Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er hæsta lifandi vera há?

JMH og EDS

Eftir því sem næst verður komist er tré af tegundinni Sequoia sempervirens, sem kallast strandfura á íslensku, hæsta lífvera á jörðinni. Þetta tiltekna tré gengur undir heitinu Hyperion og er 115,55 m hátt. Rúmmál þess er áætlað um 502 m3. Hyperion fannst árið 2006 í Redwood-þjóðgarðinum í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Nákvæm staðsetning þess fæst ekki gefin upp þar sem óttast er að slíkt gæti valdið óþarfa umferð og raski sem skaðað gæti tréð.

Sú lífvera sem er mest að rúmmáli og jafnframt þyngst er líklega risafura (Sequoiadendron giganteum) sem gengur undir nafninu Sherman hershöfðingi og vex í Sequoia-þjóðgarðnum í Kaliforníu. Tré þetta er “aðeins” um 85 m hátt en stofn þess er mjög gildur og því verður það rúmmálsmeira og þyngra en Hyperion. Við jörð er þvermál þess rúmlega 12 m og í 55 m hæð er þvermálið rúmlega 5 m. Alls er rúmmál hershöfðingjans áætlað 1.487 m3 og massi hans um eða yfir 2000 tonn.

Vitað er um 15 lifandi tré sem eru yfir 110 m há og 47 tré sem ná yfir 105 m. Trén á myndinni eru af tegundinni Seuoia sempervirens.

Önnur lífvera sem er gríðarlega stór en að sama skapi ekkert sérstaklega hávaxin er sveppur af tegundinni Armillaria ostoyea sem vex í Malheur-þjóðskóginum (Malheur National Forest) í austurhluta Oregonríkis í Bandaríkjunum. Sveppur þessi hefur stundum verið útnefndur stærsta lífvera jarðar á síðustu árum. Reyndar eru deildar meiningar um hvort líta eigi á hann sem eina lífveru eða fleiri. Ef hann er talinn ein lífvera er hann sjálfsagt sú lífvera á þessari jörð sem hefur mesta flatarmálið, allt að 8,9 km2. Heildarþyngd hans gæti verið um 600 tonn. Rétt er að taka fram að þessi sveppur er að stórum hluta undir yfirborði jarðar þar sem sveppþræðirnir teygja sig yfir gríðarlega stórt svæði.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundar

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

22.4.2008

Síðast uppfært

25.6.2018

Spyrjandi

Ragnheiður Lilja Ófeigsdóttir, f. 1995

Tilvísun

JMH og EDS. „Hvað er hæsta lifandi vera há?“ Vísindavefurinn, 22. apríl 2008, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7364.

JMH og EDS. (2008, 22. apríl). Hvað er hæsta lifandi vera há? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7364

JMH og EDS. „Hvað er hæsta lifandi vera há?“ Vísindavefurinn. 22. apr. 2008. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7364>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er hæsta lifandi vera há?
Eftir því sem næst verður komist er tré af tegundinni Sequoia sempervirens, sem kallast strandfura á íslensku, hæsta lífvera á jörðinni. Þetta tiltekna tré gengur undir heitinu Hyperion og er 115,55 m hátt. Rúmmál þess er áætlað um 502 m3. Hyperion fannst árið 2006 í Redwood-þjóðgarðinum í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Nákvæm staðsetning þess fæst ekki gefin upp þar sem óttast er að slíkt gæti valdið óþarfa umferð og raski sem skaðað gæti tréð.

Sú lífvera sem er mest að rúmmáli og jafnframt þyngst er líklega risafura (Sequoiadendron giganteum) sem gengur undir nafninu Sherman hershöfðingi og vex í Sequoia-þjóðgarðnum í Kaliforníu. Tré þetta er “aðeins” um 85 m hátt en stofn þess er mjög gildur og því verður það rúmmálsmeira og þyngra en Hyperion. Við jörð er þvermál þess rúmlega 12 m og í 55 m hæð er þvermálið rúmlega 5 m. Alls er rúmmál hershöfðingjans áætlað 1.487 m3 og massi hans um eða yfir 2000 tonn.

Vitað er um 15 lifandi tré sem eru yfir 110 m há og 47 tré sem ná yfir 105 m. Trén á myndinni eru af tegundinni Seuoia sempervirens.

Önnur lífvera sem er gríðarlega stór en að sama skapi ekkert sérstaklega hávaxin er sveppur af tegundinni Armillaria ostoyea sem vex í Malheur-þjóðskóginum (Malheur National Forest) í austurhluta Oregonríkis í Bandaríkjunum. Sveppur þessi hefur stundum verið útnefndur stærsta lífvera jarðar á síðustu árum. Reyndar eru deildar meiningar um hvort líta eigi á hann sem eina lífveru eða fleiri. Ef hann er talinn ein lífvera er hann sjálfsagt sú lífvera á þessari jörð sem hefur mesta flatarmálið, allt að 8,9 km2. Heildarþyngd hans gæti verið um 600 tonn. Rétt er að taka fram að þessi sveppur er að stórum hluta undir yfirborði jarðar þar sem sveppþræðirnir teygja sig yfir gríðarlega stórt svæði.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....