir séu sjaldséðir í íslensku ritmáli er afar gagnlegt að kunna þá.

Við þurfum til dæmis að nota þá í mörgum öðrum tungumálum sem við lærum og það mundi ýmislegt fara fram hjá okkur í íslensku málumhverfi ef við vissum ekkert um stafina.

Það getur til dæmis verið gagnlegt að kunna skil á þessum viðbótarstöfum:

  • ef við erum kvefuð og ætlum að fá okkur C-vítamín
  • ef við viljum átta okkur á því að í teiknimyndum og teiknimyndasögum tákna zetur svefn
  • ef okkur er mál og við þurfum að rata á klósett sem stundum eru merkt WC
  • ef við viljum átta okkur á því hvað stærðfræðingar og aðrir meina með skammstöfuninni QED
  • ef við þurfum að fara inn á vefsíðuna www.visindavefur.hi.is til að lesa um bókstafinn w
  • ef við eigum að fylgja mataruppskrift sem segir okkur að nota um 37°C heitt vatn til að hræra saman við hveiti og ger
Bókstafirnir zetan, tvöfalda vaffið, séið og kúið eru þess vegna nytsamlegir til margra nota, eins og bókstafirnir í íslenska stafrófinu.

Mynd:

Þetta svar var uppfært 27.3.2015.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

8.5.2007

Spyrjandi

Kristján Jóhannsson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvenær féllu c, q, z og w úr íslenska stafrófinu og hvers vegna?“ Vísindavefurinn, 8. maí 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6629.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2007, 8. maí). Hvenær féllu c, q, z og w úr íslenska stafrófinu og hvers vegna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6629

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvenær féllu c, q, z og w úr íslenska stafrófinu og hvers vegna?“ Vísindavefurinn. 8. maí. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6629>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær féllu c, q, z og w úr íslenska stafrófinu og hvers vegna?
Samkvæmt "Ritreglum" Íslenskrar málstöðvar sem gefnar voru út í Stafsetningarorðabókinni árið 2006 er stafrófið samsett úr 32 bókstöfum og þar er ekki að finna c, q, z eða w.

Í 3. útgáfu Íslenskrar orðabókar frá 2002 eru umræddir fjórir bókstafir sagðir tilheyra íslenska stafrófinu sem viðbótarstafir:

að viðbættum 4 algengum erlendum eða umfrömum bókstöfum (bls. 1449.)

Til er stafrófsvísa eftir Þórarinn Eldjárn um íslenska stafrófið:
A, á, b, d, ð, e, é,

f, g, h, i, í, j, k.

L, m, n, o, ó og p

eiga þar að standa hjá.

R, s, t, u, ú, v næst,

x, y, ý, svo þ, æ, ö.

Íslenskt stafróf er hér læst

í erindi þessi skrítin tvö.
Margir kannast líka við eldri stafrófsvísa eftir Gunnar Pálsson í Hjarðarholti en hana má lesa í svari við spurninguni Mætti nota erlenda bókstafi eða tölustafi sem listabókstafi í íslenskum kosningum?

Snemma á áttunda áratugi síðustu aldar var bókstafurinn z afnuminn er íslensku ritmáli til að einfalda stafsetningu en áfram var þó leyft að nota zetuna í mannanöfnum. Í auglýsingu um íslenska stafsetningu frá 1974 er fjallað um það hvenær má rita z:
  • Í sérnöfnum, erlendum að uppruna, má rita z, t.d. Zóphanías, Zakarías, Zimsen o.s.frv.
  • Í ættarnöfnum, sem gerð eru af mannanöfnum, sem hafa tannhljóð í enda stofns, má rita z, t.d. Haralz, Sigurz, Eggerz o.s.frv.

Þó að þessir fjórir bókstafir séu sjaldséðir í íslensku ritmáli er afar gagnlegt að kunna þá.

Við þurfum til dæmis að nota þá í mörgum öðrum tungumálum sem við lærum og það mundi ýmislegt fara fram hjá okkur í íslensku málumhverfi ef við vissum ekkert um stafina.

Það getur til dæmis verið gagnlegt að kunna skil á þessum viðbótarstöfum:

  • ef við erum kvefuð og ætlum að fá okkur C-vítamín
  • ef við viljum átta okkur á því að í teiknimyndum og teiknimyndasögum tákna zetur svefn
  • ef okkur er mál og við þurfum að rata á klósett sem stundum eru merkt WC
  • ef við viljum átta okkur á því hvað stærðfræðingar og aðrir meina með skammstöfuninni QED
  • ef við þurfum að fara inn á vefsíðuna www.visindavefur.hi.is til að lesa um bókstafinn w
  • ef við eigum að fylgja mataruppskrift sem segir okkur að nota um 37°C heitt vatn til að hræra saman við hveiti og ger
Bókstafirnir zetan, tvöfalda vaffið, séið og kúið eru þess vegna nytsamlegir til margra nota, eins og bókstafirnir í íslenska stafrófinu.

Mynd:

Þetta svar var uppfært 27.3.2015.

...