Hann heldur hægri hendi öfugri um stinnan tittlinginn og hnykkir henni [...] þannig að kóngurinn stingst útúr greipinni.Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:493) eru þessar merkingar undir 2 kóngur ‘pípuhaus; rokkstjaki; tindur, hnúkur; kuðungur’. Merkinguna ‘kuðungur’ segir Ásgeir komna úr dönsku kong, konk. Mér hefur ekki tekist að finna gömul dæmi um merkinguna ‘fremsti hluti getnaðarlims’. Ég get mér þess til að heitið kóngur sé komið af líkingu við pípuhausinn, einkum neðsta hlutann á hausnum. Viti einhverjir betur væri gott að frétta af því. Heimildir og mynd:
- Íslensk orðabók. 2002. 3. útgáfa, aukin og endurbætt. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
- Sigfús Blöndal. Íslensk-dönsk orðabók. Viðbætir. 1963. Ritstjórar Halldór Halldórsson og Jakob Benediktsson. Íslensk-danskur orðabókarsjóður, Reykjavík.
- File:Penis parts.png - Wikimedia Commons. (Sótt 13.11.2017).
- Free photo: Pipe, Brown, Canvas, Old, Design - Free Image on Pixabay - 2193716. (Sótt 13.11.2017).