Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6903 svör fundust
Hvers vegna kemur stundum strókur á eftir flugvélum og hvers vegna er hann mislangur og helst mislengi sýnilegur í loftinu?
Hér er einnig að finna svar við spurningu Halldórs Jóhannssonar Af hverju kemur hvít rák eða rákir á himininn á eftir flugvélum? Þotur skilja eftir sig hvíta rák á himninum af sömu ástæðu og við getum stundum séð andardráttinn okkar, það er að segja loftið sem við öndum frá okkur. Útblásturinn frá þotuhreyf...
Má lögregla handtaka mann og loka inn í klefa ef hún hefur engar sannanir fyrir því sem hann er grunaður um?
Já, samkvæmt 1. mgr. 97. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála (oml.) er lögreglu heimilt að handtaka sakborning að uppfylltum tveimur skilyrðum:Að rökstuddur grunur sé um að hann hafi framið refsivert brot.Að handtaka sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot, tryggja návist sakbornings og...
Hvernig fór Gauss að því leggja saman tölurnar 1 til 100 þegar stærðfræðikennarinn ætlaði að láta hann sitja eftir í skólanum?
Johann Carl Friedrich Gauss (1777 - 1855) er jafnan talinn í hópi allra mestu stærðfræðinga sem uppi hafa verið. Oft er sögð sú saga að sem barn að aldri hafi Gauss fengið það verkefni í reikningstíma að leggja saman tölurnar frá 1 til 100 og hann hafi leyst það á augabragði og skrifað rétt svar niður strax. Fyrs...
Er hægt að dæma mann fyrir morð ef hann drepur einhvern sem þegar hefur verið úrskurðaður látinn og þurrkaður út af þjóðskrá?
Rétthæfi manns lýkur þegar hann deyr. Samkvæmt íslenskum rétti geta allir menn átt réttindi og borið skyldur og getur því sérhver maður verið réttaraðili, en í því er rétthæfi einmitt fólgið. Hafi maður horfið og líkur benda til þess að hann sé ekki lengur á lífi er unnt að ákveða með dómi að horfinn maður skuli ...
Er til þríhyrningur sem hefur hliðalengdirnar 4 cm, 4 cm og 8 cm í venjulegri rúmfræði? Verður hann ekki að beinu striki?
Reynum fyrst að teikna þríhyrning sem hefur hliðalengdirnar 2 cm, 5 cm og 8 cm. Við byrjum á því að teikna 8 cm hliðina og teiknum síðan 2 cm hliðina frá öðrum endapunkti hennar og 5 cm hliðina frá hinum endapunktinum. Eins og myndin að ofan sýnir er ekki hægt að láta 2 cm hliðina og 5 cm hliðina mætast, sama hve...
Hvernig veit ég hvort ég hafi fundið loftstein eða bara venjulegan stein og hvert er best að fara með hann í greiningu?
Loftsteinar eru margvíslegir, bæði að stærð og samsetningu. Þeir hafa fallið til jarðar utan úr geimnum og eiga flestir uppruna sinn í smástirnabeltinu (e. asteroid belt) milli Mars og Júpíters, en suma má rekja til tunglsins og Mars. Loftsteinum er skipt í þrjá hópa, járnsteina (e. irons), járn-bergsteina (e....
Ef svartur köttur gengur fram hjá manni, þá boðar það ógæfu. Ef hann gengur aftur til baka, hverfur þá ógæfan eða tvöfaldast hún?
Vísindavefurinn gekkst fyrir viðamikilli rannsókn á þessu efni í samvinnu við Kattavinafélagið. Viðföngum rannsóknarinnar var skipt í fjóra hópa og hver hópur var látinn gangast undir eina af eftirfarandi tilraunum: Svartur köttur látinn ganga í veg fyrir viðfang. Svartur köttur látinn ganga í veg fyrir viðf...
Af hverju er talað um að Jesús hafi dáið og fórnað sér fyrir okkur? Var það ekki fólkið sem ákvað að krossfesta hann?
