Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 866 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju má ekki skíra barnið sitt Jesús?

Ekkert stendur í lögum um mannanöfn sem bannar það að nafnið Jesús sé notað sem eiginnafn. Þau ákvæði sem nafn þarf að uppfylla til þess að fara á mannanafnaskrá eru að það fái endingu í eignarfalli og falli að öðru leyti að íslensku hljóðkerfi og stafsetningu. Menn hafa hins vegar skirrst við að gefa nafn sem...

category-iconUmhverfismál

Eru ilmvötn umhverfisvæn?

Ilmvötn eru flóknar efnablöndur samansettar úr allt að 500 mismunandi efnasamböndum. Ilmvötn fyrir konur eru samsett úr 20-30% ilmolíu í 95% blöndu af etanóli. Rakspírar fyrir karlmenn eru svipaðir en innihalda yfirleitt minna magn af ilmolíu. Fyrr á öldum voru fyrst og fremst notuð náttúruleg ilmefni í ilmvötn...

category-iconLæknisfræði

Hefur neftóbak skaðleg áhrif á líkamann?

Neftóbak og munntóbak kallast einu nafni reyklaust tóbak. Skaðsemi reyklauss tóbaks byggist annars vegar á eituráhrifum nikótíns í líkamanum og hins vegar á áhrifum annarra eitraðra efna í tóbakinu. Í reyklausu tóbaki eru efni sem vitað er að geta valdið krabbameini og notkun þessa tóbaks virðist geta valdið krabb...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju er ekki hægt að temja sebrahesta?

Þegar Evrópumenn komu til Góðrarvonarhöfða, syðsta hluta Afríku, árið 1652 voru hestar (Equus caballus) fyrstu húsdýrin sem þeir fluttu með sér. Haft var eftir Hollendingnum Jan van Riebeeck (1619-1677) sem var í forsvari leiðangursins að hross væru landnemum jafn mikilvæg og brauð. Á þessum tíma þekktust hest...

category-iconNæringarfræði

Hvað getur maður lifað lengi á blautu grasi?

Við skiljum spurninguna svo að hér sé átt við að maðurinn borði blautt gras en einnig væri hægt að skilja hana á þann veg að spyrjandi vilji fá að vita hversu lengi maður geti legið eða staðið á blautu grasi. Það væri væntanlega hægt að lifa ansi lengi þannig, alveg jafn lengi og ef menn stæðu inni í skrifstofu eð...

category-iconNæringarfræði

Hvað eru margar hitaeiningar í bjór?

Eins og lesa má um í svari Björns Sigurðar Gunnarssonar við spurningunni Er áfengi fitandi?, er áfengi (etanól) eitt orkuefnanna ásamt kolvetnum, fitu og prótíni. Hvert gramm áfengis inniheldur 7 hitaeiningar (kkal), svo að öllu jöfnu eru áfengir drykkir orkuríkari eftir því sem áfengismagnið í þeim er meira. Að a...

category-iconLífvísindi: almennt

Getur fólk með Down-heilkenni eignast börn?

Down-heilkenni orsakast af litningagalla og er algengasti litningasjúkdómurinn sem hrjáir manninn. Ýmis einkenni fylgja þessu heilkenni og er nánar fjallað um þau í svari Hans Tómasar Björnssonar við spurningunni Hverjar eru líkur á því að barn fæðist með Down-heilkenni? Einn fylgifiskur Down-heilkennis er sker...

category-iconVeðurfræði

Getur maður orðið brúnn þótt það sé skýjað?

Já, maður getur orðið brúnn og jafnvel brunnið af því að vera úti í skýjuðu veðri. Ský draga úr geislun útfjólublárra geisla en hluti þeirra berst í gegnum andrúmsloftið til jarðar þrátt fyrir skýin. Það tekur því lengri tíma að verða brúnn í skýjuðu veðri en á endanum getur það orðið. Menn geta vel orðið sólb...

category-iconHugvísindi

Hvað er lúsalyng?

Berjatínsla er hérlendis vinsæl á haustin eins og víða annars staðar. Með haustinu skartar bláberjalyngið nýjum björtum litum en krækiberjalyngið lætur minna á sér bera. Ekki er öllum kunnugt að það á sér þrjú nöfn, krækiberjalyng, krækilyng og lúsalyng. Krækiberjalyng eða lúsalyng. Elstu dæmi í söfnum Orðabóka...

category-iconMálvísindi: almennt

Voru rúnir alltaf ritaðar frá vinstri til hægri?

Öll spurningin hljóðaði svona: Voru rúnir alltaf ritaðar frá vinstri til hægri? Eru þekkt einhver dæmi um annað? Er vitað um einhverjar rúnir sem voru ritaðar í hring? Rúnir voru á elsta tímabilinu (frá um 200 til 800 e.Kr.) skrifaðar ýmist frá vinstri eða hægri. Ef þær voru skrifaðar frá hægri voru þær spe...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getur þú sagt mér um skröltorma?

Skröltormar, sem á ensku nefnast rattle snakes, eru gildvaxnir amerískir eitursnákar. Helsta einkenni þeirra eru hornplötur á halanum sem skröltir í þegar halinn er hristur. Skröltormar tilheyra tveimur ættkvíslum, Sistrurus og Crotalus. Tegundir sem tilheyra síðarnefndu ættkvíslinni eru oft kallaðar “hinir eiginl...

category-iconVísindavefur

Hvernig á maður að heilla fyrrverandi kærustuna sína þannig að hún vilji mann aftur?

Sambandsslit og hjartasárin sem þeim fylgja eru eitthvað sem flestir landsmenn þekkja. Fyrir utan þann andlega sársauka sem fólk í ástarsorg finnur fyrir, þá hafa nýlegar rannsóknir sýnt að áfallið sem fylgir sambandsslitum getur beinlínis haft heilsuspillandi áhrif. Það er því ekki nema von að lesendur velti fyri...

category-iconStærðfræði

Hvernig vitum við að 1 + 1 = 2 og 2 + 2 = 4?

Oft er það þannig að erfiðast er að færa rök fyrir staðhæfingum sem okkur virðast hvað augljósastar. Flestir notfæra sér þekkingu eins og að $1+1=2$ og $2+2=4$ án nokkurrar umhugsunar í daglegu lífi, en eins og spyrjendur hafa áttað sig á er hægara sagt en gert að útskýra hvers vegna þessar staðhæfingar eru sannar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig myndast þrumur og eldingar?

Elding er þráðlaga ljósblossi frá rafstraumi sem hleypur milli staða í skýjum eða milli skýja og yfirborðs jarðar. Rafstraumurinn sem myndar eldinguna hitar loftið í næsta nágrenni svo snöggt að úr verður sprenging og hljóðbylgja sem við köllum þrumu berst í allar áttir. Elding er þráðlaga ljósblossi frá rafstr...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað orsakar beinþynningu?

Beinþynning er sjúkdómur sem hrjáir einkum konur (um 80% eru konur). Beinmassi kvenna nær hámarki nálægt 30-35 ára aldri, fer hægt minnkandi eftir það en nálægt tíðahvörfum verður hreinlega hrun á beinum sumra kvenna sem geta tapað 20-30% beinmassans á örfáum árum. Þetta getur haft mjög alvarlegar afleiðingar með ...

Fleiri niðurstöður