Af hverju er gúrka ýmist kölluð gúrka eða agúrka? Hvort er rétt að segja eða er þetta ekki sama tegund?Orðið agúrka barst hingað úr dönsku agurk sem fengið er úr lágþýsku agurke sem aftur fékk orðið um pólsku ogórek, úr nýgrísku angouri. Í eldri grísku hét grænmetið angoúrion og merkti ‘vatnsmelóna’. Agúrka er ávöxtur en kallast þó grænmeti í daglegu tali.
- File:Greenhouse cucumber Passandra F1.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 19.02.2021). Myndina tók Marrik og hún er birt undir leyfinu Creative Commons — Attribution-ShareAlike 4.0 International — CC BY-SA 4.0.