Hvers vegna kallast hlaupabóla svo? Ekki hlaupa þær beinlínis um þótt þær birtist hratt. Vísar þetta kannski til smitanna?Hlaupabóla (varicella zoster) er bráðsmitandi veirusjúkdómur sem einkum leggst á börn. Sjúkdómurinn lýsir sér með bólum eða blettum á húð sem verða að nokkurs konar blöðrum og síðar sárum. Veiran berst milli einstaklinga með úðasmiti eða með beinni snertingu, til dæmis snertingu við sprungnar blöðrur.
Sá eini kvilli, er hjer hefur býsna-mikil brögð að verið í vetur að leið og í vor, er hlaupabóla, er menn svo kalla.Enga örugga skýringu hef ég fundið á nafninu en læt mér detta í hug að það skýrist af því hve fljótt hún berst milli manna, nánast eins og hún hlaupi frá einu barni til annars. Heimildir og mynd:
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók, Reykjavík. Bókina má einnig finna á vef Stofnunar Árna Magnússonar (arnastofnun.is)
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. ritmalssafn.arnastofnun.is (Sótt 14.4.2021).
- Mynd: chickenpox | Flickr. Höfundur myndar: Petras Gagilas. Birt undir Creative Commons Attribution-ShareAlike 2.0 Generic leyfi. (Sótt 14.4.2021).