Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef svartur köttur gengur fram hjá manni, þá boðar það ógæfu. Ef hann gengur aftur til baka, hverfur þá ógæfan eða tvöfaldast hún?

Ritstjórn Vísindavefsins



Vísindavefurinn gekkst fyrir viðamikilli rannsókn á þessu efni í samvinnu við Kattavinafélagið. Viðföngum rannsóknarinnar var skipt í fjóra hópa og hver hópur var látinn gangast undir eina af eftirfarandi tilraunum:

  1. Svartur köttur látinn ganga í veg fyrir viðfang.
  2. Svartur köttur látinn ganga í veg fyrir viðfang, látinn snúa við og ganga aftur til baka.
  3. Svartur köttur látinn ganga í veg fyrir viðfang og svo látinn ganga afturábak til baka.
  4. Svartur köttur látinn ganga afturábak í veg fyrir viðfang.

Ýmsir örðugleikar komu upp við framkvæmd rannsóknarinnar. Til að mynda reyndust kettirnir sem notaðir voru ekki eins samvinnuþýðir og vonir stóðu til. Auk þess kom í ljós eftir á að einn af köttunum, Snúður að nafni, var með hvítan blett á bringu og því ekki nothæfur í rannsókninni. Hann hafði litað blettinn svartan til að geta verið með þar sem hann ásældist fiskbitann sem veittur var að launum fyrir dagsverkið. Þær rannsóknarniðurstöður sem tengdust Snúði voru því ekki marktækar.

Eftir tilraunirnar voru viðföng beðin að skrá hjá sér öll tilvik sem báru merki um heppni eða óheppni næstu 4 vikur. Að ári liðnu voru svo tekin viðtöl við viðföng þar sem þau voru beðin að meta hvort þau lifðu gæfuríku lífi.

Mestur fjöldi óhappatilvika fyrstu 4 vikur eftir tilraun reyndist vera hjá hópi B, það er þeim hópi sem svartir kettir höfðu gengið í veg fyrir fram og til baka. Þó varð einn úr þeim hópi fyrir því láni að fá happdrættisvinning og annar fann fjögralaufasmára. Tveir úr hópi C brutu spegil á þessu tímabili og einn úr hópi A missti óvenju oft af strætisvagni. Einn úr hópi D tapaði í kjöri um formennsku í húsfélagi og taldi víst að svarta kettinum væri um að kenna. Ekki voru þó allir á einu máli um hvort það ætti að teljast lán eða ólán.

Munur á lífshamingju milli hópanna að ári liðnu var ekki marktækur. Lífshamingja reyndist sambærileg við þá sem mældist hjá eigendum svartra katta sem notaðir voru sem samanburðarhópur í rannsókninni.

Eins og sjá má af þessu gaf rannsóknin enga einhlíta niðurstöðu. Hugsanlega er ófullkomnum mælitækjum þar um að kenna. Við höldum því áfram að vonast eftir framförum í rannsóknum á þessu sviði.

Þetta svar er svokallað „föstudagssvar” af hálfu ritstjórnar og ber því ekki að taka því sem fúlustu alvöru.



Mynd: (Varúð: Að taka myndir af óvenju stórum svörtum köttum í umferðinni getur valdið óhappi. Takið ekki upp myndavél þegar svartir kettir ganga fram hjá bílnum.) HB

Útgáfudagur

13.7.2001

Spyrjandi

Sigurður Jónsson

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Ef svartur köttur gengur fram hjá manni, þá boðar það ógæfu. Ef hann gengur aftur til baka, hverfur þá ógæfan eða tvöfaldast hún?“ Vísindavefurinn, 13. júlí 2001, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1788.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2001, 13. júlí). Ef svartur köttur gengur fram hjá manni, þá boðar það ógæfu. Ef hann gengur aftur til baka, hverfur þá ógæfan eða tvöfaldast hún? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1788

Ritstjórn Vísindavefsins. „Ef svartur köttur gengur fram hjá manni, þá boðar það ógæfu. Ef hann gengur aftur til baka, hverfur þá ógæfan eða tvöfaldast hún?“ Vísindavefurinn. 13. júl. 2001. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1788>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef svartur köttur gengur fram hjá manni, þá boðar það ógæfu. Ef hann gengur aftur til baka, hverfur þá ógæfan eða tvöfaldast hún?


Vísindavefurinn gekkst fyrir viðamikilli rannsókn á þessu efni í samvinnu við Kattavinafélagið. Viðföngum rannsóknarinnar var skipt í fjóra hópa og hver hópur var látinn gangast undir eina af eftirfarandi tilraunum:

  1. Svartur köttur látinn ganga í veg fyrir viðfang.
  2. Svartur köttur látinn ganga í veg fyrir viðfang, látinn snúa við og ganga aftur til baka.
  3. Svartur köttur látinn ganga í veg fyrir viðfang og svo látinn ganga afturábak til baka.
  4. Svartur köttur látinn ganga afturábak í veg fyrir viðfang.

Ýmsir örðugleikar komu upp við framkvæmd rannsóknarinnar. Til að mynda reyndust kettirnir sem notaðir voru ekki eins samvinnuþýðir og vonir stóðu til. Auk þess kom í ljós eftir á að einn af köttunum, Snúður að nafni, var með hvítan blett á bringu og því ekki nothæfur í rannsókninni. Hann hafði litað blettinn svartan til að geta verið með þar sem hann ásældist fiskbitann sem veittur var að launum fyrir dagsverkið. Þær rannsóknarniðurstöður sem tengdust Snúði voru því ekki marktækar.

Eftir tilraunirnar voru viðföng beðin að skrá hjá sér öll tilvik sem báru merki um heppni eða óheppni næstu 4 vikur. Að ári liðnu voru svo tekin viðtöl við viðföng þar sem þau voru beðin að meta hvort þau lifðu gæfuríku lífi.

Mestur fjöldi óhappatilvika fyrstu 4 vikur eftir tilraun reyndist vera hjá hópi B, það er þeim hópi sem svartir kettir höfðu gengið í veg fyrir fram og til baka. Þó varð einn úr þeim hópi fyrir því láni að fá happdrættisvinning og annar fann fjögralaufasmára. Tveir úr hópi C brutu spegil á þessu tímabili og einn úr hópi A missti óvenju oft af strætisvagni. Einn úr hópi D tapaði í kjöri um formennsku í húsfélagi og taldi víst að svarta kettinum væri um að kenna. Ekki voru þó allir á einu máli um hvort það ætti að teljast lán eða ólán.

Munur á lífshamingju milli hópanna að ári liðnu var ekki marktækur. Lífshamingja reyndist sambærileg við þá sem mældist hjá eigendum svartra katta sem notaðir voru sem samanburðarhópur í rannsókninni.

Eins og sjá má af þessu gaf rannsóknin enga einhlíta niðurstöðu. Hugsanlega er ófullkomnum mælitækjum þar um að kenna. Við höldum því áfram að vonast eftir framförum í rannsóknum á þessu sviði.

Þetta svar er svokallað „föstudagssvar” af hálfu ritstjórnar og ber því ekki að taka því sem fúlustu alvöru.



Mynd: (Varúð: Að taka myndir af óvenju stórum svörtum köttum í umferðinni getur valdið óhappi. Takið ekki upp myndavél þegar svartir kettir ganga fram hjá bílnum.) HB

...