Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna kemur stundum strókur á eftir flugvélum og hvers vegna er hann mislangur og helst mislengi sýnilegur í loftinu?

Einar Örn Þorvaldsson og Þorsteinn Vilhjálmsson

Hér er einnig að finna svar við spurningu Halldórs Jóhannssonar Af hverju kemur hvít rák eða rákir á himininn á eftir flugvélum?



Þotur skilja eftir sig hvíta rák á himninum af sömu ástæðu og við getum stundum séð andardráttinn okkar, það er að segja loftið sem við öndum frá okkur. Útblásturinn frá þotuhreyflunum er heitur og rakur og þegar hann blandast andrúmsloftinu þéttist eða frýs vatnsgufan sem í honum er og myndar nokkurs konar ský. Í útblæstrinum er meðal annars koltvíoxíð, brennisteinsoxíð, nituroxíð, óbrunnið eldsneyti, sót, málmagnir og vatnsgufa sem myndast þegar vetni í eldsneytinu brennur. Sótið og aðrar agnir í loftinu greiða fyrir því að vatnsgufan þéttist og myndar smádropa á ögnunum.

Rákirnar sem þotur skilja eftir sig geta verið mjög mismunandi og fer útlit þeirra eftir flughæð vélarinnar, hitastigi andrúmsloftsins og raka. Hægt er að spá fyrir um veður með því að skoða útlit rákanna og kanna hversu lengi þær eru á himninum. Grannar og skammlífar rákir gefa til kynna lágt rakastig sem er vísbending um gott veður, en þykkar og langlífar rákir benda til hærra rakastigs sem getur verið vísbending um að stormur sé í aðsigi.

Nýlegar rannsóknir gefa til kynna að ísskýin í rákunum leiði til gróðurhúsaáhrifa og eigi sinn þátt í að hækka hitastigið á jörðinni. Þeir sem stunda slíkar rannsóknir gripu tækifærið í kjölfar flugbanns vegna hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11.september og gátu þar fengið mikilvægar upplýsingar um hvernig ástandið er þegar engar flugvélar eru til að mynda rákir. Þau gögn er svo hægt að nota sem viðmið fyrir frekari rannsóknir.

Að mestu þýtt og endursagt af vefsetri Scientific American



Mynd: HB

Höfundar

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

23.5.2002

Spyrjandi

Hjalti Þór Heiðarsson

Tilvísun

Einar Örn Þorvaldsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvers vegna kemur stundum strókur á eftir flugvélum og hvers vegna er hann mislangur og helst mislengi sýnilegur í loftinu?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2411.

Einar Örn Þorvaldsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2002, 23. maí). Hvers vegna kemur stundum strókur á eftir flugvélum og hvers vegna er hann mislangur og helst mislengi sýnilegur í loftinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2411

Einar Örn Þorvaldsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvers vegna kemur stundum strókur á eftir flugvélum og hvers vegna er hann mislangur og helst mislengi sýnilegur í loftinu?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2411>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna kemur stundum strókur á eftir flugvélum og hvers vegna er hann mislangur og helst mislengi sýnilegur í loftinu?

Hér er einnig að finna svar við spurningu Halldórs Jóhannssonar Af hverju kemur hvít rák eða rákir á himininn á eftir flugvélum?



Þotur skilja eftir sig hvíta rák á himninum af sömu ástæðu og við getum stundum séð andardráttinn okkar, það er að segja loftið sem við öndum frá okkur. Útblásturinn frá þotuhreyflunum er heitur og rakur og þegar hann blandast andrúmsloftinu þéttist eða frýs vatnsgufan sem í honum er og myndar nokkurs konar ský. Í útblæstrinum er meðal annars koltvíoxíð, brennisteinsoxíð, nituroxíð, óbrunnið eldsneyti, sót, málmagnir og vatnsgufa sem myndast þegar vetni í eldsneytinu brennur. Sótið og aðrar agnir í loftinu greiða fyrir því að vatnsgufan þéttist og myndar smádropa á ögnunum.

Rákirnar sem þotur skilja eftir sig geta verið mjög mismunandi og fer útlit þeirra eftir flughæð vélarinnar, hitastigi andrúmsloftsins og raka. Hægt er að spá fyrir um veður með því að skoða útlit rákanna og kanna hversu lengi þær eru á himninum. Grannar og skammlífar rákir gefa til kynna lágt rakastig sem er vísbending um gott veður, en þykkar og langlífar rákir benda til hærra rakastigs sem getur verið vísbending um að stormur sé í aðsigi.

Nýlegar rannsóknir gefa til kynna að ísskýin í rákunum leiði til gróðurhúsaáhrifa og eigi sinn þátt í að hækka hitastigið á jörðinni. Þeir sem stunda slíkar rannsóknir gripu tækifærið í kjölfar flugbanns vegna hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11.september og gátu þar fengið mikilvægar upplýsingar um hvernig ástandið er þegar engar flugvélar eru til að mynda rákir. Þau gögn er svo hægt að nota sem viðmið fyrir frekari rannsóknir.

Að mestu þýtt og endursagt af vefsetri Scientific American



Mynd: HB...