Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjar eru orðsifjar orðsins gengilbeina?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið gengilbeina var upphaflega notað sem ambáttarheit. Í 10. erindi Rígsþulu, sem er eitt Eddu-kvæða, segir:

Þar kom at garði
gengilbeina,
aurr var á iljum,
armr sólbrunninn,
niðrbjúgt er nef,
nefndisk Þír.

Þír í síðasta vísuorðinu þekktist í fornu máli í merkingunni ‘ambátt’, skylt þý og þjóna.

Í nútímamáli er orðið notað um þjónustustúlku á veitinga- eða kaffihúsi.

Upphaflega merkingin er væntanlega ‘göngukona, förukona’, sú sem ferðast fótgangandi, fyrri liður dreginn af sögninni ganga en síðari liður af bein ‘fótleggur’.

Orðið er notað í nútímamáli um þjónustustúlku, frammistöðustúlku, á veitinga- eða kaffihúsi. Þá er síðari liðurinn tengdur við orðið beini ‘aðstoð, greiði, veitingar’, samanber ganga um beina.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

15.5.2018

Spyrjandi

Hrólfur Eyjólfsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hverjar eru orðsifjar orðsins gengilbeina?“ Vísindavefurinn, 15. maí 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75358.

Guðrún Kvaran. (2018, 15. maí). Hverjar eru orðsifjar orðsins gengilbeina? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75358

Guðrún Kvaran. „Hverjar eru orðsifjar orðsins gengilbeina?“ Vísindavefurinn. 15. maí. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75358>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjar eru orðsifjar orðsins gengilbeina?
Orðið gengilbeina var upphaflega notað sem ambáttarheit. Í 10. erindi Rígsþulu, sem er eitt Eddu-kvæða, segir:

Þar kom at garði
gengilbeina,
aurr var á iljum,
armr sólbrunninn,
niðrbjúgt er nef,
nefndisk Þír.

Þír í síðasta vísuorðinu þekktist í fornu máli í merkingunni ‘ambátt’, skylt þý og þjóna.

Í nútímamáli er orðið notað um þjónustustúlku á veitinga- eða kaffihúsi.

Upphaflega merkingin er væntanlega ‘göngukona, förukona’, sú sem ferðast fótgangandi, fyrri liður dreginn af sögninni ganga en síðari liður af bein ‘fótleggur’.

Orðið er notað í nútímamáli um þjónustustúlku, frammistöðustúlku, á veitinga- eða kaffihúsi. Þá er síðari liðurinn tengdur við orðið beini ‘aðstoð, greiði, veitingar’, samanber ganga um beina.

Mynd:

...