Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er hægt að finna á hvaða lengdar- og breiddargráðum tiltekin lönd eru?

EDS

Í svari við spurningunni Hvernig er hægt að finna lengdar- og breiddargráðu staða? er útskýrt hvernig hægt er að finna hnattstöðu tiltekinna staða með vísan í bauganet. Áður en lengra er haldið er lesendum bent á að kynna sér það svar.

Vísindavefurinn hefur einnig verið spurður um legu landa, það er á hvaða lengdar- og breiddargráðum tiltekin lönd eru. Þegar landaheiti er sett inn í leitarvélar á síðum sem gefa upp hnattstöðu er útkoman einn tiltekinn staður, nokkurskonar miðpunktur landsins. Mismunandi aðferðir geta legið að baki ákvörðuninni á miðpunktinum.

Þetta segir hins vegar ekki á hvaða bili lengdar- og breiddargráða landið liggur. Til þess að finna það má nota einhverjar af aðferðunum sem lýst er í áðurnefndu svari (nota kort, sérstakar síður á netinu sem finna staðsetningu eða leitarvélina Google) en þá þarf annað hvort að þekkja heitin á nyrsta, syðsta, austasta og vestasta stað landsins eða smella á líklega staði á korti og fletta hverjum þeirra upp fyrir sig. Svo má einnig nota Wikipediu, setja til dæmis inn leitarorðin „Extreme points of” og bæta svo við nafni landsins.

Meðal þeirra landa sem Vísindavefurinn hefur sérstaklega verið spurður um eru Kína, Portúgal, Lúxemborg og Ástralía. Samkvæmt Wikipediu eru hnit þessara landa í baugakerfinu eftirfarandi:

LandNyrsti staðurSyðsti staðurVestasti staðurAustasti staður
Ástralía10°41?S39°08?S113°09?A153°38?A
Kína53°33?N20°14?N73°49?A134°45?A
Lúxemborg50°10?N49°26?N5°44?A6°32?A
Portúgal42°07?N37º57?N9°30?V6°11'V

Kort sem sýnir útnes Ástralíu.

Mynd:

Upplýsingarnar í þessu svari má nota til að svara þeim spurningum um lengd og breidd sem Vísindavefnum hafa borist, til dæmis:
  • Á hvaða breiddar- og lengdargráðu er Ástralía?
  • Hvar er Lúxemborg akkúrat mælt með bauganeti?
  • Hverjar eru lengdar- og breiddargráður Kína?
  • Hvar er Portúgal staðsett í bauganetinu?
  • Hver er landfræðileg lengd og breidd austasta, vestasta, nyrsta og syðsta odda Rússlands?
  • Getur þú sagt mér hver lega Asíu og Kína er og notað gráður til útskýringar?

Höfundur

Útgáfudagur

21.1.2014

Spyrjandi

Kristín Hrefna Ragnheiðardóttir, Halla Magnúsardóttir, Brynhildur Helgadóttir, Kjartan Ingi Þórisson, Eyþór Gunnarsson, Arnar Ingólfsson, Andrea Rut Birgisdóttir, Harpa Lind, Hulda Björg Arnarsdóttir

Tilvísun

EDS. „Hvernig er hægt að finna á hvaða lengdar- og breiddargráðum tiltekin lönd eru?“ Vísindavefurinn, 21. janúar 2014, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=66184.

EDS. (2014, 21. janúar). Hvernig er hægt að finna á hvaða lengdar- og breiddargráðum tiltekin lönd eru? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=66184

EDS. „Hvernig er hægt að finna á hvaða lengdar- og breiddargráðum tiltekin lönd eru?“ Vísindavefurinn. 21. jan. 2014. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=66184>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er hægt að finna á hvaða lengdar- og breiddargráðum tiltekin lönd eru?
Í svari við spurningunni Hvernig er hægt að finna lengdar- og breiddargráðu staða? er útskýrt hvernig hægt er að finna hnattstöðu tiltekinna staða með vísan í bauganet. Áður en lengra er haldið er lesendum bent á að kynna sér það svar.

Vísindavefurinn hefur einnig verið spurður um legu landa, það er á hvaða lengdar- og breiddargráðum tiltekin lönd eru. Þegar landaheiti er sett inn í leitarvélar á síðum sem gefa upp hnattstöðu er útkoman einn tiltekinn staður, nokkurskonar miðpunktur landsins. Mismunandi aðferðir geta legið að baki ákvörðuninni á miðpunktinum.

Þetta segir hins vegar ekki á hvaða bili lengdar- og breiddargráða landið liggur. Til þess að finna það má nota einhverjar af aðferðunum sem lýst er í áðurnefndu svari (nota kort, sérstakar síður á netinu sem finna staðsetningu eða leitarvélina Google) en þá þarf annað hvort að þekkja heitin á nyrsta, syðsta, austasta og vestasta stað landsins eða smella á líklega staði á korti og fletta hverjum þeirra upp fyrir sig. Svo má einnig nota Wikipediu, setja til dæmis inn leitarorðin „Extreme points of” og bæta svo við nafni landsins.

Meðal þeirra landa sem Vísindavefurinn hefur sérstaklega verið spurður um eru Kína, Portúgal, Lúxemborg og Ástralía. Samkvæmt Wikipediu eru hnit þessara landa í baugakerfinu eftirfarandi:

LandNyrsti staðurSyðsti staðurVestasti staðurAustasti staður
Ástralía10°41?S39°08?S113°09?A153°38?A
Kína53°33?N20°14?N73°49?A134°45?A
Lúxemborg50°10?N49°26?N5°44?A6°32?A
Portúgal42°07?N37º57?N9°30?V6°11'V

Kort sem sýnir útnes Ástralíu.

Mynd:

Upplýsingarnar í þessu svari má nota til að svara þeim spurningum um lengd og breidd sem Vísindavefnum hafa borist, til dæmis:
  • Á hvaða breiddar- og lengdargráðu er Ástralía?
  • Hvar er Lúxemborg akkúrat mælt með bauganeti?
  • Hverjar eru lengdar- og breiddargráður Kína?
  • Hvar er Portúgal staðsett í bauganetinu?
  • Hver er landfræðileg lengd og breidd austasta, vestasta, nyrsta og syðsta odda Rússlands?
  • Getur þú sagt mér hver lega Asíu og Kína er og notað gráður til útskýringar?
...