Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Hver er bókstaflega merking harðbakkans sem stundum slær í? (Þegar í harðbakkann slær).
Nafnorðið harðbakki er notað um dimman skýjabakka sem bendir til að illviðri sé í nánd. Orðið virðist þó fyrst og fremst notað í sambandinu þegar (eða ef) í harðbakkann slær ‘þegar (eða ef) verulega reynir á’.
Orðasambandið þekkist frá miðri 19. öld, sjá til dæmis Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal, sem gefin var út á árunum 1920–1924, er orðasambandið að finna en einnig afbrigðið það slær í harðbakka með e-m (út af e-u) ‘e-r fara að rífast eða deila (út af e-u)’.
Prófessor Halldór Halldórsson gaf út bók um íslensk orðtök og getur sér þess til að harðbakki sé notað um skýjabakka sem boðar harðviðri eins og bent er á í upphafi svarsins. Orðtakið merki því í raun „ef til illviðra dregur“ (1968 I: 219).
Heimildir og mynd:
Halldór Halldórsson. 1968. Íslenzkt orðtakasafn. I, A–K. Almenna Bókafélagið, Reykjavík.
Guðrún Kvaran. „Hvað er harðbakki þegar í harðbakkann slær?“ Vísindavefurinn, 26. júlí 2024, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86563.
Guðrún Kvaran. (2024, 26. júlí). Hvað er harðbakki þegar í harðbakkann slær? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86563
Guðrún Kvaran. „Hvað er harðbakki þegar í harðbakkann slær?“ Vísindavefurinn. 26. júl. 2024. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86563>.