Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hve langt er lögreglunni heimilt að ganga gagnvart einkalífi einstaklings, án sérstakrar heimildar?

Skúli Magnússon

Upphafleg spurning var svohljóðandi:
Hver er réttur einstaklings gagnvart lögreglunni, þ.e. hversu langt er lögreglunni heimilt að ganga á einkalíf einstaklings án sérstakrar heimildar (með tilliti til eftirlits, húsleitar, líkamsleitar o.s.frv.)?
Friðhelgi einkalífs er vernduð í 71. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Samkvæmt þessari grein stjórnarskrárinnar má ekki gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu eða truflun á einkalífi manns.

Nánari ákvæði um hús- og líkamsleit, hlustun síma og skyldar ráðstafanir, er að finna í lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Samkvæmt þeim er meginreglan sú að framangreindar ráðstafanir þurfi úrskurð dómara. Frá þessari meginreglu eru hins vegar ýmsar undantekningar. Þannig má lögreglan gera leit ef brýn hætta er á að bið eftir úrskurði valdi sakarspjöllum. Einnig má leita án úrskurðar að manni sem handtaka skal ef honum er veitt eftirför eða hætta er á að hann komi sér undan ef beðið er dómsúrskurðar. Í húsakynnum, sem eru opin almenningi og í húsum þar sem lausungarlýður og brotamenn venja komur sínar, má leita, ef þörf þykir, þótt úrskurðar hafi ekki verið aflað.

Líkamsleit er einnig heimil án úrskurðar ef brýn hætta er á að bið eftir úrskurði valdi sakarspjöllum. Að lokum er þess að geta að í ýmsum sérlögum er að finna ákvæði, sem heimila leit án úrskurðar dómara, til dæmis í 158. grein tollalaga nr. 88/2005 svo að eitthvað sé nefnt.

Höfundur

lektor við lagadeild HÍ

Útgáfudagur

6.10.2000

Síðast uppfært

6.10.2020

Spyrjandi

Bragi F. Gunnarsson

Tilvísun

Skúli Magnússon. „Hve langt er lögreglunni heimilt að ganga gagnvart einkalífi einstaklings, án sérstakrar heimildar?“ Vísindavefurinn, 6. október 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=978.

Skúli Magnússon. (2000, 6. október). Hve langt er lögreglunni heimilt að ganga gagnvart einkalífi einstaklings, án sérstakrar heimildar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=978

Skúli Magnússon. „Hve langt er lögreglunni heimilt að ganga gagnvart einkalífi einstaklings, án sérstakrar heimildar?“ Vísindavefurinn. 6. okt. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=978>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hve langt er lögreglunni heimilt að ganga gagnvart einkalífi einstaklings, án sérstakrar heimildar?
Upphafleg spurning var svohljóðandi:

Hver er réttur einstaklings gagnvart lögreglunni, þ.e. hversu langt er lögreglunni heimilt að ganga á einkalíf einstaklings án sérstakrar heimildar (með tilliti til eftirlits, húsleitar, líkamsleitar o.s.frv.)?
Friðhelgi einkalífs er vernduð í 71. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Samkvæmt þessari grein stjórnarskrárinnar má ekki gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu eða truflun á einkalífi manns.

Nánari ákvæði um hús- og líkamsleit, hlustun síma og skyldar ráðstafanir, er að finna í lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Samkvæmt þeim er meginreglan sú að framangreindar ráðstafanir þurfi úrskurð dómara. Frá þessari meginreglu eru hins vegar ýmsar undantekningar. Þannig má lögreglan gera leit ef brýn hætta er á að bið eftir úrskurði valdi sakarspjöllum. Einnig má leita án úrskurðar að manni sem handtaka skal ef honum er veitt eftirför eða hætta er á að hann komi sér undan ef beðið er dómsúrskurðar. Í húsakynnum, sem eru opin almenningi og í húsum þar sem lausungarlýður og brotamenn venja komur sínar, má leita, ef þörf þykir, þótt úrskurðar hafi ekki verið aflað.

Líkamsleit er einnig heimil án úrskurðar ef brýn hætta er á að bið eftir úrskurði valdi sakarspjöllum. Að lokum er þess að geta að í ýmsum sérlögum er að finna ákvæði, sem heimila leit án úrskurðar dómara, til dæmis í 158. grein tollalaga nr. 88/2005 svo að eitthvað sé nefnt....