Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Má reka einhvern úr vinnu á meðan hann liggur á sjúkrahúsi?

Baldur S. Blöndal

Almennt séð er vinnuveitendum frjálst að segja starfsfólki sínu upp hafi þeir staðið við allar skuldbindingar samkvæmt þeim kjarasamningum og lögum sem gilda um ráðningarsambandið. Staðsetning starfsmannsins á þeim tíma sem honum er tilkynnt um uppsögn skiptir þá í raun engu máli.

Hins vegar má velta því fyrir sér hvort vinnuveitendum sé frjálst að segja starfsfólki sínu upp vegna veikinda. Í dómaframkvæmd Hæstaréttar hafa verið lagðar þær línur að vinnuveitendum sé óheimilt að segja starfsfólki upp til þess að losna undan því að greiða launakostnað í veikindaleyfi eða nokkuð annað í þeim dúr. Þrátt fyrir það er ekkert sem veitir veikum einstaklingum sérstaka uppsagnarvernd á meðan þeir hvíla á sjúkrahúsi þó Alþýðusamband Íslands hafi kallað slíka háttsemi „siðlausa“.

Almennt séð er vinnuveitendum frjálst að segja starfsfólki sínu upp hafi þeir staðið við allar skuldbindingar samkvæmt þeim kjarasamningum og lögum sem gilda um ráðningarsambandið.

Um opinbera starfsmenn gilda mun fastmótaðri reglur um uppsagnir vegna heilsubrests, heldur en á almennum markaði. Í því samhengi má nefna kjarasamning Eflingar og Reykjavíkurborgar, en þar er samið um að Reykjavíkurborg sé einungis heimilt að segja starfsmanni upp vegna veikinda eftir tíma sem nemur tvöföldum uppsöfnuðum veikindadögum starfsmannsins. Sem dæmi má nefna að ef starfsmaður hefur unnið 7 ár samfleytt hjá borginni hefur hann safnað upp 175 veikindadögum. Þessi starfsmaður fengi þá laun í 175 daga kæmi til uppsagnar vegna heilsubrests og eftir það héldi hann starfinu launalaust í 175 daga. Að þeim tíma loknum væri hægt að binda enda á ráðningarsambandið milli starfsmannsins og vinnuveitanda.

Heimildir og mynd:
  • Care Hospital- Pixabay. Sótt 04.06.2020.
  • Kjarasamningur milli VR og Samtaka Atvinnulífsins. VR. Sótt 04.06.2020.
  • Lög um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla. Alþingi. Sótt 04.06.2020.
  • Mál nr. 297/2015. Flugfélagið Atlanta gegn Erni Ísleifssyni. Hæstiréttur. Sótt 04.06.2020.
  • Mál E-6275/2006. Kjartan Sigtryggsson gegn íslenska ríkinu. Héraðsdómstóll Reykjavíkur. Sótt 04.06.2020.
  • Tengsl uppsagnarréttar og veikindaréttar. Alþýðusamband Íslands. Sótt 04.06.2020.
  • Samningur milli S.A. og Flóabandalagsins. Samtök atvinnulífsins. Sótt 04.06.2020.
  • Samingur Reykjavíkurborgar og Eflingar- stéttarfélags. Efling. Sótt 04.06.2020.

Höfundur

Baldur S. Blöndal

mag. jur. í lögfræði

Útgáfudagur

22.6.2020

Spyrjandi

Magnús Gísli Arnarson

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „Má reka einhvern úr vinnu á meðan hann liggur á sjúkrahúsi?“ Vísindavefurinn, 22. júní 2020, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=79568.

Baldur S. Blöndal. (2020, 22. júní). Má reka einhvern úr vinnu á meðan hann liggur á sjúkrahúsi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=79568

Baldur S. Blöndal. „Má reka einhvern úr vinnu á meðan hann liggur á sjúkrahúsi?“ Vísindavefurinn. 22. jún. 2020. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=79568>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Má reka einhvern úr vinnu á meðan hann liggur á sjúkrahúsi?
Almennt séð er vinnuveitendum frjálst að segja starfsfólki sínu upp hafi þeir staðið við allar skuldbindingar samkvæmt þeim kjarasamningum og lögum sem gilda um ráðningarsambandið. Staðsetning starfsmannsins á þeim tíma sem honum er tilkynnt um uppsögn skiptir þá í raun engu máli.

Hins vegar má velta því fyrir sér hvort vinnuveitendum sé frjálst að segja starfsfólki sínu upp vegna veikinda. Í dómaframkvæmd Hæstaréttar hafa verið lagðar þær línur að vinnuveitendum sé óheimilt að segja starfsfólki upp til þess að losna undan því að greiða launakostnað í veikindaleyfi eða nokkuð annað í þeim dúr. Þrátt fyrir það er ekkert sem veitir veikum einstaklingum sérstaka uppsagnarvernd á meðan þeir hvíla á sjúkrahúsi þó Alþýðusamband Íslands hafi kallað slíka háttsemi „siðlausa“.

Almennt séð er vinnuveitendum frjálst að segja starfsfólki sínu upp hafi þeir staðið við allar skuldbindingar samkvæmt þeim kjarasamningum og lögum sem gilda um ráðningarsambandið.

Um opinbera starfsmenn gilda mun fastmótaðri reglur um uppsagnir vegna heilsubrests, heldur en á almennum markaði. Í því samhengi má nefna kjarasamning Eflingar og Reykjavíkurborgar, en þar er samið um að Reykjavíkurborg sé einungis heimilt að segja starfsmanni upp vegna veikinda eftir tíma sem nemur tvöföldum uppsöfnuðum veikindadögum starfsmannsins. Sem dæmi má nefna að ef starfsmaður hefur unnið 7 ár samfleytt hjá borginni hefur hann safnað upp 175 veikindadögum. Þessi starfsmaður fengi þá laun í 175 daga kæmi til uppsagnar vegna heilsubrests og eftir það héldi hann starfinu launalaust í 175 daga. Að þeim tíma loknum væri hægt að binda enda á ráðningarsambandið milli starfsmannsins og vinnuveitanda.

Heimildir og mynd:
  • Care Hospital- Pixabay. Sótt 04.06.2020.
  • Kjarasamningur milli VR og Samtaka Atvinnulífsins. VR. Sótt 04.06.2020.
  • Lög um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla. Alþingi. Sótt 04.06.2020.
  • Mál nr. 297/2015. Flugfélagið Atlanta gegn Erni Ísleifssyni. Hæstiréttur. Sótt 04.06.2020.
  • Mál E-6275/2006. Kjartan Sigtryggsson gegn íslenska ríkinu. Héraðsdómstóll Reykjavíkur. Sótt 04.06.2020.
  • Tengsl uppsagnarréttar og veikindaréttar. Alþýðusamband Íslands. Sótt 04.06.2020.
  • Samningur milli S.A. og Flóabandalagsins. Samtök atvinnulífsins. Sótt 04.06.2020.
  • Samingur Reykjavíkurborgar og Eflingar- stéttarfélags. Efling. Sótt 04.06.2020.
...