Sólin Sólin Rís 11:20 • sest 15:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:59 • Sest 14:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:15 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:58 • Síðdegis: 14:37 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:20 • sest 15:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:59 • Sest 14:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:15 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:58 • Síðdegis: 14:37 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru sendingar í gömlu þjóðsögunum draugar eða djöflar?

Rósa Þorsteinsdóttir

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Ég er að vinna í verkefni sem tengist gömlum þjóðsögum. Mig vantar samt góða heimild um sendingar í þjóðsögum og er að spá hvort að þig getið hjálpað mér með það. Spurning mín til ykkar er: Hvað eru sendingar, hvort eru þær draugar eða djöflar?

Hugtakið sending er í þjóðsögum notað yfir allskyns fyrirbæri sem galdramenn nota til að ná fram vilja sínum og senda oftast óvinum sínum, til þess að verða þeim til meins. Þessar sendingar gátu orðið til á mismunandi hátt og tekið á sig ýmsar myndir, en oftast eru þær draugar.

Í sumum sögnum kemur fram að galdramaður geti tekið bein úr dauðum manni og magnað það svo upp að það taki á sig mannsmynd. Þá getur hann sent veruna þeirra erinda sem hann vill, sem næstum alltaf er það að gera fjandmanni sínum eitthvað illt, jafnvel til að drepa hann. Sá verður að vera ennþá fjölkunnugri en sá sem sendi til að verjast sendingunni, en sagt er að ef hann hitti á að nefna hvaðan úr líkamanum beinið er, eða ef hann geti nefnt nafn þess sem beinið er úr geti sendingin ekki gert honum neitt illt. Einnig eru til sögur um að dauð dýr séu mögnuð til sendinga, til dæmis tófur, hundar eða nautgripir.

Oftast eru sendingar í þjóðsögum draugar. Á myndinni sést Þorgeirsboli sem er þekktur íslenskur draugur.

Algengastar eru þó sögur þar sem sendingin er beinlínis uppvakningur eða dauð manneskja sem er vakin upp frá dauðum. Um aðferðirnar sem hafa þarf til þess er hægt að lesa í 1. bindi þjóðsagnasafns Jóns Árnasonar Íslenskar þjóðsögur og ævintýri (1954), bls. 304–306. Það er því ljóst að sendingar eru langoftast draugar, en þeir geta til dæmis birst sem gufa sem síðan tekur á sig manns- eða dýramynd.

Margar sögunar fjalla einmitt um það hvernig tekið er á móti sendingunum og svo vel vill til að móttakendurnir eru mjög oft sjálfir galdramenn sem vita hvaða ráð duga gegn draugum og geta oft kveðið þá niður eða sært úr þeim andann. Þó gerist það stundum að þeir snúa sendingum hreinlega við og senda þær aftur til upphaflega sendandans, í þeim tilfellum verða draugarnir þá að svokölluðum ættarfylgjum eða ættardraugum, sem fylgja þeim sem vöktu þá upp og afkomendum þeirra í nokkra liði. Hið sama gerist ef galdramaðurinn getur varist draugnum án þess að hann hverfi, en þá fer hann að fylgja viðtakendum og ætt hans oft í níu ættliði.

Í nokkrum fjölda sagna eru draugarnir plataðir til að sýna hvað þeir geti orðið litlir. Þá breytir draugurinn sér til dæmis í flugu og er lokkaður ofan í flösku eða inn í sauðarlegg sem tappa er svo stungið í og búið vandlega um. Leggnum eða flöskunni er síðan komið fyrir á afvikinn stað og ef einhver skyldi nú rekast á slíkan legg er eins gott að láta það vera að taka tappann úr.

Heimildir:
  • Jón Árnason. Íslenskar þjóðsögur og ævintýri. VI–VI. X Ný útg. Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfuna. Reykjavík: Þjóðsaga, 1954–1961.
  • Konrad Maurer. Íslenskar alþýðusögur á okkar tímum. Leipzig 1860. Þýð. Steinar Matthíasson. Ritstj. Rósa Þorsteinsdóttir. Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2015.

Mynd:

Höfundur

Rósa Þorsteinsdóttir

rannsóknarlektor á þjóðfræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

8.5.2015

Spyrjandi

Sigfús Haukur Sigfússon

Tilvísun

Rósa Þorsteinsdóttir. „Eru sendingar í gömlu þjóðsögunum draugar eða djöflar?“ Vísindavefurinn, 8. maí 2015, sótt 18. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70022.

