Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar stjörnusjónauki er á þaki Árnagarðs?

Sævar Helgi Bragason

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:

Ég er mjög forvitinn að vita hvers konar stjörnukíki

þið eruð með undir kúplinum sem sést frá Suðurgötunni? Takk, Gabriel... Áhugamaður um stjörnuskoðun

Undir hvolfþaki á Árnagarði er hýstur lítill stjörnusjónauki í eigu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Sjónaukinn og hvolfþakið voru sett upp í október árið 1995 og var aðstaðan hugsuð fyrir nemendur í stjörnufræði við Háskóla Íslands. Hvolfþakið hafði verið keypt tuttugu árum fyrr eða á sama tíma og hvolfþakið á Valhúsaskóla þar sem Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness hefur aðsetur. Sjónaukinn var einnig keyptur nokkrum árum áður en hann var settur upp.

Undir hvolfþaki á Árnagarði er hýstur lítill stjörnusjónauki í eigu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Sjónaukinn er frá bandaríska fyrirtækinu Meade. Hann er af gerðinni Maksutov-Cassegrain sem þýðir að hann er blanda spegilsjónauka og linsusjónauka. Ljósop hans er 7 tommur (178mm), brennivíddin 2670mm og brennihlutfallið f/15. Hann situr á svokölluðu gaffalsstæði sem er rafdrifið og tölvustýrt.

Sjónaukinn á þaki Árnagarðs er blanda spegilsjónauka og linsusjónauka, af gerðinni Maksutov-Cassegrain.

Sjónaukar af þessu tagi eru þekktir fyrir að gefa skýra og skarpa mynd, sér í lagi af þeim fyrirbærum sem ráða við mikla stækkun eins og tunglið, reikistjörnurnar og tvístirni.

Sjónaukinn hefur lítið verið notaður undanfarin ár, enda er staðsetning hans ekki sú besta því mikil ljósmengun er í Reykjavík.

Myndir:

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

5.4.2018

Spyrjandi

Gabriel Patay Filippusson

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvers konar stjörnusjónauki er á þaki Árnagarðs?“ Vísindavefurinn, 5. apríl 2018, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=66900.

Sævar Helgi Bragason. (2018, 5. apríl). Hvers konar stjörnusjónauki er á þaki Árnagarðs? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=66900

Sævar Helgi Bragason. „Hvers konar stjörnusjónauki er á þaki Árnagarðs?“ Vísindavefurinn. 5. apr. 2018. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=66900>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar stjörnusjónauki er á þaki Árnagarðs?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:

Ég er mjög forvitinn að vita hvers konar stjörnukíki

þið eruð með undir kúplinum sem sést frá Suðurgötunni? Takk, Gabriel... Áhugamaður um stjörnuskoðun

Undir hvolfþaki á Árnagarði er hýstur lítill stjörnusjónauki í eigu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Sjónaukinn og hvolfþakið voru sett upp í október árið 1995 og var aðstaðan hugsuð fyrir nemendur í stjörnufræði við Háskóla Íslands. Hvolfþakið hafði verið keypt tuttugu árum fyrr eða á sama tíma og hvolfþakið á Valhúsaskóla þar sem Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness hefur aðsetur. Sjónaukinn var einnig keyptur nokkrum árum áður en hann var settur upp.

Undir hvolfþaki á Árnagarði er hýstur lítill stjörnusjónauki í eigu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Sjónaukinn er frá bandaríska fyrirtækinu Meade. Hann er af gerðinni Maksutov-Cassegrain sem þýðir að hann er blanda spegilsjónauka og linsusjónauka. Ljósop hans er 7 tommur (178mm), brennivíddin 2670mm og brennihlutfallið f/15. Hann situr á svokölluðu gaffalsstæði sem er rafdrifið og tölvustýrt.

Sjónaukinn á þaki Árnagarðs er blanda spegilsjónauka og linsusjónauka, af gerðinni Maksutov-Cassegrain.

Sjónaukar af þessu tagi eru þekktir fyrir að gefa skýra og skarpa mynd, sér í lagi af þeim fyrirbærum sem ráða við mikla stækkun eins og tunglið, reikistjörnurnar og tvístirni.

Sjónaukinn hefur lítið verið notaður undanfarin ár, enda er staðsetning hans ekki sú besta því mikil ljósmengun er í Reykjavík.

Myndir:

...