Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1124 svör fundust
Hver er uppruni orðanna hjónaband og hjón? Eru til skyld orð í öðrum tungumálum?
Orðið hjón er til í einhverri mynd í flestum Norðurlandamálum. Í færeysku er til hjún, í eldri nýnorsku hjon, hjun, eldri sænsku hjon 'maki; þjónn', forndönsku hjøn. Orðin eru samgermönsk. Í fornháþýsku voru til orðmyndirnar hiuuin, hiwen, hiun í merkingunni 'hjúskaparaðili' og í fornensku hiwa (í eignarfalli hina...
Hver er uppruni pundsmerkisins og af hverju er það táknað með £?
Pundsmerkið sem er yfirleitt táknað svona: £, er heiti á gjaldmiðli í nokkrum löndum, til dæmis Englandi, Egiftalandi, Líbanon og Sýrlandi. Merkið er myndað eftir latneska orðinu libra sem var massaeining Rómverja. Það orð er dregið af orðum eins og libro sem merkir að koma í jafnvægi, eins og þegar vog er kom...
Hver bjó til fyrstu orðin?
Við vitum ekki hver bjó til fyrstu orðin en það er óralangt síðan þau urðu til. Flestir gera ráð fyrir að fyrstu orðin hafi verið einhvers konar hljóðlíkingar þar sem maðurinn reyndi að líkja eftir því sem hann heyrði í náttúrunni umhverfis sig, rennsli vatns, hljóðum fugla og svo framvegis. Síðan hafi þessi hljó...
Af hverju kallast vöðvasamdrættir í auga fjörfiskur?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Ég hef velt fyrir mér orðinu fjörfiskur og uppruna þess í svolítinn tíma. Ég hef farið í margar bækur, orðabækur og aðrar bækur sem skilgreina uppruna íslenskra orða en hef enn ekki fundið neitt dæmi um fjörfisk. Ég er sjálf komin með kenningu, hún er sú að orðið fjörfiskur ...
Hvaðan kemur nafnið á kökunni hjónabandssæla?
Ekki hefur mér tekist að finna skýringu á nafni kökunnar hjónabandssæla og hef þó víða leitað og margan spurt. Elsta heimild sem ég hef fundið um nafnið er úr Vikunni, 10. tbl. 1950 á timarit.is. Þar er uppskrift og bakstrinum síðan lýst. Lýsingin endar á: ,,Þessu er jafnað á smurða plötu og rabarbaramauk smurt yf...
Hvers vegna heitir fremsti hluti typpisins kóngur?
Í Íslenskri orðabók sem upphaflega var unnin af Árna Böðvarssyni og kom út tvisvar undir hans ritstjórn (1963, 1983) er þessa merkingu ekki að finna undir flettunni kóngur. Hennar er ekki heldur getið í Viðbæti við Íslensk-danska orðabók Sigfúsar Blöndals sem gefinn var út 1963. Aftur á móti er merkingin ‘reðurhúf...
Við erum hópur nemenda í Þýskalandi og viljum vita hvaðan orðið "kónguló" kemur?
Köngulóarinnar er snemma getið í íslenskum fornbókmenntum. Í Hervarar sögu og Heiðreks konungs, einni fornaldarsagna, koma fram myndirnar köngurváfa, könguróa og kongvefja í mismunandi uppskriftum en erfitt er að skera úr um sérhljóðana í gömlum handritum. Tína mætti til fleiri myndir úr fornum handritum en rúmið ...
Hverjar eru orðsifjar orðsins gengilbeina?
Orðið gengilbeina var upphaflega notað sem ambáttarheit. Í 10. erindi Rígsþulu, sem er eitt Eddu-kvæða, segir: Þar kom at garði gengilbeina, aurr var á iljum, armr sólbrunninn, niðrbjúgt er nef, nefndisk Þír. Þír í síðasta vísuorðinu þekktist í fornu máli í merkingunni ‘ambátt’, skylt þý og þjóna. Í nútím...
Hvenær var orðið gjálífi fyrst notað og hver er uppruni orðsins?
Orðið gjálífi ‘léttúðugt líferni’ þekktist þegar í fornu máli til dæmis í Stjórn, Maríu sögu og Heilagra manna sögum. Í fornmálsorðabókum er vísað í myndina gjólífi í sömu merkingu, nafnorðið gjó ‘léttúð, lausung’ og nafnorðið gjómaður ‘léttúðugur maður’ og virðist sú mynd eldri. Orðið gjálífi ‘léttúðugt lífer...
Hvað er valdefling og hvenær kemur orðið fram í íslensku?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég er að skrifa um hugtakið valdeflingu sem er mikið notað í dag í hinum ýmsu fræðum. Hugtakið finnst ekki í orðabók Eddu og ég er að velta því fram hvenær það kemur fyrst fram í málinu og hver sé viðurtekin skilgreining á hugtakinu á íslensku. Með góðri kveðju, Rétt er...
Hvers vegna heitir hrafnshreiður laupur, hvað merkir orðið og hvaðan kemur það?
Laupur hefur fleiri en eina merkingu: ‘meis; hrafnshreiður; gamall og slitinn hlutur; óáreiðanlegur maður; viðarstafli’. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:548–549) er upphafleg merking talin karfa (úr trjáberki) og hinar merkingarnar leiddar af henni. Í fornu máli er merkingin ‘karfa’ nær ...
Af hverju er talað um að kyrkja þegar einhver er tekinn hálstaki?
Sögnin að kyrkja merkir að ‘kæfa einhvern, drepa einhvern með því að taka um háls hans og stöðva öndunina, taka einhvern kverkataki’. Hálsinn að framanverðu, hornið milli höku og háls, nefnist kverk og sé tekið fyrir kverkarnar á einhverjum nær hann ekki andanum, hann kafnar, hefur verið kyrktur. Hálsinn að fr...
Hvaðan kemur orðið agúrka?
Skafti spurði sérstaklega um gúrku: Af hverju er gúrka ýmist kölluð gúrka eða agúrka? Hvort er rétt að segja eða er þetta ekki sama tegund? Orðið agúrka barst hingað úr dönsku agurk sem fengið er úr lágþýsku agurke sem aftur fékk orðið um pólsku ogórek, úr nýgrísku angouri. Í eldri grísku hét grænmetið ango...
Hvers vegna kallast hlaupabóla þessu nafni?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna kallast hlaupabóla svo? Ekki hlaupa þær beinlínis um þótt þær birtist hratt. Vísar þetta kannski til smitanna? Hlaupabóla (varicella zoster) er bráðsmitandi veirusjúkdómur sem einkum leggst á börn. Sjúkdómurinn lýsir sér með bólum eða blettum á húð sem verða að nok...
Hvað er að vera „tussulegur“ og hvaðan kemur það?
Orðið tussa merkir ‘poki, tuðra; kvensköp, lastyrði um konu’ og þekkist í málinu frá 19. öld. Af nafnorðinu er leidd sögnin tussast (til einhvers) ‘sneypast til að gera eitthvaðð’ og lýsingarorðið tussulegur ‘leiðinlegur (um fólk og veður). Skylt er nafnorðið tussi ‘poki; tittlingur á hundi’. Lýsingarorðið tus...