Rósa Þorsteinsdóttir. (2015, 8. maí). Eru sendingar í gömlu þjóðsögunum draugar eða djöflar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70022

Rósa Þorsteinsdóttir. „Eru sendingar í gömlu þjóðsögunum draugar eða djöflar?“ Vísindavefurinn. 8. maí. 2015. Vefsíða. 18. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70022>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru sendingar í gömlu þjóðsögunum draugar eða djöflar?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Ég er að vinna í verkefni sem tengist gömlum þjóðsögum. Mig vantar samt góða heimild um sendingar í þjóðsögum og er að spá hvort að þig getið hjálpað mér með það. Spurning mín til ykkar er: Hvað eru sendingar, hvort eru þær draugar eða djöflar?

Hugtakið sending er í þjóðsögum notað yfir allskyns fyrirbæri sem galdramenn nota til að ná fram vilja sínum og senda oftast óvinum sínum, til þess að verða þeim til meins. Þessar sendingar gátu orðið til á mismunandi hátt og tekið á sig ýmsar myndir, en oftast eru þær draugar.

Í sumum sögnum kemur fram að galdramaður geti tekið bein úr dauðum manni og magnað það svo upp að það taki á sig mannsmynd. Þá getur hann sent veruna þeirra erinda sem hann vill, sem næstum alltaf er það að gera fjandmanni sínum eitthvað illt, jafnvel til að drepa hann. Sá verður að vera ennþá fjölkunnugri en sá sem sendi til að verjast sendingunni, en sagt er að ef hann hitti á að nefna hvaðan úr líkamanum beinið er, eða ef hann geti nefnt nafn þess sem beinið er úr geti sendingin ekki gert honum neitt illt. Einnig eru til sögur um að dauð dýr séu mögnuð til sendinga, til dæmis tófur, hundar eða nautgripir.

Oftast eru sendingar í þjóðsögum draugar. Á myndinni sést Þorgeirsboli sem er þekktur íslenskur draugur.

Algengastar eru þó sögur þar sem sendingin er beinlínis uppvakningur eða dauð manneskja sem er vakin upp frá dauðum. Um aðferðirnar sem hafa þarf til þess er hægt að lesa í 1. bindi þjóðsagnasafns Jóns Árnasonar Íslenskar þjóðsögur og ævintýri (1954), bls. 304–306. Það er því ljóst að sendingar eru langoftast draugar, en þeir geta til dæmis birst sem gufa sem síðan tekur á sig manns- eða dýramynd.

Margar sögunar fjalla einmitt um það hvernig tekið er á móti sendingunum og svo vel vill til að móttakendurnir eru mjög oft sjálfir galdramenn sem vita hvaða ráð duga gegn draugum og geta oft kveðið þá niður eða sært úr þeim andann. Þó gerist það stundum að þeir snúa sendingum hreinlega við og senda þær aftur til upphaflega sendandans, í þeim tilfellum verða draugarnir þá að svokölluðum ættarfylgjum eða ættardraugum, sem fylgja þeim sem vöktu þá upp og afkomendum þeirra í nokkra liði. Hið sama gerist ef galdramaðurinn getur varist draugnum án þess að hann hverfi, en þá fer hann að fylgja viðtakendum og ætt hans oft í níu ættliði.

Í nokkrum fjölda sagna eru draugarnir plataðir til að sýna hvað þeir geti orðið litlir. Þá breytir draugurinn sér til dæmis í flugu og er lokkaður ofan í flösku eða inn í sauðarlegg sem tappa er svo stungið í og búið vandlega um. Leggnum eða flöskunni er síðan komið fyrir á afvikinn stað og ef einhver skyldi nú rekast á slíkan legg er eins gott að láta það vera að taka tappann úr.

Heimildir:
  • Jón Árnason. Íslenskar þjóðsögur og ævintýri. VI–VI. X Ný útg. Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfuna. Reykjavík: Þjóðsaga, 1954–1961.
  • Konrad Maurer. Íslenskar alþýðusögur á okkar tímum. Leipzig 1860. Þýð. Steinar Matthíasson. Ritstj. Rósa Þorsteinsdóttir. Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2015.

Mynd:

...