þorpari k. ‘⊙þorpsbúi; þrjótur, illmenni’; sbr. fær. torpari ‘fátækur sveitabúi’. Vísast (ummyndað) to. úr mlþ. dorper ‘þorpsbúi, þrjótur’, sbr. og d. tølper, sæ. tölp(el) s.s. nhþ. tölpel mhþ. törpel. Merkingarferlið ‘þorpsbúi’ > ‘þrjótur’ á sér hliðstæðu í fr. villain ‘bóndi; rusti’ af mlat. vīllānus af vīlla ‘bóndabær’.Táknið ⊙ merkir að ‘þorpari’ sé staðbundin merking eða merking notuð í talmáli. Eins og Ásgeir segir er þorpari vísast ummyndað tökuorð úr miðlágþýsku en þangað eiga mörg íslensk tökuorð rætur að rekja, oft um dönsku. Heimildir:
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
- Wikimedia Commons. It Takes a Thief. (Sótt 17.1.2019).