Ég er mjög forvitinn að vita hvers konar stjörnukíki þið eruð með undir kúplinum sem sést frá Suðurgötunni? Takk, Gabriel... Áhugamaður um stjörnuskoðunUndir hvolfþaki á Árnagarði er hýstur lítill stjörnusjónauki í eigu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Sjónaukinn og hvolfþakið voru sett upp í október árið 1995 og var aðstaðan hugsuð fyrir nemendur í stjörnufræði við Háskóla Íslands. Hvolfþakið hafði verið keypt tuttugu árum fyrr eða á sama tíma og hvolfþakið á Valhúsaskóla þar sem Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness hefur aðsetur. Sjónaukinn var einnig keyptur nokkrum árum áður en hann var settur upp.

Undir hvolfþaki á Árnagarði er hýstur lítill stjörnusjónauki í eigu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Sjónaukinn á þaki Árnagarðs er blanda spegilsjónauka og linsusjónauka, af gerðinni Maksutov-Cassegrain.
- © Kristinn Ingvarsson.
- File:Maksutov cassegrain comercial.png - Wikimedia Commons. (Sótt 27.10.2017).