Ég er að skrifa um hugtakið valdeflingu sem er mikið notað í dag í hinum ýmsu fræðum. Hugtakið finnst ekki í orðabók Eddu og ég er að velta því fram hvenær það kemur fyrst fram í málinu og hver sé viðurtekin skilgreining á hugtakinu á íslensku. Með góðri kveðju,Rétt er að orðið valdefling finnst ekki í Íslenskri orðabók frá 2002 og hefur ekki heldur komist inn í neina þeirra orðabóka sem finna má á málið.is á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Orðið virðist fyrst komast í notkun í upphafi síðustu aldar. Elsta dæmi sem ég hef fundið á tímarit.is er úr Morgunblaðinu 2004 þannig að miklu eldra er það ekki. Ágæt umfjöllun kemur fram í blaðinu Iðjuþjálfinn 2. tbl. 2007, 14):
Hugtakið valdefling (empowerment) hefur tengst réttindabaráttu minnihlutahópa frá því á 7. áratug 20. aldar. Fjöldi fræðimanna hefur gert þetta hugtak að viðfangsefni sínu og skilgreiningar byggjast á mismunandi túlkunum á merkingu þess (Hanna Björg Sigurjónsdóttir, 2006). Einföld skilgreining á valdeflingu er að færa vald þeirra sem hafa það yfir til þeirra sem ekki hafa það (Chamberlin, 1997).[1]
Í grein í blaðinu Iðjuþjálfinn frá 2007 er valdefling skilgreint sem það „að færa vald þeirra sem hafa það yfir til þeirra sem ekki hafa það.“ Í þessari myndlíkingu hefur skákpeðið öðlast vald kóngsins.
- ^ Iðjuþjálfinn, 29. árgangur 2007, 2. tölublað - Timarit.is. (Sótt 26.06.2018).
- Flickr. (Sótt 13.6.2018).