Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Má lögregla handtaka mann og loka inn í klefa ef hún hefur engar sannanir fyrir því sem hann er grunaður um?

Halldór Gunnar Haraldsson

Já, samkvæmt 1. mgr. 97. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála (oml.) er lögreglu heimilt að handtaka sakborning að uppfylltum tveimur skilyrðum:
  1. Að rökstuddur grunur sé um að hann hafi framið refsivert brot.
  2. Að handtaka sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot, tryggja návist sakbornings og öryggi eða koma í veg fyrir að hann spilli sönnunargögnum.
Þá er lögreglunni samkvæmt 3. mgr. 97. gr. oml. heimilt að handtaka hvern þann sem nærstaddur er og ástæða er til að gruna um refsiverða þátttöku í uppþoti sem hefur í för með sér líkamsmeiðingar eða stórfelld eignaspjöll eða hættu á slíku, svo og þegar margir menn hafa tekið þátt í óeirðum, sem leitt hafa til manntjóns eða meiri háttar líkamsmeiðinga, og ekki verður með vissu bent á hinn seka eða hina seku. Samkvæmt 100. gr. oml. má lögregla ekki taka alþingismann fastan samkvæmt fyrirmælum 97. gr. oml. meðan Alþingi stendur nema hann sé staðinn að glæp. Glæpur er svívirðilegt afbrot, til dæmis manndráp af ásetningi og nauðgun.

Í 3. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar segir að hvern þann sem er handtekinn vegna gruns um refsivert brot skuli án undandráttar leiða fyrir dómara. Sé hann ekki jafnskjótt látinn laus skuli dómari, áður en sólarhringur er liðinn, ákveða með rökstuddum úrskurði hvort hann skuli sæta gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhald er frelsissvipting grunaðs mann, en hún er heimil til bráðabirgða með dómsúrskurði.

Sjá einnig:

Höfundur

Útgáfudagur

22.5.2001

Spyrjandi

Þorsteinn Þorvaldsson

Tilvísun

Halldór Gunnar Haraldsson. „Má lögregla handtaka mann og loka inn í klefa ef hún hefur engar sannanir fyrir því sem hann er grunaður um?“ Vísindavefurinn, 22. maí 2001, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1628.

Halldór Gunnar Haraldsson. (2001, 22. maí). Má lögregla handtaka mann og loka inn í klefa ef hún hefur engar sannanir fyrir því sem hann er grunaður um? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1628

Halldór Gunnar Haraldsson. „Má lögregla handtaka mann og loka inn í klefa ef hún hefur engar sannanir fyrir því sem hann er grunaður um?“ Vísindavefurinn. 22. maí. 2001. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1628>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Má lögregla handtaka mann og loka inn í klefa ef hún hefur engar sannanir fyrir því sem hann er grunaður um?
Já, samkvæmt 1. mgr. 97. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála (oml.) er lögreglu heimilt að handtaka sakborning að uppfylltum tveimur skilyrðum:

  1. Að rökstuddur grunur sé um að hann hafi framið refsivert brot.
  2. Að handtaka sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot, tryggja návist sakbornings og öryggi eða koma í veg fyrir að hann spilli sönnunargögnum.
Þá er lögreglunni samkvæmt 3. mgr. 97. gr. oml. heimilt að handtaka hvern þann sem nærstaddur er og ástæða er til að gruna um refsiverða þátttöku í uppþoti sem hefur í för með sér líkamsmeiðingar eða stórfelld eignaspjöll eða hættu á slíku, svo og þegar margir menn hafa tekið þátt í óeirðum, sem leitt hafa til manntjóns eða meiri háttar líkamsmeiðinga, og ekki verður með vissu bent á hinn seka eða hina seku. Samkvæmt 100. gr. oml. má lögregla ekki taka alþingismann fastan samkvæmt fyrirmælum 97. gr. oml. meðan Alþingi stendur nema hann sé staðinn að glæp. Glæpur er svívirðilegt afbrot, til dæmis manndráp af ásetningi og nauðgun.

Í 3. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar segir að hvern þann sem er handtekinn vegna gruns um refsivert brot skuli án undandráttar leiða fyrir dómara. Sé hann ekki jafnskjótt látinn laus skuli dómari, áður en sólarhringur er liðinn, ákveða með rökstuddum úrskurði hvort hann skuli sæta gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhald er frelsissvipting grunaðs mann, en hún er heimil til bráðabirgða með dómsúrskurði.

Sjá einnig:

...