Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna heitir hrafnshreiður laupur, hvað merkir orðið og hvaðan kemur það?

Guðrún Kvaran

Laupur hefur fleiri en eina merkingu: ‘meis; hrafnshreiður; gamall og slitinn hlutur; óáreiðanlegur maður; viðarstafli’. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:548–549) er upphafleg merking talin karfa (úr trjáberki) og hinar merkingarnar leiddar af henni. Í fornu máli er merkingin ‘karfa’ nær einráð. Skyldleika við nágrannamálin en einnig fjarskyldari mál má einnig finna í orðsifjabókinni.

Upphaflega merking orðins laupur er talin vera karfa (úr trjáberki). Hrafnslaupur minnir vissulega á grófgerða körfu, eins og sést á myndinni.

Þeir sem þekkja hrafnslaup vita að hann er lítið annað en hrúga af meðalstórum greinum og minnir vissulega á grófgerða körfu.

Heimild og mynd:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. Orðabókin er einnig aðgengileg á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (málið.is).
  • Mynd: Ferlir.is. (Sótt 5.10.2021). Birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

18.10.2021

Spyrjandi

Ásdís Magnúsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna heitir hrafnshreiður laupur, hvað merkir orðið og hvaðan kemur það?“ Vísindavefurinn, 18. október 2021, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=82259.

Guðrún Kvaran. (2021, 18. október). Hvers vegna heitir hrafnshreiður laupur, hvað merkir orðið og hvaðan kemur það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82259

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna heitir hrafnshreiður laupur, hvað merkir orðið og hvaðan kemur það?“ Vísindavefurinn. 18. okt. 2021. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82259>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna heitir hrafnshreiður laupur, hvað merkir orðið og hvaðan kemur það?
Laupur hefur fleiri en eina merkingu: ‘meis; hrafnshreiður; gamall og slitinn hlutur; óáreiðanlegur maður; viðarstafli’. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:548–549) er upphafleg merking talin karfa (úr trjáberki) og hinar merkingarnar leiddar af henni. Í fornu máli er merkingin ‘karfa’ nær einráð. Skyldleika við nágrannamálin en einnig fjarskyldari mál má einnig finna í orðsifjabókinni.

Upphaflega merking orðins laupur er talin vera karfa (úr trjáberki). Hrafnslaupur minnir vissulega á grófgerða körfu, eins og sést á myndinni.

Þeir sem þekkja hrafnslaup vita að hann er lítið annað en hrúga af meðalstórum greinum og minnir vissulega á grófgerða körfu.

Heimild og mynd:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. Orðabókin er einnig aðgengileg á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (málið.is).
  • Mynd: Ferlir.is. (Sótt 5.10.2021). Birt með góðfúslegu leyfi.
...