Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 106 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hvert er hlutverk íslenskra diplómata og sendiráða?

Meginhlutverk utanríkisþjónustunnar er að gæta hagsmuna Íslands á alþjóðavettvangi gagnvart öðrum ríkjum og alþjóðastofnunum. Helstu starfssvið hennar eru á sviði stjórnmála, öryggismála, utanríkisviðskipta og menningarmála. Auk þessa hefur hún það almenna hlutverk að efla vinsamleg samskipti við önnur ríki og vei...

category-iconUmhverfismál

Hefur útblástur álvera skaðleg áhrif á ósonlag jarðar?

Spurningin í heild sinni hjóðar svona:Hefur útblástur álvera skaðleg áhrif á ósonlag jarðar og ef svo er eyðist ósonið ekki hraðar ef útblásturinn er nærri norðurheimskautinu? Um 90% af ósoni í andrúmsloftinu er í heiðhvolfinu og mest af því er að finna í um 20 km hæð yfir jörðu, það er hið svokallaða ósonlag. Þe...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvers konar stjörnusjónauki er á þaki Árnagarðs?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Ég er mjög forvitinn að vita hvers konar stjörnukíki þið eruð með undir kúplinum sem sést frá Suðurgötunni? Takk, Gabriel... Áhugamaður um stjörnuskoðun Undir hvolfþaki á Árnagarði er hýstur lítill stjörnusjónauki í eigu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Sjónaukinn ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig þróuðust spenar á spendýrum?

Eitt helsta einkennið sem skilur að spendýr og önnur hryggdýr er sá hæfileiki að geta alið ungviði sitt á næringarríkri mjólk sem framleidd er í spenum (e. mammary glands). Það er hins vegar afar erfitt að svara nákvæmlega spurningunni um hvernig spenarnir komu til í þróun þessa hóps dýra. Ýmsar kenningar haf...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Þótt augun mín og þín greini ekki alla liti sem til eru, væri samt hægt að hugsa sér liti sem ekki eru þekktir?

Augu okkar eru næm fyrir ljósi á öldulengdarbilinu 400-700 nanómetrar (nanómetri er táknaður með nm og er einn milljónasti hluti úr millimetra), og því köllum við þetta öldulengdarbil sýnilegt ljós. Geislun á stystu öldulengdunum skynjum við sem fjólublátt ljós, þá tekur við blátt, grænt og gult og að lokum rautt ...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar eldstöð er Hekla og hversu stórt er eldstöðvakerfi hennar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er stærð og staðsetning megineldstöðvar Heklu? Hekla er megineldstöð á samnefndu eldstöðvakerfi á mörkum Austurgosbeltis og svonefnds Suðurlandsbrotabeltis (sjá mynd). Kerfið er um 40 kílómetra langt og um sjö kílómetra breitt eins og Sveinn Jakobsson skilgreinir ...

category-iconStærðfræði

Hver er raunverulegur tímamismunur á milli Reykjavíkur og Egilsstaða?

Í svari Emilíu Dagnýjar Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt og hver eru hnit Íslands á hnettinum? kemur fram að:[b]auganet jarðar byggist á ímynduðu hnitakerfi sem lagt er yfir jarðarkúluna og er notað til að gefa upp nákvæma staðsetningu á yfirborði jarðar. Breiddarbaugar eru no...

category-iconLandafræði

Hvernig er hægt að finna á hvaða lengdar- og breiddargráðum tiltekin lönd eru?

Í svari við spurningunni Hvernig er hægt að finna lengdar- og breiddargráðu staða? er útskýrt hvernig hægt er að finna hnattstöðu tiltekinna staða með vísan í bauganet. Áður en lengra er haldið er lesendum bent á að kynna sér það svar. Vísindavefurinn hefur einnig verið spurður um legu landa, það er á hvaða len...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er hæsta lifandi vera há?

Eftir því sem næst verður komist er tré af tegundinni Sequoia sempervirens, sem kallast strandfura á íslensku, hæsta lífvera á jörðinni. Þetta tiltekna tré gengur undir heitinu Hyperion og er 115,55 m hátt. Rúmmál þess er áætlað um 502 m3. Hyperion fannst árið 2006 í Redwood-þjóðgarðinum í Kaliforníuríki í Bandarí...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hve mörg augu hafa kóngulær?

Þó kóngulær eigi það sameiginlegt að hafa átta fætur þá er ekki eins farið með augun. Flestar þeirra hafa þó einmitt átta augu. Allar kóngulóategundir eiga það sameiginlegt að augu þeirra koma í pörum en í sumum tilfellum er eitt parið betur þróað en hin pörin eða hitt parið. Þó algengast sé að kónguló hafi átt...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvernig ganga reikistjörnur um sólir í tvístirna sólkerfum?

Tvístirni samanstendur af tveimur sólstjörnum sem snúast um sameiginlega massamiðju sína. Mögulegar brautir reikistjarna í tvístirnum fer mikið eftir fjarlægðinni á milli sólstjarnanna sem getur verið allt frá því að vera minni en braut jarðar um sólu upp í mörg hundruð sinnum sú fjarlægð. Tvær tegundir af bra...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er lífbelti stjörnu?

Fljótandi vatn er ein af forsendunum fyrir að líf eins og við þekkjum það geti þrifist. Við sjávarmál frýs vatn á jörðinni við 0°C og gufar upp við 100°C. Í sólkerfinu okkar er ákveðið bil þar sem að meðalhitinn á yfirborði plánetu á sporbraut þar, með svipað andrúmsloft og jörðin, væri á milli 0°C og 100°C. Þessi...

category-iconJarðvísindi

Hversu kaldir eru jöklar?

Jöklar eru misjafnlega kaldir og hitastig íssins skiptir miklu máli fyrir hreyfingu þeirra, jökulrof og afrennsli vatns frá þeim. Mjög kaldir jöklar hreyfast hægt vegna þess að ísinn er stífur. Ef jökulísinn er frosinn fastur við jörðu er þar ekkert rennandi vatn sem gerir botninn sleipan. Jökullinn ýtir þá ekki á...

category-iconLögfræði

Má reka einhvern úr vinnu á meðan hann liggur á sjúkrahúsi?

Almennt séð er vinnuveitendum frjálst að segja starfsfólki sínu upp hafi þeir staðið við allar skuldbindingar samkvæmt þeim kjarasamningum og lögum sem gilda um ráðningarsambandið. Staðsetning starfsmannsins á þeim tíma sem honum er tilkynnt um uppsögn skiptir þá í raun engu máli. Hins vegar má velta því fyrir ...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Dalvíkurskjálftann 1934?

Laugardaginn 2. júní 1934 fannst mikill jarðskjálfti á Norðurlandi um klukkan 12:43 að íslenskum tíma, sem mældist 6,2 að stærð (MS).[1] Hans varð vart allt frá Búðardal í vestri að Vopnafirði í austri, en snarpastur var hann á Dalvík þar sem miklar skemmdir urðu. Mikið tjón varð einnig í öðrum byggðum næst skjálf...

Fleiri niðurstöður