Vissulega var það fólkið sem ákvað að krossfesta Jesú. Fólkinu - eða öllu heldur leiðtogum þess - fannst Jesús óþægilegur svo að það yrði að ryðja honum úr vegi. Krossfesting var andstyggileg pyntingaraðferð, ein af mörgum sem mannkynið hefur fundið upp í blóðugri sögu sinni. Í Rómaveldi var krossfestingu beit...
Hákarl sem veiðist við Ísland er sagður vera eitraður sé hann etinn ferskur, en erlendis borða menn hákarl ferskan. Hvernig stendur á þessu?
Ólíkt mörgum öðrum hryggdýrum hafa hákarlar ekkert þvagkerfi. Þvagefnið (urea) streymir þess vegna úr vefjum og blóðrás dýrsins með osmósu. Þessi leið til að losa þvagefni úr líkamanum kom snemma fram í þróunarsögunni og ber vitni um það hversu frumstæð dýr hákarlar eru, enda hafa þeir verið í nokkurn veginn óbrey...
Væri hlutur látinn detta um holu sem næði gegnum jörðina, gæti hann komið upp hinum megin? Hvaða massa þyrfti hluturinn að hafa til þess?
Svarið er já: Hlutur sem fellur án núnings niður í ímyndaða holu sem nær gegnum miðju jarðar og upp hinum megin kemur upp þar, snýr síðan við og heldur áfram í einfaldri hreinni sveiflu. Massi hlutarins skiptir ekki máli í þessu. Fyrst skulum við hafa alveg á hreinu að með þeirri tækni sem við búum yfir núna er...
Í hvað er hör notaður í dag og er hægt að rækta hann hér á landi? Hvað kemur mikið af honum af hverjum hektara?
Orðin lín og hör hafa nú svipaða merkingu og virðist engin hefð fyrir að gera greinarmun á þessum heitum. Orðið lín virðist þó hafa verið mun meira notað hér áður fyrr og sést það af örnefnum og fyrri skrifum um línræktun. Því er mælt með að nota orðið lín en ekki hör um umrædda plöntu. Á latínu heitir plantan Lin...
Hvort á að segja "gúglaði hann" eða "gúglaði honum" þegar maður leitar í Google? Og er til einhver íslensk sögn um það að gúgla?
Orðabók Háskólans á engin dæmi enn sem komið er í seðlasöfnum sínum um sögnina að gúgla 'leita að e-u með leitarvélinni Google'. Ég hef spurst allnokkuð fyrir um þá notkun sem fyrirspyrjandi nefndi og fengið þau svör að flestir tali um "að gúgla honum/henni/því" þegar leitað er að einhverju á leitarvélinni Google....
Ef maður gefur konu sæði sitt til getnaðar getur þá konan afsalað sér meðlagsgreiðslum og maðurinn verið stikkfrír þótt hann sé skráður faðir barnsins?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona:Nú gefur maður konu sæði sitt til getnaðar. Getur konan afsalað sér meðlagsgreiðslum og maðurinn verið stikkfrír þó hann sé skráður faðir barnsins?Spurningin er í raun tvíþætt. Annars vegar er spurt hvort maður sem gefur sæði sitt til getnaðar beri framfærsluskyldu gagnvart bar...
Nú orðið er stafurinn y ekki borinn fram 'uj' eins og forðum. Hví ekki að taka hann úr íslensku eins og með z í denn?
Á áttunda áratugnum var sett á laggirnar nefnd sem fara átti yfir íslenskar stafsetningarreglur og gera tillögur til breytinga. Ein þeirra, sem nefndin varð sammála um, var að fella stafinn z niður og skrifa í hans stað s. Þá var einnig rætt um y, ý og hvort fella skyldi þá stafi niður og rita í staðinn i, í. Ekki...
Ef ég á helmingseign í húsi með kunningja mínum, get ég þá gert honum kauptilboð sem hann verður að taka eða kaupa mig ella út á sama verði?
Það er meginregla í íslenskum rétti að samningafrelsi gildir. Menn geta samið um það sem þeim dettur í hug á því formi sem þeim finnst hentugast, svo lengi sem báðir eru sammála. Á sama hátt er það meginregla að almennt er ekki hægt að krefjast þess einhliða að einhver geri við mann samning og því síður hægt að ák...